Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 45

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 45
Lítill tími til að hugsa — Um hvað hugsar spretthlaupari á þeim sekúndum sem hlaupið stendur, — eru það keppinautarnir sem hann einbeitir sér að, eða fer hann jafnvel með vísur eða bænir þegar hann er að hlaupa? Vilmundur svar- aði spurningunni: — Þegar maður keppir í 100 og 200 metra hlaupi getur maður lítið hugsað. Þegar ég er í viðbragðinu hugsa ég stundum um keppi- nauta mína, sem svo að ég skuli taka þá. Þegar hlaupið er hafið er það eina sem kemst að í huganum að koma fyrstur í mark. í 400 metra hlaupinu er þetta dálítið öðru vísi. Þar kemur þreytan til. Maður lýkur sykurforðanum á fyrstu 300 metrunum, og eftir það er spurningin um hvað maður þolir mikið mjólkursýruálag. Þessi þreyta hvolfist Vilmundur lagnfyrstur í mark. Hinir hlaupar- arnir á þessari mynd eru Sigurður Sigurðsson, Ármanni; Björn Blöndal, KR og Guðlaugur Þorvaldsson, ÍR. byrjaði i engu. Það varð í æsku sinni oftast að vinna hörðum höndum til þess að hafa í sig og á. Þegar þetta fólk eltist mótuðust viðhorf þess af þessu og sumir telja íþrótta- iðkanir hálfgerðan slæpingjahátt. En þegar við svo eignumst afreksmenn, eins og t.d. Hrein Halldórsson og Jón L. Árnason. skákmann, svo dæmi séu nefnd, þá verða allir afskaplega stoltir og glaðir. En það er lítið gert til þess að hjálpa mönnum til þess að ná langt — verða Evrópumeistari eða heimsmeistari, til þess er fólkið ekki tilbúið. Auðvitað er það spurning hvort það þjóni nokkrum tilgangi fyrir þjóðfélagið að eiga afreksmenn í íþróttum. Getur ekki verið æskilegra fyrir það að allir vinni í frístund- um sínum og reyni þannig að leggja sitt af mörkum til þess að halda skútunni á floti. Ég er þeirrar skoðunar að það sé nauðsyn- legt að eiga afreksmenn, þannig að unga Wt imcuu TROPICAIj yfir mann, og það er a.m.k. ekki óalgengt hjá mér að ég hugsi sem svo við 300 metra markið — mikið djöfull er langt eftir af þessu hlaupi. — En verðurðu aldrei þreyttur og leiður á þessu og langar til að hætta? — Mikil lifandis ósköp — oftar en tölu tekur, sérstaklega á veturna, þegar maður er ef til vill búinn að hlaupa úti í klukkustund °g fer svo og lyftir í aðra klukkustund. Þá hugsa ég sem svo að á morgun geri ég ekki neitt. Þegar svo morgundagurinn rennur uPp, eru öll áform um að hætta gleymd, og sama puðið hefst að nýju. Æfingarnar á Veturnar eru oft leiðinlegar, en það finnst fáum gaman að setja niður kartöflur. Það er þrautleiðinlegt að pota þeim niður í jörðina. — en hins vegar gaman að taka þær upp og kanna uppskeruna. Eins er þetta með íþróttirnar — puðið við æfingarnar á vet- uma getur stundum verið leiðinlegt, en það er gaman að „taka upp“ á sumrin. Nú, ef ég er mjög þreyttur, þá reyni ég að breyta eitt- hvað til, — fer í sund eða í gufubað, eða eitthvað þess háttar. Tæpast nógu jákvæð viðhorf — Hvað finnst þér um viðhorf íslendinga til íþrótta? — Þegar rætt er um viðhorf til íþrótta verðum við að horfa til þeirrar staðreyndar að þeir sem ráða núna á Islandi er fólk sem fólkið geti sótt fyrirmynd til þeirra. Ungt fólk hér og víða annars staðar vantar hvatningu. Alltof margir mæla göturnar, eða hanga í sjoppunum. Það væri miklu betra fyrir það að fara á íþróttaæfingu, eða starfa í einhverjum félagsskap, og það væri líka miklu betra fyrir þjóðfélagið. Geti af- reksíþróttamenn orðið hvatning til þess að þetta fólk gangi æskilegri brautir og þroski sjálft sig, er tvímælalaust mikill fengur að þeim. Fjölbreytt áhugamál Þótt íþróttir séu aðaláhugamál Vilmund- ar Vilhjálmssonar er langt frá því að ekkert annað komist að hjá honum. Hann er mjög 45

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.