Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 41

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 41
í spretthlaupum hefur við- bragðið mikið að segja, og er greiniiegt að Vilmundur tekur mikið á er þessi mynd var tekin. svona langt, þrátt fyrir þetta og mér fannst það skrýtið að þeir spurðu mig mikið hvernig ég æfði og hvað ég gerði. Þeir átta sig ekkert á því hvað þeir hafa góðar að- stæður, þeim finnst slíkt sjálfsagt. Aðstöðuleysi Þegar Iþróttablaðið ræddi við Vilmund var hann nýkominn úr Verzlun O. Elling- sen, þar sem hann hafði verið að kaupa sér blýþynnur í þeim tilgangi að sauma þær inn í vesti og þyngja sig þannig til að fá meiri kraft. Einnig hafði Vilmundur orðið sér úti um tvær hjólhestaslöngur, sem hann brá yfir sig og notaði þær síðan sem viðnám við æfingar sínar. Þetta þætti heldur frumstætt erlendis, þar sem til eru fullkomin tæki til þessara æfinga. Þótt hlaupið sé rétt að hefjast er Vilmundur þegar kominn fram úr keppinautunum. Var með- eða mótvindur? — Jú, því er ekki að neita, að aðstöðu- leysið hefur verið mér fjötur um fót, sagði Vilmundur, — og m.a. þess vegna er ég á eftir. Hér á landi verða spretthlauparar að æfa innanhúss í níu mánuði á árinu, og hér er ekki til hús fyrir slíkar æfingar. í Bald- urshaga, er reyndar 50 metra braut. en maður getur aldrei orðið góður með því að æfa við slíkar aðstæður. Það sé ég bezt á strákunum sem ég er að keppa við hérna. Magnús Jónasson og Sigurður Sigurðsson sem æfa þarna að jafnaði, eru mjög góðir á 50 metra spretti og standa mér þar fyllilega jafnfætis, ef ekki framar. En seinni 50 metrum 100 metra hlaupsins ná þeir ekki, einfaldlega af því að þeir hafa ekki haft aðstöðu til að æfa. Ég er viss um að Magnús Jónasson gæti hlaupið á 10,3 sekúndum hefði hann betri æfingaaðstöðu og nefni sem dæmi að í úrslitakeppni bikarkeppni FRl í 100 metra hlaupi var hann vel á und- an mér eftir 25 metra, við vorum jafnir efttir 50 metra, en síðan kom ég langt á undan honum í markið. Að auki er íþróttamönn- um sem æfa við svo ófullkomnar aðstæður miklu hættara við meiðslum en hinum. Þegar þeir koma út úr húsinu og ætla að fara að hlaupa 100 metra hlaup, er líkaminn hreinlega ekki undir seinni 50 metrana bú- inn. Lyftingaaðstaðan hér er líka mjög tak- mörkuð. Um svokallaðar hreyfilyftingar er ekki að ræða. Tækin eru í litlu herbergi og þar verða menn að gera æfingarnar sínar, og þar af leiðandi ná þeir ekki að þjálfa vöðvana rétt upp, né ná samræmingu á vinnslu þeirra. Þar sem ég er við nám er bærileg inniaðstaða fyrir lyftingar og þess Gaman að strika út gömul ártöl Sl. sumar náði Vilmundur því takmarki að bæta elzta íslandsmetið í frjálsum íþróttum, en það var í 200 metra hlaupi. Methafar voru þeir Haukur Clausen og Hilmar Þorbjörnsson. Að auki jafnaði Vil- mundur metið í 100 metra hlaupi. — Var það ekki ánægjulegt að ná metinu í 200 metra hlaupinu, spurði Iþróttablaðið? — Metið í 200 metra hlaupinu hlaut að koma hjá mér, og ég verð að segja það eins og er að mér finnst ákaflega ánægjulegt að háttar, en við skólann er enginn tartanvöll- ur. 41

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.