Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 41

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 31 JJ^ftjJJÍciJpJögLua \_ Fréttir frá Í.S.Í. Staðfest Islandsmet: 300 m. lilaup. Hlauptínií 37,1 sek. Methafi Kjartan Jóhannsson íþróttafél. Reykjavíkur. 4x50 m. boðsund kvenna. Sundtími 3 mín. 04,8 sek. Methafi boðsunds- sveit Sundfél. Ægis. í sveitinni voru: Kristin Einarsdóttir, Ingibjörg Páls- dóttir, Halldóra Einarsdóttir og Anð- ur Einarsdóttir. Hástökk innanhúss. Stökkhæð 1,84 m. Methafi Skúli Guðmundsson, Knatt- spyrnufél. Reykjavíkur. í sambandi við þetta met skal þess getið, að stjórn íþróttasambandsins hefir tekið upp þá nýbrevtni að staðfesta inn- anhússmet. Ný sambandsfélög; .Ungmenna- og íþróttasamband Vestur-Barðstrendinga hefir gengið i Í.S.Í. í sambandinu eru 4 félög. For- maður þess er Albert Guðmundsson, Sveinseyri. Ungmennasamband Dalamanna hef- ur einnig gengið í fþróttasambandið. í því eru 6 félög með 250 félagsmönnum. Formaður sambandsins er Halldór E. Sigurðsson frá Staðarfelli, og eru þrisvar orðið Islandsmeistari, árið 1943 í 100 m. bringusundi og 50 m. brin,gusundi og 1944 í 100 m. bringusundi. Sá, sem mest iiefur bvatt mig og æft í sundi er Jón Ingi Guð- mundsson sundkennari K.R., er ég honum mjög þakklát fyrir. Að endingu vil ég beina nokkr- um orðum til ungra stúlkna. Það er áberandi bvað piltar taka meiri þált i sundmótum en stúik- urnar. Þessvegna vil ég skora á vkkur, að láta þetta brevtast í framtíðinni, svo að þátttaka af okkar itendi verði ekki minni. nú Sámbandsfélög Í.S.Í. 180 að tölu, með yfir tuttugu þúsund félagsmenn. Staðfestir íþróttabúningar: Umf. Skallagrímur í Borgarnesi hefur fengið staðfestan íþróttabúning með þessum lit: Gulur bolur, grænar buxur og gulir sokkar. Iþróttafélagið Þór á Akureyri hefur fengið staðfestan íþróttabúning: Hvít skyrta, rauðar buxur og rauðir sokk- ar. Bókaútgáfa: Að tilhlutun íþróttasambandsins- hefur verið gefin út stigatafla fyrir frjálsar íþróttir. Útgefendur eru Magn- ús Baldvinsson og Ingólfur Steinsson. Fréttir af íþróttakennurum Jón Hjartar er við störf í Reykjavík en mun starfa sem sundkennari í 2—3 mánuði. Helgi Sveinsson var í haust settur kennari við barnaskóla Siglufjarðar og starfar auk þess við gagnfræðaskól- ann. Ingibjörg Magnúsdóttir kennir við framlialdsskóla í Reykjavík. Óskar Ágústsson var í haust ráð- inn íþróttakennari að héraðsskólan- um að Laugum í stað Þorgeirs Svein- hjörnssonar, sem nú er ráðinn for- stjóri Sundhallar Reykjavíkur. Sigurður Finnsson var ráðinn í- þróttakennari til félaganna og skól- anna í Vestmannaeyjum s.l. haust. Hjálmar Tómasson er ráðinn for- stjóri sundlaugar Hafnarfjarðar. Ellert Finnbogason réðist í haust að bændaskólanum að Hvanneyri. Kári Steinsson kennir ekki i vetur. Bjarni Bachmann er héraðskenn- ari hjá héraðssambandinu Skarphéð- inn. Stefán Kristjánsson kennir við Laugarnesskólann í Reykjavík og hjá Glímufél. Ármanni. Þórhalla Þorsteinsdóttir er aftur byrjuð að starfa á Akureyri. Er kenn- ari við gagnfræðaskólann. Jón Þórisson er á Kennaraskólan- um. Helgi Júlíusson er forstjóri sund- laugar Akraness. Guðjón Ingimundarson er aftur tek- inn við störfum á Sauðárkróki. Karl Helgason tók við íþrótta- kennslu Þorgeirs Ibsens á Akranesi. Þorgeir Ibsen dvelur við fram- haldsnám í Ameríku. Nýir kennarar. Kristján Benediktsson verður hér- aðskennari í V.ísafjarðarsýslu og mun eitthvað kenna í Ilalasýslu. Karl Guðmundsson kennir i Kefla- vik, N.-Þingeyjarsýslu og Skagafirði. var í sumar kennari hjá Knattspyrnu- fél. Fram í Rvík og mun taka það starf upp aftur næsta vor. Ólöf Jónsdóttir kenndi sund á Þórshöfn og kennir þar nú leikfimi. Bodild Juul kennir leikfimi við barna- og gagnfræðáskóla Siglufjarðar. Þorgerður Gísladóttir kennir við barnar og gagnfræðaskóla Hafnarfj. Guðjón Sigurjónsson starfar í Hafn- arfirði hjá félögum og skólum. Haraldur Sigurðsson verður í vetur héraðsíþróttakennari í Eyjafjarðar- sýslu. Halldór Jóhannesson kennir við skóla og i ungmennafélögum í Svarf- aðardal. Jóakim .Pálsson var i haust settur kennari við barnaskólann á Patreks- firði. Björn Magnússon starfar á Sevðis- firði. Gunnar Huseby. I sænska íþróttablaðinu „Idrotts- bladet’1, sem nýlega hefur borizt hing- að, er skýrt frá afreki Gunnars Huse- by, K.R., s.l. sumar í kúluvarpi, og' árangri í kringlukasti beggja handa. Greinin, sem birt er á fremstu síðu blaðsins með áberandi letri undir fyr- irsögninni „Islands-fenomen 15,50 i kula‘‘, hljóðar þannig:

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.