Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 43

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 43
,,Ég er á eftir beztu spretthlaupurunum og verð því að ástunda æfingar enn kappsamlegar. “ strika gömul ártöl út af metaskránni. Hversu oft fáum við sem erum að æfa og keppa núna ekki að heyra það, að við séum nú ekki mikið — það hafi verið munur í gamla daga, þá hefðum við átt íþróttamenn. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim afrekum sem þá voru unnin. Þvert á móti voru íþróttamennirnir þá rnjög góðir. En má ég benda á að landslið okkar nú er margfalt betra en það var á svonefndum gullaldar- árum, jafnvel þótt við séum slakari, þegar miðað er við aðrar þjóðir. Þeim hefur einf aldlega farið meira fram en okkur. Að auki má svo minna á að í „gamla daga“ höfðu íþróttamennimir fólkið með sér. Það kom á völlinn og hvatti þá til dáða. — Hefur hvatning áhorfenda mikið að segja? — Já, það held ég. Ég fann það bezt á Reykjavíkurleikunum hvað það var gaman að hafa fólkið. Um það hvort það skipti sköpum að ég vann Bandaríkjamanninn þess vegna vil ég ekki fullyrða. En það var ótrúlega mikil upplyfting að fá hvatningu og hjálp frá áhorfendunum. Góður kjarni — Eigum við möguleika á að ná upp góðu frjálsíþróttalandsliði? — Möguleikana eigum við, það er hægt að fullyrða og benda á frammistöðu krakk- anna á Andrésar-Andarleikunum um dag- inn sem dæmi. Efniviðurinn er fyrir hendi, en hérlendis verða mikil afföll. Þegar fólk eldist og þarf að fara að herða á sér við æfingarnar tekur annað við, m.a. hið svo- nefnda lífsgæðakapphlaup og steinhúsa- byggingar. Það situr í fyrirrúmi. Einnig gefast margir upp vegna fyrrnefnds að- stöðuleysis. Það eru aðeins þau hörðustu sem halda áfram, fólk sem ákveður innra með sér að ná langt. Þar er hægt að nefna Ingunni Einarsdóttur, Hrein Halldórsson og Óskar Jakobsson sem dæmi. Þetta fólk á fyrst og fremst elju sinni að þakka hversu vel það stendur sig. — Eins og er, þá er hér að myndast góður kjarni, sagði Vilmundur, — flestir þeir sem eru í karlalandsliðinu æfa vel og reglulega og ætla sér mikið og hér eru einnig 4—5 stúlkur sem æfa vel. — Er mikill félagsrígur? — Það held ég ekki, ég hugsa að minnsta kosti ekki um hann, þótt auðvitað sé ég gallharður KR-ingur. Ég á ekki síður vini í hinum félögunum og mér finnst það skipta miklu meira máli hvort viðkomandi hefur áhuga og nær árangri, en í hvaða félagi hann er. Veit ekki um lyfjanotkun Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ásmund Brekkan lækni, þar sem staðhæft var að lyfjanotkun íslenzkra íþróttamanna væri staðreynd. Síðan hefur þetta mál verið nokkuð á dagskrá. Vilmundur var spurður um hvort hann teldi að um slíka hormónalyfjatöku afreks- íþróttamanna væri að ræða. — Ég verð að játa, sagði Vilmundur, — að ég skil ekki almennilega hvað læknirinn átt við. Hefði ekki verið réttara að segja að lyfjanotkun eins íslenzks íþróttamanns væri staðreynd. Sjálfur hef ég ekki orðið var við að afreksíþróttamenn notuðu slík lyf, hvorki hérlendis né í Englandi, en maður hefur auðvitað heyrt ýmsar fullyrðingar um að kastarar, lyftingamenn og jafnvel júdó- menn notuðu þetta. — Það er vissulega ekki eðlilegt að íþróttamenn noti lyf sem eyði- leggja heilsu þeirra í þeirri von að bæta ár- angur sinn svolítið, en ég vildi að það væru til einhver lyf sem ekki væru skaðleg, þannig að við Islendingar gætum staðið jafnfætis öðrum. Það væri ekki amalegt að geta hellt í sig einhverjum töfradrykk, eins og kapparnir gera í myndasögunni Ástríkur, eða borða spínat eins og Stjáni blái og verið allir vegir færir á eftir. Bandaríski hlaupar- inn sem keppti við mig á Reykjavíkurleik- unum í sumar sagði mér, að hann næði sín- um bezta árangri þegar hann hefði fengið það sem hann kallaði „doctor treatment", en ég veit ekki við hvað hann átti. Hitt er staðreynd að víða erlendis, fá íþróttamenn sérstaka meðhöndlun hjá læknum sem er þeim mjög veigamikil. Ef þeir meiðast geta þeir komist að strax, og fengið sérstakt nudd. eða þá meðferð sem hentar I hverju tilfelli. Þetta er orðið geysilega þróað sér- staklega I Austur-Evrópu og Bandaríkjun- um, og kemur íþróttafólkinu mjög til góða. — Neytir þú sérstakrar fæðu? — Nei, ég er mikill matmaður og borða það sem að mér er rétt. Á sumrin reyni ég reyndar að neita mér unt mjólkurmat, og reyni að létta mig, og á veturna tek ég tölu- vert af vítamínum, sérstaklega E-vítamíni. 43

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.