Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Page 4
4 21. febrúar 2020FRÉTTIR Örmagna í verkfalli Þ ar kom að því. Nú hefur þeim sem með völdin fara í þessari höfuðborg okkar Íslendinga endanlega tekist að ganga fram af Svarthöfða. Braggamálið? Það var ekki svo slæmt. Svarthöfði naut þess að rökræða málin fram og til baka í pönnuköku- boðum hjá nákomnum. Bílastæðavandinn, göngugötur og framkvæmdir í miðbæn- um? Svarthöfða var alveg sama enda hann og flestir aðrir Íslendingar löngu hættir að nenna að olnboga sig framhjá ferðamönn- um í miðbænum til að standa í langri röð til að borga alltof mikið fyrir ósköp óspennandi kaffibolla. Það sem hins vegar gerði útslagið, og Svarthöfði mun seint fyrirgefa, er þetta blessaða verkfall. Þeir geta tekið bílastæðin frá Svarthöfða, þeir geta ráðstafað útsvari hans í dýran minnisvarða um hvernig fá- tækrahverfin litu út á árum áður, en þeir geta hins vegar ekki ætlast til að Svarthöfði sitji heima með afkvæmunum daginn út og daginn inn. Hver einasti dagur er nú eins og laugar- dagur á heimili Svarthöfða. Afkvæmin að drepast úr leiðindum og foreldrarnir að drep- ast úr samviskubiti vegna tapaðra vinnu- stunda. Nú gætu einhverjir eflaust spurt: Já, en Svarthöfði, af hverju ekki að njóta sam- vista við börnin og gera það besta úr þessu? Pff! Svarthöfði er búinn að því. Það er búið að fara í kvikmynda- hús, út á róló, í göngutúr, í Húsdýragarðinn, ísbíltúr og búið að horfa á alla þætti af Hvolpasveit svo oft að Svarthöfði er fyrir lifandis löngu búinn að glata tölunni. Leikskólabörn þurfa örvun, rútínu og dagskrá, og Svarthöfðar þurfa sam- skipti við fólk sem kann að margfalda og deila. Þetta ástand er ólíðanlegt, bæði fyrir börn og foreldra. Nú þarf borgin að girða sig í brók og ganga frá samningum. Ef ekki þá mætir Svarthöfði í ráðhúsið á mánudaginn og skil- ur afkvæmin þar eftir, ef hann finnur stæði, og mun ekki sækja þau aftur fyrr en leikskól- arnir geta hafið eðlilega starfsemi að nýju. Þá geta þessir vitleysingar í ráðhúsinu kynnst því sjálfir hvernig það er að sinna börnum heilan vinnudag. Þá væru þeir líklega fljótir til að hækka launin hjá starfsmönnum leik- skólanna. Og Dagur B. fær síðan persónulega reikn- inginn frá lækninum vegna þeirra geðlyfja sem Svarthöfði þarf að fara á til að losna við upphafsstefið úr Hvolpasveit af heilanum. Því eins og allir vita þá ber Dagur persónu- lega ábyrgð á öllu því sem miður fer þar sem Reykjavík kemur við sögu. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Rithöfundurinn William Shakespeare fann upp á nafninu Jessica. Á Bretlandi er Elísabet II eina manneskjan sem má löglega keyra án ökuskírteinis. Geimfarinn Buzz Aldrin var fyrsta manneskjan til að kasta af sér þvagi á tunglinu. Hægt er að finna lykt af skunki úr tæplega tveggja kílómetra fjarlægð. Til eru skór með GPS-sóla sem virkj- ast með því að slá saman hælunum þrisvar, rétt eins og Dórótea gerði í Galdrakarlinum í Oz. Hver er hann n Hann er fæddur árið 1938. n Hann var leik- tjaldahönnuður hjá Þjóðleikhúsinu og fleiri leikhúsum á árunum 1966–1980. n Hann stundaði nám í grafík við Institut del Llibre og sem gestanemandi við Beaux Arts í París árið 1960. n Hann var valinn heiðurslista- maður Kópavogs árið 2007. n Hann átti um margra ára skeið Íslandsmet fyrir stærsta málverkið. SVAR: BALTASAR SAMPER „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ n Hópnauðgun á íslenskri stúlku hefur vakið mikinn óhug á Krít n Skildu stúlkuna eftir á víðavangi og sögðu: „Thank you for your time“ N auðgun á 19 ára íslenskri stúlku er enn til rannsóknar hjá yfirvöldum í Heraklion á Krít. Málið er á borði saksóknaraembættisins. Tveir Þjóðverjar af arabískum uppruna eru ákærðir fyrir verknaðinn. Stúlkan flaug til Krítar í nóvember síðastliðnum til að gefa frekari vitnisburð í málinu. Málið hefur vakið mikinn óhug á meðal íbúa Hersonissos. