Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Síða 17
FÓKUS 1721. febrúar 2020 komu í heimsókn og þau fóru saman út að borða var Brynhildur að eigin sögn svo ánægð að fá loksins almennilegan mat að það lá við að hún gréti af gleði. Komst strax inn í bransann Ófáir eru þeir íslensku leikarar sem reynt hafa fyrir sér árangurs­ laust í leikhúborginni London en svo bar við rétt fyrir jól að ung ís­ lensk leikkona steig á fjalir Oli­ ver sviðsins i sjálfu þjóðleikhúsi Breta á suðurbakka Thamesár. Þetta er Brynhildur Guðjónsdóttir sem kallar sig Inku Magnusson og lauk námi við Guildhall School of Music and Drama síðastliðið vor. Þannig hófst grein sem birtist í DV janúar árið 1999 en þar var rætt við Brynhildi sem hafði land- að hlutverki Skellibjöllu (Tinker- bell) í uppsetningu Breska þjóð- leikhússins á Pétri Pan. „Ég fer í prufur þegar ég er laus hér og lifi bara einn dag í einu. Mér hefur gengið vonum framar síð- an ég lauk námi í júní í sumar. Þá fékk ég hlutverk í Gate-leikhúsinu og svo þetta strax á eftir. Ég fékk líka tilboð frá Konunglega Shake- speare-leikhúsinu um tvö hlut- verk og níu mánaða starf en valdi Þjóðleikhúsið af ýmsum ástæð- um, bæði hef ég mikið dálæti á Pétri Pan og hef elskað Tinkerbell frá því ég var barn,“ sagði Bryn- hildur. Það sama ár kom Brynhildur heim og tók þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Rent. „Ég leik Mímí sem er ofsa- lega tragískur karakter. Þetta er sextán, sautján ára stelpa sem er með eyðniveiruna, háð krakki og vinnur fyrir sér sem dansari á sadó-masóklúbbi,“ sagði hún í samtali við DV á sínum tíma. Bryn- hildur viðurkenndi jafnframt í við- talinu en henni fyndist ákveðnir söngleikir mjög skemmtilegir en Andrew Loyd Webber þætti henni „alveg ofsalega leiðinlegur.“ Í nóvember þetta ár birtist við- tal við Brynhildi og þáverandi mann hennar, Atla Rafn Sigurðs- son leikara, í Morgunblaðinu. Brynhildur lýsti þar meðal annars spennunni og taugatitringnum sem myndast áður en leikarinn fer inn á sviðið. „Hjá mér er þetta þannig að ég fer að svitna um leið og ég finn hvernig adrenalínið pumpast út í líkamann, lófarnir verða þval­ ir og sjáöldrin þanin! Þetta ger­ ist fyrir hverja einustu sýningu en fer eftir því hver ábyrgðin er í sýn­ ingunni.“ Þá sagðist hún ekki finna fyrir pressu varðandi útlitið eins og sumir leikarar. „Það tekur alla- vega ekki milda orku frá mér að halda mér til. Ég er eins og ég er og vonandi boðleg fyrir það sem ég er að gera.“ Þá sagðist hún einkum nota frístundirnar til að „ræka sambandið við fjölskyldu og vini. Þá kom fram að hún not- aði frönskukunnáttuna einkum til að lesa bækur „og aftan á vín- flöskur.“ Sló í gegn sem Edith Piaf Brynhildur var fastráðin við Þjóð- leikhúsið á árunum 1999 til 2011, áður en hún fór yfir í Borgar- leikhúsið. Hlutverk Brynhildar á íslensku leiksviði eru nú komin á þriðja tuginn. Hún sló rækilega í gegn þegar hún fór með titilhlut- verkið í uppsetningu Þjóðleik- hússins á Edith Piaf árið 2004. Brynhildur, sem þá var 32 ára gömul, lék söngkonuna ástsælu á öllum ævistigum, allt frá því hún var barn og þar til hún lést. „Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna með túlk­ un sinni á Edith Piaf. Dökk yfir­ litum, lágvaxin og grönn leik­ konan er með ótrúlega stóra og