Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 57

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 57
Komum heim með brons ... nauðsyn þess, að fá lamað fólk til að vera virkara en áður, bæði til þess að forðast einangrun en einnig til að fá út- rás fyrir meðfædda hreyfingarþörf. Tálmanir hlutu að verða áfram til, enda þótt þeim færi vonandi hægt og hægt fækkandi. Tækist að byggja upp staðl- aðar íþróttir, væri a.m.k. um eitthvað að ræða, sem hreyfiskertir gætu gengið að sem vísu. Síðan þegar ákveðinn staðall var formaður. mátti koma á keppni. Að sjálfsögðu var forsenda keppni sú, að leikmenn væru eins jafnir að vígi og unnt væri, og varð því til nauðsyn á ná- kvæmu mati á hreyfigetu. Nokkrir flokkar urðu þannig til miðað við hreyfigetu. flokkar sem búnir voru til af læknum og síðan notaðir sem grund- völlur til að raða keppendum sem jafn- ast. Leikar fyrir fatlaða í Stoke-Mande- ville, verða þannig til í Bretlandi fyrir 25 árum. Frumkvöðull leikanna var Sir Ludwig Guttmann. Vegna elju sinnar og framsýni tókst honum hægt og hægt að skapa leikunum fastan sess, fyrst í smáum stíl, síðar í æ vaxandi stíl. Sir Ludwig er upphaflega þýzkur gyðingur, sem flúði Þýzkaland á tímum Hitlers. Hann er taugaskurðlæknir að mennt og var því nóg fyrir hann að starfa í Bret- landi, en þangað flúði hann. Hörmungar stríðsins urðu til að sjúkrahús fylltust af fólki, bæði almennum borgurum og hermönnum. sem örkumluðust. Sem taugaskurðlæknir var áhugi Sir Ludwigs mestur á skemmdum á taugakerfi, eink- um mænu. Þar eð stór hluti skemmda á mænu veldur því að fólk getur ekki gengið á eftir, var viðbúið að fram kæmi stór hópur ungs fólks, fulls lífsorku, sem vantaði útrás og hér datt Sir Ludwig sannarlega á eitthvað sem framtíð var í. Upphaflega kepptu aðeins Bretar og Hollendingar á leikunum í Stoke-Mandeville. Nú keppa leikmenn frá öllum heimsálfum og á leikunum í ár voru keppendur vel á sjöunda hundrað. Leikamir eru háðir , árlega í Stoke-Mandeville, nema Ólympíuárið, en þá er reynt að hafa þá í sama landi og Ólympíuleikamir fara fram. Leikar þessir voru upphaflega ein- ungis fyrir fólk með mænuskemmdir og eru raunar enn, en smám saman hefur þróunin orðið sú, að allir fatlaðir geta komizt í keppni, ekki endilega í Stoke-Mandeviile, heldur jafnframt annars staðar. Þannig geta allir fatlaðir verið með á Ólympíuleikunum. burtséð frá því, hvort um mænuskemmd er að ræða eða ekki. I dag eru til íþróttir fyrir mænu- skaddaða, fyrir blinda, fyrir heyrnar- lausa, limöggna. o.s.frv. Stefnan sem tekin var fyrir 25 árum í Stoke-Mandeville, hefursíðan breiðzt út um heim, einsogeldurísinu. Hugsjónin um að lofa fötluðum að leika í íþróttum hefur rætzt, en samt er aðeins eitt, sem skyggir á, að allir geti verið með á al- þjóðaleikum: Keppnin er orðin svo hörð, að færri eru útvaldir en kallaðir. Reynt er af fremsta megni að sporna við þessari þróun og eru Norðurlandaþjóð- irnar þar framarlega í flokki. Síðan ís- lendingar stofnuðu sitt íþróttafélag fatl- aðra, hefur innlegg íslendinga verið þegið með þökkum af hinum Norður- landaþjóðunum og virðast íslendingar eiga mjög mörg sameiginleg vandamál með þeim. Sem sérfræðingur í orku- og endur- hæfingarlækningum hljóta íþróttir fatl- aðra að höfða til mín. Ég álít, að hátindi endurhæfingar sé náð þegar hinn fatlaði fer að taka þátt í íþróttum. Ég álít mjög verðmætt að samstarf skuli hafa skapast milli endurhæfingarlækninga og íþróttahreyfingarinnar hérlendis, og ég hef þá trú, að mikil framtíð sé framund- an. Eftir reynslu mína í Stoke-Mande- ville legg ég áherzlu á að íþróttir fatlaðra hérlendis geti ekki þrifizt til jafns á við erlendis. nema sérmenntaðir læknar komi til hjálpar og áhugi þarf að vera fyrir hendi á báða bóga. Samstarf hóps þess, er fór á leikana árið 1977 í Stoke-Mandeville varð dýr- mæt reynsla fyrir síðari tíma. Þetta var erfið ferð fyrir alla, ekki síst íþróttafólk- ið. Hún var hins vegar ánægjurík, góður andi ríkti og við komum heim með þrenn bronsverðlaun í fyrstu leikum okkar, þrátt fyrir reynsluleysi okkar. Þetta sannar okkur, að sé vilji fyrir hendi, áræði og nægjanlegur stuðningur þurfum við ekki að gefa öðrum þjóðum eftir á þessu sviði, en það sannar líka fyrir okkur, að við erum einungis byrj- endur, sem eigum eftir þungan róður. Bezta lausn okkar hér sem annars staðar, hvað snertir málefni fatlaðra er samvinna, samstaða og skilningur. Það er ekki nægjanlegt að ætla að varpa vandamálunum yfir á næsta mann eða á bæjar- og ríkisvald. Einstaklingurinn sjálfur verður að leggja eitthvað af mörkum. Páll B. Helgason. OPPICT PRcntun OFFSETFJÖLRITUN LJÓSMYNDUN FILMUVINNA PLÖTUGERÐ PfCAl- loekni AUÐBREKKU63 - SÍMI 44260- KÓPAVOGI V__________________/ 57

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.