Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 12
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Ben. G. Waage: Barátta íþróttamanna fyrir þjóðminnin oar degi Islendinga. Ræða í’orseta I. S. I. á íþróttavellinum í Reykjavík 18. júní 1944. — Kæru íþróttamenn og meyjar, ég býð ykkur öll lijartanlega velkomin til þessa 17. júní-móts, sem hefst liér á Iþróttavellinum á eftir; til minningar um vorn mesta og mætasta forvígismann, ekki einasta í stjórnmálabarátt- unni á fyrri öld, heldur og á flestum sviðum þjóðlífsins. Og sama segi ég við ykkur, kæru íþróttamenn um allt land, sem nú i dag, Forsetadaginn, heyið ykkar íþróttamót víða um land undir íslenzka fánanum, heill og hamingja fylgi ykkur í þessu þjóðþrifa slarfi, og þakkir í- þróttasambands íslands fyrir þau mannbætandi álirif, sem leik- mótin hafa, ekki einasta fyrir keppendurna, heldur og á allan almenning, sem á þess kost, að sækja mótin, og kynnast drengi- legri keppni í skemmtilegum í- jjróttagreinum. Því sannarlega éru íþróttaiðkanir menntandi og mannbætandi, að vorum dómi, séu þær réttilega uin hönd hafð- ar, og fer því vel á því, að í- þróttafélög lialdi þannig hátt á lofti merki Jóns Sigurðssonar, með jiví að skapa dáð og dreng- skap i göfugri íþróttakeppni, sem háð er í hans anda. Iþróttamenn vita að Jón Sig- urðsson var mesti afreksmaður Islands og íslendinga að fornu og nýju. Hann var ástsælasti maður þjóðarinnar, og enn þann dag í dag, er liann oss öllum hugstæður, fyrir unnin afrek i vísindum, stjórnmálum, list- um og íþróttamálum. Hann var einnig brautryðjandi á íþróttasviðinu. Það var liann, sem beitti sér fyrir því, að fim- leikakennsla var tekin upp í höf- uðmenntaskóla landsins um miðja síðustu öld, — en alla tíð síðan hafa fimleikar verið kennd- ir í Menntaskólanum i Reykja- vík, til ómetanlegrar blessunar fyrir menntamenn þjóðarinnar og embættismenn, sein svo oft hafa orðið að fara í langferðir um torsóttar leiðir, og vota vegi. Og i dag' eru fimleikar og sund skyldunámgreinir í öllum skól- um landsins, sem má skoða sem framhald þess, að fimleika- kennsla liófst i Menntaskólanum fyrir meir en 85 árum síðan, og' sú stund nálgast að það verður talin borgaraleg skylda að vera góðum íþróttum búinn. Þannig cr þróunin. Fleiri og' fleiri íþrótta- greinar verða teknar upp i skól- um landsins, eftir því sem for- ráðamönnum vorum finnst kleift. En það mun verða þjóðinni gæfu- vegur, jivi fleíri íþróttagreinir er upp verða teknar, sem skvldu- námsgrein i skólum vorum. Jón Sigurðsson var liinn sanni vökumaður þjóðarinnar, sem hugsaði jafnan um andlegt, sem líkamlegt verðmæti og velferð- armál þjóðar vorrar. Slíkra manna er jafnan gott að minn- ast, og hafa í huga; afreksmenn, er hugsa rétt og vilja vel i hverju máli. Menn, sem ekki eru alltaf að skara eld að sinni köku. Menn, sem eru óeigingjarnir, og hugsa fyrst og fremst um heill, hamingju og heiður þjóðarinnar sjálfrar .... ---- Það eru nú liðin meir en 30 ár, síðan íþróttamenn höfuðstaðar- ins tóku upp þann góða sið, að halda hátíðlegt íþróttamót För- setadaginn 17. júní ár livert, að vísu við daufar undirtektir í fyrstu og áhugaleysi, en nú hin síðari árin við meiri skilning og áhuga almennings á þroskagildi líkamsíþrótta fyrir einstakling- inn og þjóðarheildina. Hinn al- menni skilningur, sem nú er að verða á því, að líkamsíþróttir eigi sérstakt erindi til lands- manna, að þær séu menntandi og mannbætandi og hafi þroskandi áhrif, auk þess að hafa mjög mikla uppeldislega þýðingu, sem eigi verður véfengd. Enda mun jiað revnast svo að auknar íþróttir skapa mesta möguleika og verða bezta uppeldismálið og meðal- ið fvrir æskulýðinn er fram liða stundir. Nú er svo komið, að 17. júní- mótin eru háð víða um allt land undir hinum fagra íslenzka fána. Þennan dag hylla íþróttamenn vorir þjóðhetjuna Jón Sigurðs- son og um leið benda þeir þjóð- inni á líkamsmenntun, sem far- sælustu leiðina lil manndóms og menningar, drengskapar og dáða. En það er jió fleira en jietta, sem íyrir íþróttafrömuð- um vorum vakir; Jieir vilja m. a. að vér eigum sérstakan þjóð- minningardag, eins og aðrar sið-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.