breiða rödd. Gagnrýnendur sem og áhorfendur hafa keppst við að lofa frammistöðu Brynhildar og þykir engu líkara en goðsögnin Piaf hafi endurholdgast á sviðinu í meðförum hennar. Það kemur því verulega á óvart að leikkonan hefur aldrei lært söng,“ kom fram í grein Ský á sínum tíma. Árið 2004 var Brynhildur ein af sex þjóðþekktum Íslendingum sem tóku þátt í verkefni á vegum Samtaka iðnaðarins sem gekk út á að kynna íslenska tísku. Hver og einn af þátttakendum vann með teymi fagmanna og var afrakstur- inn kynntur í tímariti Morgun- blaðsins. Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu fannst sjálfsagt að leggja íslenskum fagmönnum á sviði tískunnar lið. „Erlendis hef­ ur það lengi vel tíðkast að leikar­ ar séu í samvinnu við þekkt tísku­ hús, þótt hér á landi sé ekki hefð fyrir slíku,“ segir Brynhildur sem hefur ákveðnar skoðanir á fötum. „Föt geta breytt fólki og haft ótrú­ leg áhrif á vaxtarlagið þar sem flott hönnun getur dregið fram það fallega sem manneskjan vill undirstrika. Svo er náttúru­ lega alltaf hægt að klæða sig eft­ ir skapi og föt geta verið ákveðin yfirlýsing. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum og hef gaman af því að klæða mig upp á. En fata­ stíll minn frá degi til dags ein­ kennist frekar af þægindum en yfirlýsingum svona almennt séð, þar sem ég er mikið í gallabux­ um og bol,“ segir hún en kveðst þó vita að það sé ekkert ægilega smart. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Brynhildur ræddi um tísku og fatnað í viðtali, því árið 2003 ræddi hún við Fréttablaðið og meðal annars um skó sem voru í miklu uppáhaldi. Þar ljóstraði hún því upp að væri með einstak- lega smáa fætur. Ég á skó sem eru algjörlega guðdómlegir. Þeir eru skærbleikir með háum og mjóum hæl, úr rúskinni, opnir í tána og með bleiku blómi. Þeir eru númer 35 og þar af leiðandi á við meðal­ gemsa. Ég er algjör Öskubuska í þeim. Þeir nýtast mér ekki sem skyldi í íslenskri veðráttu en ég tók mig út eins og prinsessa í brúðkaupi í London í 35 stiga hita á vel hirtum krikketvelli. Þeir henta vel á þannig samkom­ um. En eins og vænta má af alvöru Öskubuskuskóm endist maður ekki lengur í þeim en til tólf á miðnætti, fæturnir þola ekki meira.“ Brynhildur segir það ekki algengt að finna skó hér á landi sem smellpassa svona á hana. „Ég keypti þessa í Flex í Banka­ stræti í sumar. Þeir stóðu uppi í glugga og kölluðu svo hátt í mig. Ég sneri mér við til að athuga hver væri að hrópa og þarna stóðu þeir og biðu. Það er gjarn­ an þannig með skó,“ segir Bryn­ hildur og viðurkennir fúslega að vera með skóáráttu. „En það þarf ekkert að lækna svoleiðis, ég get lifað nánast eðlilegu lífi með þessu.“ Brynhildur segist þó ekki safna skóm en að kannski geri hún það seinna ef fjárráð leyfa. „Í dag á ég fáa en sérstaka skó.“ Í janúar 2005 var Brynhildur tekin fyrir í liðnum „Kostir og Gallar“ í DV. Fram kom að kostir Brynhildar væru þeir að hún væri „sterk leikkona, hæfileikarík og metnaðargjörn.“ Hún er ákveðin og víðsýn, finnur nýjar hliðar á öllum mál­ um og kann að nálgast hluti svo hún geti unnið með þá. Hún legg­ ur sig alla fram við það sem hún tekur sér fyrir hendur og er glað­ leg og skemmtileg. Gallar Brynhildar voru sagðir Framhald á síðu 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.