Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 37

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 27 sjálfum sér, sem fá útrás í leika- um. Skapgerð lians, skapfesia eða ístöðuleysi, speglast einnig' í leiknum. Harðnar hann við hverja raun, missir liann kjark- inn, tekur hann röngum leik mótherja með jafnaðargeði, fyllist liann reiði og hrópar upp vfir sig? Af öllu þessu má að nokkiu marka skapgerð leikmannsins. Óvíða gefst eins gott færi á að rannsaka skapferli manna og i leik. Þar er líka hægt að laga það, sem miður fer. Leikurinn getur því i senn ver- ið vettvangur, þar sem hægt er að rannsaka og' kryfja misfellur í skapferli manna og ráða bót á þeim. Gildi leiksins. Gildi handknattleiksins, eins og reyndar allra leika, er fyrst og fremst fólgið i þeim hollu á- hrifum, sem hann hefur á sál og líkama. Hann lyftir hvorutveggju á liærra stig. Enda er oft sagt um menn, að þeir leiki með lífi og sál. Aðaleinkenni handknattleiks- ins er þó það, að liann er leikur handarinnar öðrum leikum frem- ur. Þar reynir í senn á næm- leika, lægni og þrótt liandarinn- ar. Þar er fjölbreytnin óþrjót- andi. Léikurinn krefst og snerpu, skjótrar hugsunar, skarprar sjón- ar. Leikmaður verður þvi að öðl- ast þessa eiginleika, ef hann ætl- ar að verða góður leikmaður, og hann getur það, ef hann temur hugann og sjónina meira af viti en striti. í leiknum reynir mest á hend- u r og fætur. Þar er ekki hætta á ofþjálfun neins sérstaks hluta líkamans. Hin sifelda sveifla, sem er á handleggnum, losar um öxlina. Er það mikilsvert. Kapp er bezt með forsjá, og svo er um handknattleik. Hann er erfiður og krefst æfingar, þvi að hún eykur þolið og eflir hjaria og lungu, sem mjög reynir á. Á- hrif leiksins á sálina eru bæt- andi, sé hann drengilegur. Hann kennir mönnum bæði að vinna og tapa. Lífið er nokkurskonar leikur, þar sem skiptast á sigur og tap. Gleði manna og ógleði i lífinu ldjóta að fara eftir því, hvernig þeir taka sigri og tapi. Leikir eru einn veigamesti þáttur upeldisins. Á þeim árum, er mestu ráða um framtið ein- staklingsins, þarf að hafa hcll áhrif á hann. Það þarf að ala hann upp við starf og leik að starfi loknu. Hann verður að taka á i hvorttveggj a, því að í átak- inu vex liann. Með þeim hætti eignast hvert þjóðfélag bezta leikmenn á leikvangi lifsins. Handknattleiksmót. Hér birtast árangrar og úrslit tveggja handknattleiksmóta frá því í sumar, en ]iað eru Hraðkeppnismót og Handknattleiksmót Ármanns. Hraðkeppnismót Ármanns uppstign- ingardag 18. maí 1944 kl. 2. 1. 1 eikur • Val ur—V í kingur 4.3 2. — Haukar—F.H. 12:7 3. — Ármann—Fram 7:6 4. — Valur—Ármann 13:9 5. Valur—Haukar 15:8 Þetta var útsláttarkeppni. Vikingur sigraði 1943. Dómari Baldur Kristjónsson. Handknattleiksmót Ármanns. Karl- ar, 11 manna lið. - Ágúst 1944. Ármann—Haukar 7—4 Valur—Vikingur 10—1 Víkingur—Ármann 8—4 Valur—Haukar 11—8 Karl //. Bjarnason, Glímusongur Karl H. Bjarnason, dyravörður í Arn- arhvoli, gerði þennan glímusöng í til- efni af glímuför ungmennafélaga af Eyrarbakka austur í Hreppa 1912. Nú skal sýna þrek og þorið þar seni drengir takast á, merki vort til vegs sé borið, vei sé þeim er hopar frá. Sýnið drengir þol og þorið, þrekin tökin, mjúk og kná. „Iieilir Vormenn“ hreysti snjallir, hefjið „fagra leikinn“ skjótt, takið saman einn og allir, engan bili hug né þrótt. Nú að hildi hreysti snjallir, hart sé varist, fast sé sótt. Nú er tíð að hefjast handa hreysti fjáðri æskuþjóð, ei mái fyrnast frónskra stranda frelsið glæst og hetju tjóð. Áfram drengir! Hefjist handa, helgið ættjörð lif og blóð! K. H. fí. Víkingur—Haukar Valur—Ármann Stig: Valur 6 Víkingur 4 Ármann 2 Haukar 0 10-—3 7—4 28:13 mörk 19:17 — 15:19 — 15:28 — Víkingur sigurvegari 1943. Dómari Baldur Kristjónsson.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.