Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 7 leiðandi allt of erfitt að synda þessa vegalengd tvisvar sinnum fyrir sama manninn, því þessi vegalengd (200 m.) er einhver sú erfiðasta sem hægt er að fá í sundi, og ættu for- ráðamenn sundsins í Keflavík að breyta þessu nú þegar, að minnsta kostí á meðan svo fáir sundmenn eru á staðnum. 50 m. skriðsund, drengja: 1. Ragnar Friðriksson 40.8 sek., 2. Brynjólfur Þórhallsson 40.9 sek. 50 m. skriðsund, stúlkur: í j)essu sundi urðu þær jafnar Guðb. Þór- hallsdóttir og Guðf. Elintínusardóttir á 40.0 sek. og urðu þær á undan strákunum og held ég að slíkt liafi aldrei komið fyrir áður á sundmóti. í sambandi við þetta sund vil eg geta þess, að á Sundmeistaramóti ís- lands í vor var keppt í þessu sundi og á sömu vegalengd og urðu tím- arnir þar, að sú sem sigraði var 38 sek. en númer 2 var 40 sek., er þvi tíminn hjá þeim Guðb. og Guðf. vel sambærilegur við tíma þessara kvenna og væri gaman að þær kæmu til Reykjavíkur einhverntíma og kepptu i þessu sundi þar. 50 m. stakkasund, karlar (Stakka- sundsbikarinn): 1. Sig. Jónsson 1:06.5 mín., 2. Sig. Brynjólfsson 1:16.0 sek. 50 m. baksund, karla: 1. Sig. Brynj- ólfsson 42.5 sek., 2. Ragnar Friðriks- son 49.8 sek. 200 m. bringusund drengja innan 18 ára; 1. Þorbjörn Karlsson 3:34.9 mín., 2. Þorsteinn Friðriksson 3:59.1 mín. - f þessu sundi var keppt um bikar, sem hlaut nafnið Drengjabik- ar Suðurnesja og hlaut Þorbjörn hann nú í annað sinn, en hann þarf að vinnast þrisvar í röð eða fimm sinn- um alls. Þorbjörn má ekki keppa um hann næst, því j)á verður hann orð- inn of gamall. Auk j)essara sunda var keppt í sundum fyrir unglinga, en vegna rúm- leysis í blaðinu verð ég að láta nægja að geta aðeins þess fyrsta. 33 m. bringusund, drengja 8—13 ára: 1. Kristinn Helgason 33.8 sek. 33 m. bringusund, telpna 8—13 ára: 1. Þorbjörg Pálsdóttir 35.6 sek. Að endingu vil ég geta þess, að mótið fór vel fram og var Keflvíking- um til sóma og áhorfendum til mik- illar ánægju, Áhorfandi. Sundmót Ármanns Sundmót Ármanns fór fram í Sund- höllinni 25. október síðastliðinn. Þátl- takendur voru 75, frá þessum félög- um: Arinanni 28, K.R. 22, Ægi 18 og Í.R. 7. Þetta var eitt fjölmennasta mót, sem haldið hefur verið í Sund- höllinni. Úrslit mótsins urðu þessi: 400 m. frjáls aðferð karla: 1. Ari Guðmundsson, Æ. 5:56.9 mín. 2. Óskar Jensen, Á. 6:06.7 mín. 3. Sigurg. Guðjónsson, K.R. 6:16.7 m. í þessu sundi var keppt um fagr- an silfurbikar, sem Dagblaðið Vísir gaf 1943 og vann Guðm. Guðjónsson (Á.) hann j)á. Af jiessum þremur mönnum fannst mér Óskar synda einna bezt. Ari hefur náð betri tíma og er hann okkar efnilegasti lang- sundsmaður nú sem stendur. 100 m. bringusund kvenna: 1. Unnur Ágústsdóttir, K.R. 1:38.8 m. 2. Kristín Eiríksdóttir, Æ. 1-42.2 m. 3. Gréta Ástráðsdóttir, Á. 1:47.4 m. Allar stúlkurnar syntu vel, en þó synti Unnur einna bezt. Hún hefur nú unnið flest öll sund fyrir stúlkur, og má það heita gott. En hún mætti setja markið hærra og æfa sig vel og vita svo livort hún myndi ekki setja met áður en langt um liður. 100 m. baksund, karla; 1. Guðm. Ingólfsson, Í.R. 1:19.9 mín. 2. llalldór Baclimann, ÆT. 1:27.3 min. 3. Pétur Jónsson, K.R. 1:29.3 mín. Guðm. náði þarna sínum bezta tíma, sem ekki er óeðlilegt, })ar sem liann æfir sig vel. Halldór synti nú í fyrsla sinni í fullorðinssundi og rná jietta heita prýðileg byrjun. Pétur stendur alveg i sama stað og frá l)ví árið áður. 100 m. bringusund, karla: 1. Sig. Jónsson, K.R. 1:20.3 mín. 2. Magnús Kristjánsson, Á. 1:20.5 m. 3. Ragnar Steingrímss., Á. 1:24.8 m. 4. Einar Davíðsson, Á. 1:24.8 mín. Eins og tíminn ber með sér, þá var keppnin milli Sigurðar og Magnúsar afar hörð og mátti ekki á milli sjá fyrr en í lokin, að Sig. var heldur fljótari að taka í við endamark. Þeir Ragnar og Einar urðu jafnir, og var kastað upp hlutkesti og kom upp hlut- ur Ragnars. 50 m. frjáls aðferð, drengja. 1. Garðar Halldórsson, Æ. 31.3 sek. 2. Ólafur Guðmundsson, Í.R. 34.0 s. 3. Gunnar Valgeirsson, K.R. 34.6 sek. Þátttakendur voru 11 í þessu sundi og syntu allir strákarnir vel. Garðar, sem er þeirra stærstur og kröftugastur synti prýðis vel. 50 m. bringusund, telpur. 1. Hjördís Hjörleifsd., K.R. 45.5 sek. 2. Anna Ólafsdóttir, Á. 47.4 sek. 3. Guðlaug Guðjónsdóttir, Á. 48.0 s. 4. Guðrún Tryggvad., Í.R. 48.0 sek. Hlutkesti réði á milli Guðlaugar og Guðrúnar. Þátttakendur i þessu sundi voru 9 og er það gleðilegt, að nú skuli vera farinn að glæðast áhuginn hjá stúlkunum fyrir þessari hollu og skemmtilegu íþrótt. 4x50 m. boðsund kvenna, (bringus). 1. Sveit Ægis 3.-Ö4.3 m. met. 2. Sveit K.R. 3:06.4 mín. 3. Sveit Ármanns 3:17.1 min. Sveit Ælgis setti þarna nýtt met á þessari vegalengd, eldra metið var 3:07.2 mín. og átti Ægir það líka. Sveit K.R. fór því líka undir meti í þessu sundi. Hinir nýju metliafar eru: Halldóra Einarsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Auður EiUarsdóttir og Kristín Eiríks- dóttir. 8x50 m. boðsund karta (frjáls aðf.). 1. Ármann 3:59.5 mín. 2. K.R. 4:08.2 mín. Að endingu vil ég láta þess getið, að mótið fór vel fram, gekk vel og greiðlega, en hinsvegar gat fólkið ekki fylgst með timakynningunni, sein var afar slæm í þetta sinn. Að öðru leyti var það Ármanni og forráða- mönnum þess til sóma. Póló Sóló.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.