Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 11

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 11
Sagt frá störfum og spjallað við Guðmund Þórarinsson, frjálsíþróttaþjálfara Frjálsar ístað frúar• • • Hann er þéttur á velli og þéttur í lund og hefur unnið ótrúlegt starf við uppbyggingu frjálsra íþrótta. Þótt hann sé mikill og stór á marga kanta þá virðist mörgum sem hann láti lítið á sér kræla opinberlega. 1 staðinn einbeitir hann kröftum sínum að félögum sínum og vinum, innan þess félagsskapar sem hann hefur tekið annáluðu ástfóstri við. Hann hefur eflt dáð og þroska margs ein- staklingsins, virkjað eiginleika hjá æsku- fólki sem flotið hefur hálf stjórnlaust með straumnum. Hann hefur átt drjúgan þátt í að efla mönnum traust á mikilvægustu þáttum hverrar persónu, eigið sjálfstæði og frumkvæði. Þannig hefur hann skapað þjóðfélaginu verðmætari einstaklinga, ein- staklinga sem honum sjálfum þykir vænt um og þykja vænt um hann. Um hvern er verið að tala hér? Jú, þessi lýsing á við einn þeirra manna, sem unnið hafa mikið starf á sviði íslenzkra íþrótta, þann einstakling sem mest hefur lagt að mörkum til þeirra framfara sem orðið hafa í íslenzkum frjálsíþróttum síðustu 10 árin. Þessi lýsing á við Guðmund Þórarinsson frjálsíþróttaþjálfara ÍR, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Guðmund Þórarinsson þarf ekki að kynna fyrir vinum hans og þeim sem þekk- ingu hafa til að meta starf hans og persónu að verðleikum. En fyrir hina, þá er rétt að taka fram að síðustu 10 árin, eða frá því hann kom heim eftir vel heppnað tímabil við þjálfun í Svíþjóð, þá hefur Guðmundur verið þjálfari og hugsuður frjálsiþrótta- deildar íþróttafélags Reykjavíkur, en á þessum árum hefur hann alið upp marga einstaklinga sem sett hafa, og setja enn, svip á íslenzkar frjálsíþróttir. Þeir einstaklingar sem virina að þjálfun í íþróttum eru að jafnaði umdeildir menn, bæði á íþróttavöllunum og í þjóðfélaginu. 1 þessu efni er Guðmundur engin undan- tekning. Hann hefur átt sína gagnrýnendur, rétt eins og aðrir. Þeir eru og margir sem ekki hafa þolað þá velgengni sem fylgt hef- ur Guðmundi í hverju því er hann hefur tekið sér fyrir hendur. Þeir hafa reynt að rægja hann í orði, þótt á borði séu það verkin sem tala og varðveitast sem minnis- varði um mikla menn. En eins og gildir um alla kletta úthafsins, þá brotnar allt pus á Guðmundi, og eftir stendur maður sem með hverju árinu eykur á virðing sína. Sú virðing er áunnin vegna mikillar fórnfýsi og ósérhlífni við mikilvæg æskulýðsstörf. Þann tíma sem Guðmundur hefur starfað að frjálsíþróttamálefnum, síðan hann kom heim frá Svíþjóð, hafa frjálsíþróttir á ís- landi átt mikilli velgengni að fagna, en Guðmundur hefur þjálfað upp og alið flesta þeirra einstaklinga sem nú eru einna at- kvæðamestir í keppnum. Þá hefur 11

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.