Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 36
36 STJÖRNUFRÉTTIR 19. JÚNÍ 2020 DV Jackson Blue og Maria Bello. Ella Bleu og John Travolta. Blue Ivy er ekki síðri tískufyrirmynd en foreldrar hennar. í Hollywood Ofurstjörnuhjónin Beyonce og Jay-Z eiga eins og þekkt er þrjú börn; tvíburana Rumi og Sir sem eru nýorðin þriggja ára og Blue Ivy sem er átta. Nöfn barnanna eru í sérstakari kantinum og það vakti mikla athygli þegar Blue Ivy var skírð árið 2012, en það er gaman að segja frá því að Beyonce og Jay-Z eru ekki einu stjörnurnar með dálæti á bláum. Sonur Cher heitir Elijah Blue, en hann eignað- ist gyðjan með tónlistarmanninum Gregg All- man árið 1976. Þrettán árum síðar, árið 1989, fæddist svo Blue Angel sem er dóttir The Edge, gítarleikara U2. Árið 2000 fæddist leikarahjónunum John Tra- volta og Kelly Preston dóttir sem hlaut nafnið Ella Bleu. Ári síðar fæddist Bear Blu, sonur leikkonunnar Aliciu Silverstone, og Jackson Blue sonur leikkonunnar Mariu Bello fæddist sama ár. Poison-söngvarinn Bret Michaels eignaðist son með eiginkonu sinni árið 2005, sem heitir Jorja Bleu Sychak. Kryddstúlkan Geri Halliwell kom svo grjót- hörð inn í baráttuna árið 2006, þegar hún splæsti í dýrari týpuna og lét skíra dóttur sína Bluebell Madonna. Við bíðum spennt eftir næsta nafni í hinni æsispennandi blá-barna- nafnaseríu fræga fólksins. n BLÁU BÖRNIN Bear Blu í fanginu á mömmu sinni. Elijah Blue ásamt móður sinni Cher. Jorja Bleu með fjölskyldunni. Bluebell Madonna og Ginger Spice. Blue Angel með pabba sínum. Hollywood-stjörnurnar eru frægar fyrir margt annað og meira en hæfi- leika sína og fegurð. Eru undarleg barnanöfn þar ofarlega á lista. MYNDIR/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.