Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 14
14 21. febrúar 2020FRÉTTIR www.gilbert.is VERÐ frá: 29.900,- arc-tic Retro GÆÐA ÚR Á GÓÐU VERÐI Svissnesk quartz gangverk ÍSLENSK HÖNNUN n Hvenær njótum við persónuverndar? n Rétturinn til að gleymast háður takmörkunum Á þessari gervihnattaöld er sífellt meira af daglegu lífi okkar með einum eða öðr­ um hætti tengt Netinu og miklu magni persónuupplýsinga, mynda, texta og myndbanda er deilt á samfélagsmiðlum. Oft er talað um að þótt maður eldist og gleymi þá gleymi Netið engu. En hver er réttur okkar gagnvart öll­ um þessum upplýsingum sem um okkur eru til, eða verða til? Og hvenær njótum við persónu­ verndar, og hvenær ekki? DV tók saman nokkrar hagnýtar upplýs­ ingar um persónuvernd. Við öfl­ un upplýsinganna var stuðst við efni sem Persónuvernd hefur gert opinbert á vefsíðu sinni. Aðgangur að upplýsingum Þú átt rétt á að fá upplýsingar um hvort einhver sé að vinna með persónuupplýsingar um þig, hvort sem það er fyrirtæki, opin­ ber stofnun eða annar. Í þess­ um aðgangsrétti felst rétturinn til að fá staðfestingu á því hvort að unnið sé með persónuupp­ lýsingar þínar, réttur til að fá af­ rit af persónuupplýsingunum og réttur til að fá upplýsingar um hvers vegna og með hvaða hætti sé unnið með þær. Þú getur óskað eftir upplýsingunum munnlega eða skriflega. Alltaf er öruggara að hafa slíka beiðni skriflega. Bannskrá Þjóðskrár Ef þú vilt ekki að sendur sé á þig markpóstur eða hringt í þig vegna markaðssetningar, svo sem til að selja þér hitt og þetta, þá getur þú skráð þig á bannskrár Þjóðskrár og látið merkja X við nafn þitt í símaskránni. Persónuvernd barna Börn, líkt aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs. Bæði á heimilum sín­ um sem og utan þeirra. Persónu­ upplýsingar um börn njóta sér­ stakrar verndar þar sem börn eru ólíklegri en fullorðnir til að átta sig á réttindum sínum, áhættu og afleiðingum þegar kemur að persónuupplýsingum þeirra. Í nýju persónuverndarlögun­ um segir að samþykki foreldris þurfi að liggja fyrir áður en barn yngra en 13 ára skráir sig í þjón­ ustu. Upplýsingar, tilkynningar og annað sem beinist að vinnslu persónuupplýsinga barns á að vera á skýru og einföldu máli sem barnið getur skilið. Rétturinn til að fá gögnum eytt er einnig ríkur þegar kemur að börnum. Gildir þetta til að mynda um Internetið. Myndbirting á Netinu Almenna reglan varðandi mynd­ birtingu á Netinu er sú að ef hægt er að greina einstaklinginn af myndefni þá þarf að virða persónuverndarlögin. Einkum ef um er að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar. Máli getur einnig skipt hvort að um þjóðlífs­ eða hversdagsmynd sé að ræða eða mynd þar sem einstaklingur er aðalefni myndarinnar. Í fyrra tilvikinu þyrfti að líkindum ekki að afla samþykkis einstaklings sem bregður fyrir á myndinni en í því síðara þyrfti líklega samþykki. Myndbirting af börnum Á vef Persónuverndar segir um myndbirtingu af börnum á sam­ félagsmiðlum: „Foreldrar og for­ sjáraðilar þurfa að virða einkalíf barna sinna og fara varlega í að birta myndir og/eða upplýsingar um börn sín á opinberum vett­ vangi. Börn ætti aldrei að sýna á niðrandi eða óviðeigandi hátt, t.d. þannig að þau séu nakin, klæðlítil eða í erfiðum aðstæðum. Brýnt er að hafa í huga að allt sem birt er á Netinu má finna síðar og getur haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. Er því rétt að setja sig í spor barnsins og hugsa um hvaða áhrif umfjöllun eða myndir geta haft á barnið síð­ ar.