Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 42

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 42
32 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ „Þegar blaSið'var að fara í pre'ntun kom tilkynning um það frá islenzku sendisveitinni í Stokkhóhni, að Gunn- ar Huseby hafi' í júlí í sumar sett nýtt íslenzkt met i kúluvarpi með 15,50 m. og í ágúst í kringlukasti beggja handa með 73,34 m. Kf þessi árangur er réttur kannske fenginn með sameiginleguiu æfingum með amerískum herniönn- iini í landinu — er Huseby ef ti! vill nú hezti kúluvarpari Evrópu; að minnsta kosti einn af þeim allra beztu. Árangurinn í kringlukastinu <t beggja handa, samanlagt liægri og vinstri". Idrottsbladet“ er stærsta iþrótta- blað, sem gefið er út á Norðurlönd- um og er mjög útbreytt. Sundlaug í Ólafsfirði. Iþróttafélagið „Sameining“ í Óiat's- firði hefur að undanförnu unnið að byggingu sundlaugar, og er gert ráð fyrir að bún verði fullgerð og komist í notkun á næsta vori. Þetta er úti- sundlaug, 8x25 m. að stærð, með stór- um og fullkomniim búnings- og bað- klefum, gufubaðstofu, kennaraherbergi o. fl. Laugin fær heitt vatn frá hita- veitu Ólafsfjarðar. Samkvæmt laus- legri áætlun er gert ráð fyrir að laug- arbyggingin kosti um 200 þús. kr. „Sameining“ hefur ákveðið að koma upp íþróttavelli svo fljóft sem unnt er, og hefur honum þegar verið ákveðinn staður á skipulagsuppdrætti kaupstaðarins. íþróttafélagið „Höfrungur“ á Þingeyri í Dýrafirði varð 40 ára 20. des. s.l. Aðalhvatamaður að stofn- un félagsins og fyrsti formaður, var Anton Proppé. Er þetta eitt af elztu íþróttafélögum landsins. Tvair nýjir skíðaskálar hafa verið teknir í notkun í nágrenni Reykjavíkur í haust. Eru það skáli Knattspyrnufélagsins Víkings hjá'Kol- viðarhóli og skáli Glímufélagsins Ar- manns í Jósefsdal. Báðir þessir skál- ar eru myndarlegir og félögunum til sóma. íþróttabandalag á Akureyri. í desembermánuði var stofnað í- þróttabandalag á Akureyri og standa að þvi þessi félög: íþróttafélag Menntaskólans á Akureyri, Knatt- spyrnufélag Akureyrar, íþróttafélagið Þór, Golfklúbbur Akureyrar, Skauta- félag' Akureyrar og Sundfélagið Grettir. íþróttahús á Akranesi. Iþróttafélögin á Akranesi hafa unn- ið að því sameiginlega í haust að koma upp hjá sér iþróttahúsi og hef- ur öll, eða mest ö!l, viniia verið sjálf- boðavinna. Húsið er 13x30 metrar að flatarmáli og 5.60 m. hátt. í húsinu verður 13x24 m. stór salur en auk þess svo búningsherbergi og biið. Skíðafélag Reykjavíkur efndi í fyrravetur, frá janúarbvrjun til aprílloka, til 22ja skíðaferða ineð 1777 þátttakendur. Er þetta einna mesta þátttaka i skíðaferðum, sem um getur í sögu félagsins, og bendir jafnframt til stóraukins áhuga Reyk- vikinga l'yrir skíðaíþróttinni. Félagið telur nú 792 félaga, og ]>ar af bættust 102 við á árinu. Formaður þess er Kristján Ó. Skagfjörð stór- kaupmaður. Boðsundskeppni lögreglumanna í Reykjavík fór fram í Sundhöllinni í byrjun des. s.l. Fóru leikar þannig að sveit Pálma Jónssonar sigraði á 7:52,9 niín. Keppt var í 10 manna sveitum, um verðlaunagrip, sem Jón- atan Hallvarðsson sakadómari hefur g'efið. Sundhöll Reykjavíkur. Þorgeir Sveinbjarnarson fram- kvænidastjóri Í.S.Í. hcfur verið ráð- inn forstjóri Sundhallar Reykjavíkur, i stað ungfrú Sigríðar Sigurjónsdótl- ur, sem látið hefur af starfinu. ITm- sækjendnr að starfi sundhallarstjór- ans voru 10. Finnska stigataílan komin út á íslenzku. Nýlega er komin út á íslenzku bók, sem lengi hefur vantað hér á landi ng er það „Stigatafla fyrir frjálsar í|iróttir“. Bókin er gefin út að tilhlutan f.S.Í. en kostnaðarmenn eru Magnús Rahl- vinsson og' Ingólfur Steinssoh. Stigataflan er mjög nauðsynleg handbók fyrir íþróttamenn og' félög, því að í lienni er hægt að sjá hvað af- rek allra íþróttagreina, sem iðkaðar eru hér á lantli gefa mörg stig. Þ;,u félög, sem enn hafa ekki tryggt sér eintök ættu að gera jiað hið fyrsta og senda pantanir til Magnúsar Bald- vinssonar, Frakkastig 17. Reykjavik. Sundhöll Reykjavíkur. Alls sóttu 250.409 manns Sundhöll- ina á árinu 1944, en árið áður sóttu hana 227.004 manns og hefur bað- gestum því fjölgað i'in 23.345 á árinu. Kappglíma í Vsstmannaeyjum. Kappglimur hal'a ekki verið háðar í Vestmannaeyjum um nokkurra ára skeið, þar til nú rétt fyrir áramótin að keppt var þar i islenzkri glímu. Keppendur voru alls 8. Voru 5 úr íþróttafélaginu Þór og 3 úr Knatt- spyrnúféláginu Tý. Leikar fóru þannig að Þorvaldur Ólafsson (Þór) bar sigur úr býtum. Orðsending frá afgreiðslumanni. Þeir kaupendur og útsöhimenn íþróttablaðsins, sem ekki eru ennþá búnir að gera skil fyrir 8. árgang blaðsins, eru vinsamlega beðnir að senda það hið allra fyrsta, í ábyrgð- arbréfi eða póstávisun, til afgreiðslu- manns, Þórarins Magnússonar, Hað- arstig 10, Reykjavík. íþróttablaðið er að þessu sinni 32 bls. og er ár- ganginum þar með lokið. i--1------------------- —" ÍÞRÓTTABLAÐIÐ. Útgefandi: íþróttablaðið h/f. Ritstjóri: Þorsteinn Jósepsson. Ritnefnd: Benedikt Jakobsson, Þorsteinn Einarsson. Blaðstjórn: Ben. G. Waage, Kristján L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson, Þorst. Einarsson. Afg-reiðslum.: Þórarinn Magnússon, Haðarstíg 10. Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst- hólf 367, Reykjavik. Verð: Kr. 20.00 pr. árg. Kr. 2.50 pr. tbl. Herbertsprent ------i--------------------------i

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.