Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Side 9

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Side 9
Sigurjón Danívalsson: __ Framtíð skautahallar á Mandi. Þegar rætt er um framtíð skautahallar hér á landi, vaknar fyrst sú spurning í liuga vorum, hvort liægt sé að reka slíkt fyrir- tæki í okkar fámenna og fátæka landi, og hvaða skilyrði þurfi að vera til staðar, svo skautahöll geti þrifist hér. Það er fyrst ber að athuga í þessu sambandi er einkum þrennt. 1 fyrsta lagi: Hvort lík- indi séu fyrir því að áhugi manna sé svo mikill og' almenn- ur fyrir skautaíþróttinni, að að- sókn yi’ði nægjanlegur tekjulið- ur til að bera uppi megin reksturs- kostnað fyrirtækisins, ef það nyti einskis styrks frá því opinbera. í öðru lagi: Hvort skemmtana- og íþróttalíf okkar íslendinga sé svo fullkomið og fjölbreytt, að verið sé að hera í bakkafullan lækinn, með því að stuðla að meiri fjölhreytni í því efni, t. d. með hyggingu nýtízku skauta- liallar hér í liöfuðstaðnum. í þriðja lagi: Hvað reynsla annarra þjóða segir i þessu efni. Skautahöll í ameriskum kaupstað, sem telur 3000 íbúa. Um áliuga álmennings á skautaíþróttinni, er það að segja, að ég álít hann vonum meiri en búast mætti við með tilliti til allra kringumstæðna. Byggi ég þetta álit mitt á all ítarlegum at- hugunum, er ég gerði á aðsókn almennings að skautaisnum hér á Tjörninni og Austurvelli um alllangt skeið. Athuganir þessar gefa mér líka tilefni til að álíta að skautaíþróttin muni í fram- tíðinni, þegar liúsnæði er fengið og hægt er að iðka íþrótt þessa innanhúss, án tillits til árstíða og veðurfars, verða vinsælasta og fjölmennasta íþróttagrein þessa lands.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.