Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 29
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 19 Veggmúlverk frá Titusarbaðstofuniim í fíóm, sem sýnir skeggjaðan kennara tvfa 3 unglinga í leik þar sem notað- ir eru 6 knettir. aðeins halda mér við tímaá- kvarðaðar lieimildir. Leikur, sem svipar til knatt- spyrnunnar, er nefndur í fvrsta skipti í elzta hetjukvæði íra „Uxaránið í Kualgne“, sem lík- ast til er frá 7. eða 8. öld. í kvæð- inu er getið knattleikjar, þar sem leikið er með stöfum og knött- um og reynt er að reka knettina áfram í liolu. „Honuin (söguhetjan Cuchulinn 7 ára gamall) var sögð sagan um drengina i Emain. Þeir eru 3 sinnum 50, sem leika sér að knetti.“ „Cuchulinn leggur af stað og tekur tréskjöld sinn og leik- spjót, knatttré og knött.“ „Þá kasta þeir allir knöttunum í hann og liann lætur þá lenda á brjósti sér. Þá kasta þeir 3 sinnum 50 knatttrjám í lnmn, en hann vék undan þeim svo ekkert snarl hann og liann tók knippi af þeim á bak sér.“ „Annan dag lék liann knatt- leik á leikvellinum fvrir austan Emain. Hann lék einn gegn 3 sinnum 50 drengjum. Hann sigr- aði þá í hverjum leik. Því næst réðust strákarnir á hann og með hnefunum drap liann 50.“ — „Þá stóð Cuchulinn upp gegn honum og sló höfuðið af honum með knatttrénu og hóf að reka knötl- inn eftir sléttunni.“ „Drengirnir voru á leikvellinum, en hlupu þar til, er þeir heyrðu óp kvenmanna. Þegar drengirnir sáu hina dökku menn, flýðu allir, nema Chuchu- linn. Hann kastaði grjóti og' sló um sig með knatttrénu. Hann drap 9 þeirra, en eftir lágu 50 særðir.“ — „Hann (Conchobar) sá þá Cueliulinn reka knöttinn gegn hinum 3 sinnum 50 drengj- um. Ef þeir vildu reka knöttinn í holu, þá fyllti hann holuna með knöttum sínum og þeir gátu ekki hindrað hann i því, og þegar þeir köstuðu knetti að holu, gætti liann holunnar einn, svo að eng- inn knöttur féll í holuna, og sama var liversu marga bar að.“ „Þegar þeir tókust á, varpaði hann hinum 3 sinnum 50 drengj- um lil jarðar. Þeir g'átu ekki skellt honum. Sama var hve margir reyndu.“ „Um kvöldið mætti Cuchulinn óðum lmndi. Hann kastar frá sér knetti og knatttré og grípur dýrið og sher því við til bana.“ Auðvelt er að sjá af af- rekum hetjunnar, þau atriði sem einkenna hina fornu vestrænu knattleiki. Barátlan um knöti- inn, sem á að reka í mark — i kvæðinu i holu — reiðin vfir því að geta ekki haft sig nóg i frammi, handalögmál, sár og manndráp. Fitz Stephan minnist á leikinn á 12. öld. Hann segir að dreng- irnir fari lil knattleiks úti á viðavangi hvern Skirdag. Hann getur þess sérstaklega, að allir þekki leikinn (ludum pilæ cele- hrcm)1) og 1311 hafi Edward II. J) The Badniinton Library, Foot- ball, London 1899. gefið út hann gegn iðkun hans, því að Jeikið liafi verið með stór- um knöttum og leikurinn hafði svo mikinn hávaða í för með sér. Eftirkomendur hans bæði a Englandi og Skotlandi endurnýj- uðu bannið, vegna ofsa og slys- fara og vegna þess, að hann héít fólkinu frá iðkun bogskots, en herskylda Breta var þá komxn undir færni ibúanna i bogskoti. írland gerði undantekningu frá þessu banni með lögum út- gefnum í Galway 1527. Þar stend- ur, að allar íþróttir sem trufli bogskot, séu bannaðar, nema knattspyrna með stórum knetti Sir Thomas Elyot getur leiksins í bók sinni: The Governour“ „Leikurinn er skepnulegur æði- og ofsaleikur, sem hefur í för með sér sár og vekur hefnigirnd og vonzku lijá þeim, sem særist og af þessu ætti léikurinn aldrei að nefnast á nafn.“ Kirkjunnar inenn bannfærðu knattspyrnuna, vegna þess að liún teymdi fólkið frá kirkjunni: „Drottinn, stöðva iðkun þessa leiks á sunnudögum,“ skrifar Stabbes. „Hver er svo blindur, að bann sjái ekki að iðkanir hans draga úr guðsótta okkar og dyggðugu líferni, en leiðir okkur í freistni syndugs og gálauss Unglingur, sem leiknr sér að ,,Follis“.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.