Íþróttablaðið - 01.02.1944, Page 16
8
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Frá því um veturinn 1941 hcf ég
æft hjá Glímufélaginu Ármann.
Kristm.: Veturinn 1928, að mig minn-
ir, kom ég á riokkrar glímuæfingar
á glímunámsskeiði, sem haldið var
á Reynivöllum í Kjós að tilhlutun
Ungmennafélagsins „Drengur“. Kenn-
ari var hinn snjalli glimumaður
Þorgeir Jónsson frá Varmadal.
Haustið 1932 var ég á þriggja
vikna íþróttanámskeiði, sem haldið
var á Hvammstanga, á vegum iþrótta
félagsins þar. Kennari var Björn
Jónsson frá Ölvaldsstöðum i Borg-
arfirði.
Veturinn 1934 var ég á iþróttaskól-
anum í Haukadal hjá hinum ágæta
kennara, Sigurði Greipssyni, þang-
að til ég fór á vertíð.
Svo var ég þar veturinn eftir i
tvo mánuði. en þá meiddist ég lítil-
lega á fæti og gat ekki tekið neinn
verulegan þátt í glímunni. Einnig
kenndi ég glímu i Ungmennafélag-
inu Víði og Ungmennafélagi Þing-
húa i Austur-Húnavatnssýslu.
Mjög var erfitt um æfingar fyrir
flesta, þvi að oft varð að fara lang-
an veg eftir að lokið var gegning-
um dagsins, stundum í ófærð og
slæmum veðrum, en ungmennafé-
iögin áttu mörg glæsileg glímu-
mannaefni.
1940 var ég um tíma i Glimufélag-
inu Ármann. Var glíman æfð ])ar
talsvert öðruvisi en ég hafði vanizt.
Sérstaklega fannst mér luin þyngri.
Ég reyndi þá að breyta glímulagi
mínu eftir því. En tíminn var stutt-
ur og ég varð að kalla hálf bragða-
Iaus um tíma. Veturinn 1941 æfði
ég í Ármanni og fyrri hluta vetrar-
ins 1942. En ég meiddist i Skjald
arglímu Ármanns, þá um veturinn,
og gat ekki æfl nema lítið af þeim
sökum, seinni hhita vetrarins.
1943 gekk ég í Knattspyrnufélag
Reykjavíkur og æfði seinni hluta
vetrarins hjá hinum ágæta glímu-
kennara og glímusnillingi Ágústi
Kristjánssyni.
Hve oft lceppl í fflímu?
Guðm.: Alls 10 sinnum.
Kristm.: Ég hefi keppt 12 sinnum í
kappglimu. Fyrsta kappglíman, sem
ég tók þátt i var bændaglíma að
loknu námsskeiði á Hvammstanga
1932. Var hún á milli Hvamms-
tangabúa, og þeirra sem sóttu nám
skeifíið úr sveitunum í kring. Var
afar mikil aðsókn að þessari bænda-
glímu. Ég var bóndinn fyrir liði
sveitamannanna, en Daníel Mark-
ússon fyrir liði Hvammstangabúa.
Mikið kapp var i glímunni, 'en þó
ríkti alger drengskapur og prúð-
mennska. Hvammstangabúar unnu.
Ég iag'ði bóndann, en fór úr liði um
olnbogann í úrslitaglímunni við
síðasta manninn, bar skakkt fvrir
mig hendi.
Á árunum frá 1933—1938 keppti
ég fimm sinnum i glimu á sam-
baridsmóti Ungmennafélaga Vestur-
Húnavatnssýshi. Vann ég glímuna í
öll skiptin. Keppt var um mjög
fallega gripi, þrjú síðustu árin er
ég keppti þar, útskorinn bikar eftir
Ríkarð Jónsson, fyrir kappglímu, en
fagran silfurskjöld fyrir fegurðar-
glímuna. Guðmundur bróðir minn
vann alltaf fegurðarverðlaunin
keppti hann jafnoft mér í glímunni,
en við vorum báðir félagar í U.M.F.
Víði. Hefi ég ekki keppt við neinn
eins oft í glímu og við Guðmund.
Næst keppti ég í Íslandsglímunni
1940, en þá varð Ingimundur Guð-
mundsson glímukongur. Árið 1942
keppti ég i Skjaldarghmu Ármanns
en það er fjölmennasta glíma sem
ég hefi tekið jiátt í. Keppendur
voru 20. 'Vann ég þá glímu. Sama
ár vann ég einnig Íslandsglímuna.
Á síðastliðnum vetri vann ég glinm-
horn K.R. í innanfélagsképpni fé-
lagsins. Síðastliðið vor keppti ég á
Íslandsglímunni og nú síðast á
Skjaldarglímu Ármanns, en lienni
varð ég að hætta vegna lasleika.
Guðmundur Ágústsson vann bæði
þessi glímumót.
Ilve oft tekið þátt i Íslandsglímu?
Guðm.: Einu sinni, 1943.
Kristm.: Fjórum sinnum alls.
Hvaða fflímumenn eru þér minnis-
stæðastir?
Guðm.: Sá glímumaður, sem ég veitti
mesta athygli í þessari íslands-
glímu, var Kristmundur Sigurðsson.
Ég vissi að hann var mjög snjall
glímumaður og að liann mundi
verða mér hættulegur.
líristm.: Kappglimu sá ég ahlrei fyrr
en ég fór að keppa, en ég á margar
góðar endurminningar frá kapp
glímura. Gæti ég betur svarað þess-
ari spurningu síðar, er ég lít yfir
hópinn, sem ég hef keppt við, og
séð glima.
Hvuða glímumenn hefur þú útt mest
við?
Guðm.: Það er dálítið erfitt að svara
þessu. Á glímuæfingum glími ég
'ekki við einn, fremur en annan, en
sá maðurinn, sem ég hef átt lengsta
glímu við í keppni er Davíð Hálf-
dánarson á Skjaldarglímu Ármanns
1942. Urðum við að glíma í tveir.i
lotuni áður en glíman yrði útkljáð.
Kristm.: Eins og ég tók fram áðan
hef ég keppt oftast við Guðmund bróð-
ir minn, þar næst við Sigurð Hall-
björnsson, 5 sinnum, en færri kapp-
glímur við aðra.
Hvað segirðu itm glímuskjálftann?
Guðm.: Það er stundum talað um að
menn fái glímuskjálfta þegar þeir
ætla að fara að glíma eða eru að
því. Ég hefi frekar lítið fundið tii
hans fram að þessu. Þessi svokall-
aði glímuskjálfti, geri ég ráð fyrir
að stafi af einhverjum innvortis
hrolli, eða rf til vill af kvíða fyrir
að leggja út i kappglímu eða þá, að
glímumaðurinn bíði óþreyjufullur
eftir því að komast i glímuna, til þess
að beita sér í baráttu við andstæðing
inn, fái snert af berserksgangi, sem
oft var talað um lil forna. Það er á-
reiðanlegt, að sá sein er óstyrkur og
kvíðir fyrir glímu, er miklu síður
fær í kappglímu, en hinn, sem finn-
ur ekki til neins sliks.
Kristm.: Um glímuskjálftann vil ég,
sem minnst tala, mér er afar kalt
tii hans. Hann hefur fylgt mér í
sumar kappglímur. Ég held að hann
stafi af ónógri æfingu, og sé sam-
bland af kvíða og kappi.
Hvaða brögðum beitir þú mest?
Guðm.: Ég hefi alltaf notað mest há-
brögðin, klofbragð og sniðglímu a
lofti, tekin með vinstra fæti.
Kristm.: Sniðglíma á lofti hefur oft-