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu í júní síðastliðnum. Fjölmargir grískir fjölmiðlar greindu einnig frá málinu. „Með tár í augum“ Síðustu ár hafa sífellt fleiri Íslendingar lagt leið sína til Hersonissos, sem er orðinn einn stærsti og vinsælasti ferðamannabærinn á Krít. Stúlkan var stödd í fríi á Hersonissos þann 13. júní síðastliðinn í útskrifarferð menntaskólanema. Var hún að skemmta sér á bar í bænum og hitti þar mennina tvo frá Þýskalandi. Kemur fram að mennirnir tveir hafi einnig verið staddir í fríi á Krít. Annar þeirra er sagður vera 34 ára gamall en hinn 38 ára. Samkvæmt málsgögnum drógu mennirnir tveir stúlkuna út af barnum seinna um kvöldið. Á fréttavefnum Matrix kemur fram að árásin hafi átt sér stað í dimmu húsasundi og að mennirnir tveir hafi nauðgað stúlkunni „margsinnis“. Þeir flúðu því næst af vettvangi. Stúlkan leitaði á sjúkrahús í kjölfarið. Lögreglan er sögð hafa brugðist afar skjótt við og leiddi það til þess að mennirnir tveir fundust og voru handteknir aðeins nokkrum klukkustundum síðar. Stuttu eftir að mennirnir voru handteknir bar stúlkan kennsl á þá á lögreglustöðinni „með tár í augum“. Stúlkan gekkst undir læknisskoðun á sjúkrahúsi og kemur fram að læknir hafi meðal annars fundið smápeninga og peningaseðil í leggöngum hennar. Þá kemur fram að erfitt hafi reynst að finna lífsýni á líkama stúlkunnar. Ekkert sæði fannst við skoðunina en að sögn stúlkunnar notuðu árásarmennirnir smokk. Fram kom í fréttum í júní síðastliðnum að mennirnir neituðu báðir sök í málinu. Við yfirheyrslur sögðust þeir aldrei hafa hitt stúlkuna áður. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ Grískir fjölmiðlar greindu frá því í nóvember síðastliðnum að rannsókn á málinu stæði enn yfir. Fram kemur að stúlkan hefði nýlega flogið til Krítar ásamt foreldrum sínum til að gefa frekari vitnisburð. Kemur fram að stúlkan hafi verið afar staðföst í framburði sínum og viss um sekt mannanna tveggja. Hún fari fram á bætur frá mönnunum. „Ég vil að þeir fari í fangelsi,“ sagði hún við yfirheyrslur. Að sögn heimildarmanns lögreglu og samkvæmt vitnisburði stúlkunnar sjálfrar settu mennirnir smápeninga inn í leggöng hennar í þeim tilgangi að niðurlægja hana, líkt og hún væri sjálfsali sem væri að taka við greiðslu fyrir verknaðinn. Við skýrslutökur lýsir stúlkan því þannig að annar mannanna hafi verið hávaxinn og dökkur með skegg en hinn hafi verið lágvaxnari. Sagði hún lágvaxna manninn hafa haldið henni niðri á meðan hinn braut á henni. „Ég reyndi að streitast á móti, en ég kom ekki upp öskri af því að ég var í sjokki.“ Þá sagði stúlkan að eftir að mennirnir hefðu lokið sér af hefði sá hávaxni sagt við hana á ensku: „Thank you for your time.“ Við skýrslutöku sagði stúlkan að mennirnir hefðu skilið hana eftir og hún hefði ekki haft hugmynd um hvar hún var. „Ég var ekki með úr. Ég var með símann minn á mér en það var slökkt á honum af því að hann var batteríslaus Ég var einhvers staðar úti á víðavangi, ég var að reyna að finna hótelið en ég fann það ekki.“ Þá tjáði stúlkan lögreglu að hún hefði farið inn á annað hótel í grenndinni og þar hefði hún komist að því að aðskotahlutir hefðu verið skildir eftir í leggöngum hennar. Sagðist hún hafa verið kvalin. Starfsmenn hótelsins hefðu hringt á leigubíl fyrir hana sem síðan flutti hana á sjúkrahús. Starfsfólk sjúkrahússins hefði í kjölfarið haft samband við hótelið þar sem stúlkan dvaldi. Fram kemur að mennirnir tveir sem grunaðir eru um verknaðinn neiti alfarið sök. Þeir hafa áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurði án árangurs. Í grein sem birtist á fréttavefnum Flashnews kemur fram að málið hafi vakið mikinn óhug. Lýsingar á verknaðinum séu mun hrottalegri en áður hafa sést í nauðgunarmálum þar um slóðir. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.