Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 64

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 64
Utihf Fáir menn eru „fæddir“ skyttur. Flestir þurfa töluverða æfingu áður en þeir geta talist góðir og geta gengið út til veiða. Og við æfinguna er ..22 riffillinn bestur og ódýrastur. En hann er ekki bara leikfang. Menn skyldu muna að þeir eru með stór- hættulegt verkfæri í höndunum og meðhöndla það samkvæmt því. Og hann er heldur ekki bara æfingatæki, hann er líklega með fjölhæfari byssum sem til eru. Boðorðin tíu Það er nefnilega ekkert að því að fara með þessa litlu byssu til veiða. Reyndar er með henni hægt að ráða niðurlögum allra þeirra dýra og fugla sem leyfilegt er að skjóta hér á landi, að hreindýrunum undanskildum. Áður en nánar verður fjallað um veiðamar er kannske rétt að rabba um nokkur boðorð skotmanna. Margir reyndir veiðimenn hafa lengi verið reiðir vegna þess að menn hafa getað fengið byssuleyfi og keypt sér hverskonar skot- vopn (nema skammbyssur) án þess að kunna nokkuð með þau að fara. Þetta er augljós galli, en sem á að fara að bæta úr með nýrri reglugerð. Fram að þeim tíma er sú reglugerð gengur í gildi skal mönnum eindregið ráðlagt að fá einhvern reyndan kunningja sér til að- stoðar þegar þeir meðhöndla skotvopn í fyrsta skipti. Ef þeir eiga engan slíkan ættu þeir að snúa sér til Skotfélagsins og biðja um ráðleggingar. Þeir góðu menn sem þar eru hafa lýst því yfir að þeir séu reiðu- búnir að gera það sem þeir geta til að leysa hvers manns vanda í svona málum. Til þess að leggja aðeins línuna er kannske rétt að láta hér fylgja hin tíu boðorð veiðimannsins sem Winchester verksmiðjumar suðu saman í samráði við nokkra þrautreynda bandaríska veiðimenn: 1) Meðhöndlaðu alltaf skotvopn eins og þau séu hlaðin. 2) Vertu viss um að hæfa skotmarkið áður en þú tekur í gikkinn. 3) Gættu þess alltaf að ekki sé nein fyrirstaða (óhreinindi í hlaupinu eða „verkinu". 4) Miðaðu aldrei byssu á það sem þú ætlar ekki að skjóta. Einar Guðlaugs- son, á Blönduósi, er góður skotmaður og er hér með fjórar tófur og tvo minka eftir eina veiðiferð- ina. 5) Skildu aldrei byssu við þig án þess að tæma úr henni skotin. 6) Bragðaðu ekki áfengi áður, eða á meðan þú ert að skjóta. 7) Klifraðu aldrei yfir girðingu eða stökktu yfir skurð, með hlaðna byssu. 8) Skjóttu aldrei á hart, flatt yfirborð, eða yfirborð vatns. Vertu alltaf viss um að kúlan stoppi á skaðlausum stað þótt hún fari framhjá. 9) Berðu aldrei hlaðna byssu að tjaldstæði, bíl eða heimili. Hafðu lásinn opinn til að vera alveg viss. 10) Geymdu byssur og skotfæri sitt í hvoru lagi og þar sem börn ná ekki til. Selur og minkur Fyrir utan fuglana eru fjórar tegundir veiðidýra sem skotmenn geta lagt sig eftir. Það eru: selur, minnkur, refur og hreindýr. Ef við byrjum á selnum er hann víða að finna. Hann er mikið í Breiðafirði, en hann sést við árósa í kringum allt landið og það má veiða hann allan ársins hring. Þess ber þó að gæta að það er bannað að skjóta þar sem selalagnir eru. Selur er töluvert veiddur í net og þar í grennd er bannað að skjóta. Annað sem hafa verður í huga er réttur landeigenda. Ef þið eruð á landi í einkaeign á landeigandinn netlög 115 metra á haf út frá stórstraumsfjöruborði. Þar á hann veiðirétt á fugli og selum Það er oft Ijót að- koma eftir tófuna. Þessi gemlingur var enn lifandi þegar Sveinn Einarsson, veiðistjóri, kom að honum. Tófan hafði nagað hann upp undiraugu og hrafn hafði notað tæki- færið til að plokka úr nonum það aug- að sem upp sneri.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.