Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 29 sækja, en er ver um sig vegna niót- bragðaleikni andstæðingsins, þannig Iíður góð stund, að ekki má á niilli sjá. Nú byrja báðir sókn, G. G. re.vnir að ná vinstra klofbragði sem mis- tekst, en G. A. nær jjá nafna sínum í lága. sm'ðglímu, sem var blandin klofbragði. Þá brá G. (i. fyrir sig hand- vörn. Þungi beggja lendir á hand- leggnum, sem fer úr liði. Læknir lag- ar strax handlegginn, en Guðm. G. stendur upp og gengur út sem hetja. Áhorfendurnir klappa og eru hrifnir af framkomu hans. Þetta er eina by'ta Guðm., en hann átti eftir að glíma við einn keppandann og var það ó- happ fyrir sig — ]>að orsakaði að glímur Guðm. eru ekki reiknaðar með. Engum duldist að Guðm. G. er af- burða glímumaður og er mjög líkleg- ur til að ná glímukappatign bráð- lega. Finnbogi Sigurðsson lét ekki hlut sinn, nema fyrir Guðmundunnm, en Sigurður Hallbjörnsson gerði honum erfiðan einn vinning — enda stóð viðureign þeirra Sigurðar og Finn- boga lengi yfir. Fyrri lotan hallaðist á Finnboga, en sú seinni var Ijót, og virtist Sigurður lítt kæra sig um að verða glímusnillingur íslands í þetta sinn. Sigurður er þjálfaður í sókn og vörn en með óþjálfað glímumanns- skap. Það er sérstaklega vert að gela aðaibragðs Finnboga, sem var hæl- krókur aftur fyrir báðar fætur á loíti, ágætlega tekinn, einnig krækja af vinstri. Handleggirnir virtust vera bæði í sókn og vörn, nokkuð stifir, sem gerði glímurnar ekki nægilega giæsilegar, miðað við yfirburði i mörgum glímum. Haraldur Guðmundsson hefur gott skap sem glimumaður, en hann steig glímuna skakkt, þannig að vihstri fótur er innskeifur i vinstri hliðar- sókn, verður við það bragðstuttur og missir þannig tækifæri, að láta tekið bragð verða úrslitabragð. Hann sýndi framför í vörnum, er spáir .góðu um framtíðina. Kristinn Sigurjónsson og Davíð Hálfdánarson má telja mjög líka glímumenn. Báðir eru fjölhæfir. Þeir sýna ekki ofurkapp eða ljóta glímu, og eru oft í fremstu linu sem sigur- vegarar. Einar Ingimundarson var yngsti keppandinn, aðeins 18 ára. en hann gekk nokkuð þungt til leiks. Hann var mistækur en fremur sigur- sæll. Hann fékk dómarana á móti sér í einni glímunni, og bitnaði sú and- staða furðu mikið á hinum keppand- anum, Kristni Sigurjóussyni. Það hefði sennilega verið réttara að á- minna Einar á réttu augnabliki. að glima vel, en það var viðkomandi glímustöðunni og ofurkappinu. En bragðið sjálft tel ég ekki níðbragð. Andrés Guðnason glímdi mjúkt en óvanalega snerpulítið, munu skrif- stofustörf hans valda þar nokkru um. Hann glímdi aldrei illa og er drengi- legra. að iiggja fyrr en að fara að bolast. Hallgrímur Þórhallsson glímdi of hikandi fyrst og var þessvegna ekki sigursæll. En seinna í keppninni breytti hann um glímuaðferð og' reyndist því betri sem á keppnina leið. Virtist liann þurfa fyrst að kynnast sunnlenzkri aðferð, að loftvarnir eru e.kki öruggar ef sækjandi kippir verjanda fast að sér áður en honuni er lyft. Einnig virtist hann hafa fæt- ur of mikið saman í loftvörninni, en hann glimdi alltaf hvatmannlega og stpð beinn milli bragða öðrum frenmr. Gunnlaugur Briem er lipur i sókn og vörn, hann hefur fjaðurmagnaðar hreyfingar, og sýndi sömu prúðu framkomuna við sigur og tap. Geri aðrir slíkt hið sama. Að aflokinni glímukeppni afhenti forseti Í.S.Í., Benedikt G. Waage, sig- urvegaranum Guðmundi Ágústssyni bæði kappglímu- og fegurðarglímu- verðlaunin, og þar með hlaut Guð- mundur nafnbótina glímukappi og glímusnillingur íslands. Forseli Í.S.Í. niæíti nokkur ávarpsorð til martn- fjöldans i tilefni þessarar fullveldis- glímu, og hvatti alla að vinna að efl- ingu þessarar þjóðaríþróttar. Þar næst ávarpaði doktor Alexander Jó- hannesson glímukappann Guðni. ^g. og færði honum frá ríkisstjórn íslands fagran bikar. Lét mannfjöldinn ó- spart fögnuð sinn i Ijós með húrra- lirópum, en glímumennirnir stiltu sér upp, og kvöddu með fánakveðju. Þótttakendur í tslandsglímunni

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.