Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 55

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 55
TöiaWðfcjflH/ sig rækilega í spegli á hverjum morgni til þess að fullvissa sig um að hann væri ekki að verða sköllóttur, en það er eitt það versta sem hann getur hugsað sér að fyrir hann geti komið. Orslitin í „British open“ keppninni í ár urðu þessi: 1. Tom Watson, Bandaríkjunum 68 - 70 - 65 - 65 - 268 2. Jack Nicklaus, Bandaríkjunum 68 - 70 - 65 - 66 - 269 3. Hubert Green, Bandaríkjunum 72 - 66 - 74 - 67 - 279 Tom Watson á btaöamannafundi aö keppninni lokinni. 4. Lee Trevino, Bandaríkjunum 68 - 70 - 72 - 70 - 280 5. Ben Grenshaw, Bandaríkjunum 71 -69-66-75- 281 6. George Burns, Bandaríkjunum 70-70- 72-69- 281 7. Amold Palmer, Bandaríkjunum 73 - 73 - 67 - 69 - 282 8. Ray Floyd, Bandaríkjunum 70 - 73 - 68 - 72 - 283 9. Johnny Miller, Bandaríkjunum 69 - 74 - 67 - 74 - 284 10. Tommy Horton, Englandi 70 - 74 - 65 - 75 - 284 11. Mark Hayes, Bandaríkjunum 73 - 63 - 72 - 73 - 284 12. John Schroeder, Bandaríkjunum 66-74-73- 71 - 284 Komum heim med brons... Páll B. Helgason, sérfræðingur í orku- og endurhæfingarlækn- ingum, var fararstjóri íslenzka hópsins sem tók í fyrsta sinn þátt í Stoke Mandevill leikunum (heimsleikum fatlaðra) í Bretlandi sl. sumar. Skömmu eftir heimkomuna efndu ÍSÍ og Fræðslumyndasafn ríkisins til kynningarfundar, þar sem sýnd var i fyrsta sinn opinberlega kvikmynd frá Ólympíuleikum fatlaðra, er fram fóru í Toronto sumarið 1976. Á þessum sama Páll B. Helgason, orku- og endurhæfingarlæknir. „Endurhæfingin hefur náð háiindi þegar hinn fatlaði fer að taka þátt í II íþróttum kynningarfundi hélt Páll B. Helgason erindi um íþróttir fatlaðra af sjónarhóli læknis og birtist erindi hans hér á eftir. Hr. forseti ÍSÍ — góðir gestir! Ég vil þakka það tækifæri, sem 1S{ hefur gefið mér að segja nokkur orð hér. Ég vil í byrjun máls míns færa Sigurði Magnússyni sérstakar þakkir fyrir ómetanlegt starf hans í þágu íþróttafé- lags fatlaðra, eins vil ég þakka stjóm og ráðamönnum íþróttafélagsins. einkum Arnóri Péturssyni fyrir þá alúð, sem lögð hefur verið í að koma íþróttafélaginu áfram. Síðast en ekki sízt ber að þakka þjálfurum þeim er unnið hafa með hinu fatlaða íþróttafólki mikið og óeigin- gjarnt starf. Að lokum vil ég færa stjórn ISÍ þakkir fyrir allan stuðning, sem reynzt hefur ómetanlegur. Það þarf tæpast að taka það fram, að það eru erfið örlög að fatlast, hvort sem er af völdum meðfæddra ágalla eða sjúkdóma og slysa síðar á lífsleiðinni. Að þurfa að eyða oft beztu árum ævinnar í hjólastól og geta ekki komizt um leiðar sinnar vegna hindrana, sem hinn ófatl- aði maður hefur sett upp af vangá og vankunnáttu er nógu slæmt, en að þurfa oft á tíðum að einangrast af þeim völd- um, er enn verra. Hið versta er. ef mikið líkamlegt og andlegt atgervi er enn til staðar eftir fötlun að fá ekki að njóta þess og sanna bæði fyrir sjálfum sér og öðrum, að unnt er að framkvæma ótrú- legustu hluti þrátt fyrir fötlunina. Ef þið skiljið ekki til fullnustu vanda- mál þessi, er til mjög einföld leið til úr- bóta. Setjist í hjólastól í einn dag eða svo og reynið síðan að komast leiðar ykkar vítt og dreift um borg og bæ eða út á land og þið verðið margs vísari. Otrú- legustu hlutir verða að hindrunum og margir óþarfa tálmar vekja hinum fatl- aða reiði og gremju. einkum þegar auð- velt er að fjarlægja hindrunina eða í bezta falli að búa hana aldrei til. Sem betur fer er sjóndeildarhringur hins ófatlaða manns að opnast varðandi tálma í vegi hins fatlaða og þannig hafa orðið til landslög vítt um heim, sem kveða svo á, að opinberar byggingar og framkvæmdir ýmsar skuli þannig úr garði gerðar, að ekki sé nema hinn minnsti farartálmi hins hreyfiskerta. Slík lög eru til hérlendis, en því miður er framkvæmd þeirra aftarlega á merinni. Iþróttir fatlaðra eru í raun og veru þróaðar upp úr þeim vandamálum sem ég hef þegar getið um. Læknum var ljós 55

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.