Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 17
,,Verðum að fá fleiri þjálfara. “ að skipuleggja starf sitt eða fólksins á einn eða annan hátt. Ég tel að það þurfi að skipuleggja aðalstörfin ofan frá, þ.e. frá æðstu stjórn frjálsíþrótta hér. Þetta er hlut- verk FRf, því í lögum þess og reglugerðum stendur að hlutverk sambandsins sé að hlúa að og vinna að framgangi frjálsíþrótta í landinu. Án þjálfara og skipulegs starfs verður enginn framgangur í frjálsíþróttum hér, það þýðir ekkert að slá hausnum við stein varðandi það. Ástandið í þjálfunar- málum íslenzkra frjálsíþrótta er verra í dag en nokkru sinni fyrr, að mínu viti, sagði Guðmundur, en vegna reynslu sinnar og þekkingar má reikna með að Guðmundur hafi talsvert til síns máls. Það hljómar einnig nokkuð sérkennilega, eins og Guð- mundur segir, að þjálfarar hafi ekki verið spurðir eins né neins varðandi skipulagn- ingu þessara mála. Afreksmönnum verður að sinna Þegar talað er um þjálfun frjálsíþrótta- manna og fundið að því skipulagsleysi sem ríkir hérlendis í þeim efnum, þá má ekki gleymast að þrátt fyrir gang mála eru til þeir einstaklingar sem láta slíkt ekki of mikið á sig fá en nota hinsvegar ýmis tækifæri og góða aðstöðu til að ná fram góðum árangri, bæði á eigin spýtur og með aðstoð þjálfara. Margir hafa leitað erlendis með aðstöðu en sumir æfa hér heima með ágætum. Þar sem þessir íþróttamenn leggja mikið og hart að sér, spurði íþróttablaðið Guðmund um af- stöðu hans til málefna hinna svonefndu „afreksíþróttamanna“ frjálsíþróttanna. — Ég hef sjálfur aldrei hugsað um af- reksmennina meira en hina sem minni eru ,,Frumskilyrði að menn æfi vel og reglulega. “ að getu. því það er nokkurn veginn jafnerf- itt að fá hina lakari til að bæta sig og þá betri. Það er feykilega erfitt fyrir hvern sem er að bæta sig, hvar svo sem hann stendur í æfingaröðinni. Hinsvegar er ég alveg klár á því að það er gert of lítið fyrir afreksmenn- ina. Fyrir þá verðum við að gera eitthvað þannig að þeir fái sjálfir eitthvað út úr því, en þeir fá mjög lítið vanalega út úr lands- keppnum, þó svo að ég telji sumar þeirra nauðsynlegar í heildarstarfinu, eins og t.d. Kalott keppnina. Það þarf að efna til skipulegra keppnisferða fyrir afreksmenn- ina þar sem þeir taka þátt í einstökum mót- um og mæta verðugum andstæðingum, því svona túrar gefa vanalega mörg fslandsmet og persónuleg met en á slíku þurfum við einmitt mikið að halda. Það eru að vísu margir sem fara erlendis á sumrin til betri keppni og betri æfingaaðstæðna, en þetta gera krakkarnir flestir á eigin kostnað og að eigin frumkvæði, með aðstoð félaganna en ekki fyrir tilstuðlan FRÍ eða aðstoðar það- an, a.m.k. svo orð sé gerandi á. Fleiri á Olyrnpíuleiki Þegar minnst er á utanferðir og þátttöku í keppnum á erlendri grund, spurði íþrótta- blaðið Guðmund næst um afstöðu hans til þátttöku íslendinga í Ólympíuleikunum, en keppni sú hefur vanalega verið talin helzta hátíð íþróttanna, frjálsíþróttaanna a.m.k., en Guðmundur var einmitt þjálfari íslenzka frjálsíþróttahópsins sem tók þátt í leikunum í Montreal á síðasta ári. — Mér finnst sjálfsagt fyrir okkur að taka þátt í þeim. Ég vildi helzt að fleiri frjáls- íþróttamenn hefðu verið sendir þangað í fyrra og fleiri verði sendir í framtíðinni. Það ,,Uppgangur ÍR-inga árangur unglingastarfs- ins í félaginu. “ er náttúrulega alltaf hvimleitt að verða síð- astur í íþróttakeppni, en ég sá á síðustu Ólympíuleikum að við erum alls ekki síð- astir. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við förum ekki þangað til að vinna, heldur meira til að kynnast hlutunum. Það er geysimargt sem kemur fram á Ólympíu- leikum, sem ekki kemur fram nema á fjög- urra ára fresti, hvað áhöld og búnað snertir og finnst mér að vallarstjórar og formaður tækninefndar FRÍ ættu að vera viðstaddir leikina og sækja fundi þeirra sem skipu- leggja þar og leggja til hlutina. fþróttamenn og fylgdarmenn þeirra hafa þarna góðan tíma til að fylgjast með öðru íþróttafólki við æfingar og kynnast því, og geta þannig lært margt og mikið. Sjálfur eyddi ég öllum þeim tíma sem ég hafði úti á vellinum, og þar sá maður geysimargt sem á eftir að koma manni að notum. Auðvitað verður að vera eitthvert lágmark og einhver skilyrði fyrir þátttöku í Ólympíuleikum, en ég tel að stefna beri að því að senda 10—12 manna hóp frjálsíþróttamanna næst, því í keppninni í Montreal voru allir við sitt bezta eða á sínu bezta, en meira er varla hægt að krefjast, sagði Guðmundur. Fleiri þjálfara og betri aðstöðu Eins og málin standa í dag dregur það enginn í efa að íslendingar eiga ekki nema um 10 frjálsíþróttamenn sem geta keppt á erlendum stórmótum án þess að verða sjálfum sér eða þjóð sinni til skammar, ef svo mætti segja. Er það mikið til afleiðing þess að fáir geta æft við sæmilegar aðstæður hérlendis og enn eru ekki margir sem leita erlendis til lengri tíma vegna æfinga. Við 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.