“ Auðvitað er best að fá sam­ þykki fyrir myndbirtingu frá barni sínu áður en það er nefnt á sam­ félagsmiðlum eða myndir af því birtar, þá þarf þó að miða við ald­ ur barns og þroska. Myndbirting í fjölmiðlum Fjölmiðlar hafa rýmri rétt en aðr­ ir til myndbirtingar og vinnslu persónuupplýsinga. Persónu­ verndarlögin gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um slíka vinnslu. Því er ekki alltaf nauðsynlegt fyrir fjölmiðla að afla samþykkis fyrir myndbirtingu þegar myndir hafa fréttagildi og eiga erindi við almenning. Rétturinn til að gleymast Þú átt rétt til þess að gleymast á Netinu að vissum skilyrðum upp­ fylltum. Best er að hafa samband við ábyrgðaraðila þess vefsvæðis sem geymir upplýsingarnar sem þú vilt fá eytt. Einnig getur þú átt rétt á því að leitarvélar á Netinu, svo sem Google, afmái tiltekna leitarniðurstöður um þig, sér­ staklega ef miklir hagsmunir eru í húfi. Eftirlitsmyndavélar Einstaklingar og fyrirtæki hafa al­ mennt heimild til að vakta lóðir sínar til að tryggja öryggi og eign­ ir. Hins vegar má það ekki vera gert með leynd. Efni sem verður til við rafræna vöktun mega að­ eins þeir sem þurfa starfa sinna vegna hafa aðgang að og mega bara skoða ef sérstakt tilefni er til og bara af þeim sem heimild hafa til þess. Myndefnið má almennt ekki varðveita lengur en í 90 daga. Birting á efni úr myndavél­ um, án samþykkis myndefnis, á samfélagsmiðlum væri að líkind­ um ekki heimil. Hollara væri fyrir einstaklinga að deila myndefni sem talið er að sýni einstaklinga við ólöglegt athæfi, aðeins með lögreglunni. Drónar Fjarstýrðir drónar með mynda­ vélum eru orðnir algengari í samfélaginu. Þegar myndir eða myndbönd eru tekin með slíkum tækjum þarf að gæta að persónu­ verndarlögum og ávallt virða frið­ helgi einkalífs einstaklinga. Ef myndatakan er einvörðungu til einkanota, fellur hún ekki undir persónuverndarlöggjöfina. En slík myndataka gæti þó vegið að friðhelgi einkalífs myndefnis svo jafnvel þó að um persónuleg not sé að ræða þyrfti að hafa varann á. Um leið og efnið er birt opin­ berlega, svo sem á samfélagmiðl­ um, þá telst upptaka eða mynd ekki lengur til einkanota og ber þá að virða persónuverndarlögin. Hljóðupptökur Hver kannast ekki við setninguna: Athugið að símtal þetta gæti verið hljóðritað? Hljóðupptökur falla undir persónuverndarlög ef hægt er að persónugreina þá einstak­ linga sem í hlut eiga. Almennt mega einstaklingar ekki taka upp samtöl manna á milli, eða ræður, nema með samþykki þeirra sem á upptökunni heyrast. Ef um við­ varandi upptöku, eða upptöku sem er endurtekin reglulega, er að ræða þá telst slík upptaka raf­ ræn vöktun og þarf að hlíta þeim reglum sem um rafræna vöktun gilda. Og fyrirvari um að sím­ tal gæti verið hljóðritað? Sam­ kvæmt Persónuvernd getur slíkur fyrirvari mögulega verið í ósam­ ræmi við meginreglur persónu­ verndarlaga um sanngirni og gagnsæi, enda á einstaklingur­ inn rétt á að vita hvort unnið sé með persónuupplýsingar hans, en ekki nægir að segja honum að það sé mögulegt. n Athugið að símtal þetta gæti verið hljóðritað Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.