Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 32

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 32
22 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Finnbog'i Guðmundsson: IIAMHi \ATTLI]IKIIt Höfundur þessarar greinar hlaut fyrir hana Gullpennasjóðsverðlaun Menntaskólans í Reykjavík vorið 1943. Saga leiksins. Handknattleikur er ung íþrótt, sennilega ekki éldri en 40—50 ára. Hann verður til uni svipað leyti i Þýzkalandi og á Norður- löndlun, einkum i Svíþjóð og Danmörku. Fyrst var hann einvörðungu leikinn úti. Ýmsir teljn, að hann sé runninn frá „Rugby“-leikn- um, en hinsvegar er körfuknatt- leikurinn ameríski, sem fvrst var leikinn 1891, líkastur handknatt- leiknum, eins og hann er leikinn innanliúss. Reglur Þjóðverja í handknalt- leik utanhúss eru alþjóðlegar. og var þeim fylg't á fyrsta alþjóða- móti handknattleiksmanna í Köln 1926. Svíar og Danir hvrjuðu fyrstir að leika handknattleik innan- liúss. Var það skömmu eftir aldamótin síðustu. í ráði var, að keppt vrði i handknattleik innanhúss á 01- ympíuleiknnum i Berlín 1936, en varð eigi af vegna þess, að al- þjóðareglur vorn þá ekki til um leikinn. Var Svíum og Dönum falið að semja reglurnar og var endanlega frá beim gengið 1939. Hingað til lands barst leikur- inn með Valdimar Sveinbjörns- svni, núverandi kennara við Menntaskólann í Reykjavík. Hafði liann kynnzt leiknum i Danmörku og taldi, að hann mundi falla íslendingum vel í geð. Valdimar reyndi leikinn fyrst i Barnaskólanum í Reykjavik haustið 1921. Valdimar kendi hann einnig í Hafnarfirði skömmu síðar. Fyrsti kappleikur liérlendis fór fram 1925 milli kvenfloklca úr íþróttafélagi Hafnarfjarðar og Ungmennafélagi Reykjavíkur og milli drengja frá Barnaskól- anum í Reykjavík og Barnaskóla Hafnarfjarðar. Þessir kappleikir voru haldnir utanhúss. Íþróttafélögin í Reykja- vík gáfu leiknum illt auga í fyrstu. Þau hugðu, að hann myndi draga úr áliuga manna á leikfimi, sem þá var efst á baugi. Iþróttafélag Hafnfirðinga varð fvrst allra íþróttafélaga til að taka upp leikinn, og hafa Hafn- firðingar ætíð átt góðum hand- knattleiksmönnum á að skipa. Vorið 1928 byrjaði Valdimar leikfimiskennslu við Mennta- skólann í Reykjavík. Kenndi hann nemendum leikinn, og fékk hann brátt byr undir báða vængi. Má með sanni segja, að Mennta- skólinn sé vagga handknattleiks'- ins hér á landi, því að engir liafa lagt slíka rækt við hann, sem nemendur Menntaskólans. Heí- ur á hverju ári farið fram harð- vítug keppni milli hekkja. Utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar mun leikurinn fyrst hafa verið iðkaður að Laugum i Reykjadal. íþróttafélögin í Reykjavík sáu brátt, að við leiknum varð eigi spornað. Tóku þau siðan hvert á fætur öðru að iðka hann. Reykvíkingar og Hafnfirðingar hafa að mestu leikið innanhúss, en annarsstaðar á landinu er liann eingöngu iðkaður utan- húss. Fyrstu landsmót í handknaU- leik innanhúss fóru fram i Reykjavík í marzmánuði 1940. Kepptu þar 13 flokkar frá 6 fé- lögum eða um 80 keppendur alls. í landsmóti því, hinu fjórða í röðinni, sem fór fram i marz- mánuði 1943, kepptu hinsvegar 34 flokkar frá 9 félögum eða um 200 keppendur. Þátttakendur í bæði skiptin voru aðeins úr Reykjavík og Ilafnarfirði. Þá mun þátttaka í móti því, er nú nýlega er lokið, hafa verið með svipuðu móti. Má af þessu marka þann gífurlega vöxt, sem hand- knattleikurinn hefur fengið á svo skömmum tíma. Knötturinn. I leiknum er einn knöttur. Bezl er að nota knött úr leðri með gúmmíhlöðru. Karlmenn skulu nota knött, sem er 58—60 em. í ummál, en 350—400 gr. að þyngd. Kvenfólk og börn skulu hafa knött, sem er 56—58 cm. i um- mál, en 275—325 gr. að þyngd. Gæta skal þess að hafa knöttinn ekki mjög harðblásinn. Leikvangur. Leikvangur er salur, þar þarf að vera hátt til lofts og vítt til veggja. Bezt er, að salurinn sé helmingi lengri en hann er

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.