Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 65

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 65
r utníf Tiltölulega fáir menn sækja í aðra fugla en rjúpur og gæs- ir. Einn þeirra er Skúli Ein- arsson, sem hér er með nokkra fallega helsingja. Skúli hefur veitt flestar ætar fuglategundir á landinu, og matreiðir þær snilldarlega. hvort sem net eru úti eða ekki. Eins og allsstaðar annarsstaðar þurfa menn að biðja um leyfi áður en þeir fara með byssu inn á svæðið. Selir hafa verið felldir með allskonar vopnum, til dæmis hafa vanir selveiði- menn töluvert notast við minnstu teg- und af 22 cal. skotum. Þá verður auð- vitað að skjóta af stuttu færi og beint í hausinn. Og þá er komið að minknum, þeirri grimmdarskepnu. Sveinn Einarsson, veiðistjóri, tjáði mér að tófunni væri nokkuð haldið niðri, en hinsvegar væri það verra með minkinn. Þessar tvær skepnur eru þær einu sem fé er lagt til höfuðs, kr. 1500 fyrir mink og kr. 2500 fyrir ref. Þar fyrir utan verða allir viðkomandi fegnir ef þú skyldir leggja einn af velli. Minkurinn er sérlega blóðþyrst kvikindi og þess eru mörg dæmi að hann hafi drepið hverja einustu hænu í hænsna- húsi, þótt hann hafi ekki þurft nema eina í matinn. Minkurinn er ekki stór og það þarf sérlega góða skyttu eða stutt færi til að fella hann með einhverju öðru en haglabyssu. Sveinn Einarsson, sem hefur lagt marga þeirra af velli segir að hundar séu hérumbil nauðsynlegir við þessar veiðar. Ef menn eiga engan hund verða þeir að vera vel kunnugir landi og staðháttum, ef veiðiferðin á að bera einhvern árangur. Mink finna menn annars mikið meðfram sjó og ám og vötnum, ef þeir vilja freista gæfunnar. grannasveitum Reykjavíkur. Raunar er hverti mjög mikið af honum, en mest kannske í Norður-Múlasýslu, Þingeyj- arsýslunum og á Vestfjarðarkjálkanum. Menn nota allskonar byssur á ref. Haglabyssur eru mikið notaðar, en fyrir góðar skyttur eru rifflar ekki síðri og þá eru yfirleitt settir á þá sjónaukar. Sveinn Einarsson, með tófu hjá einu fórnarlambi hennar. Dýrbíturinn Það hefur mörgum runnið í skap sem hafa komið að dýrbitinni kind, eða lambi. Refurinn ræðst yfirleitt annað- hvort framan eða aftan að, mylur snoppuna eða rífur út þarmana. Þetta eru seindrepandi áverkar og fórnardýrið lifir oft lengi eftir að refur- inn er byrjaður að éta það. Hrafnar eru þá oft skammt undan og plokka stund- um augun úr bráðinni meðan refurinn er að éta sig inn aftanfrá. Það hefur því verið herjað töluvert á rebba og hann sést nú sjaldan i ná- Hreindýr eru eina bráðin sem sér- stakar reglur gilda um hvað skotvopn snertir. Á þau má ekki herja með minni riffil en cal. 243, sem er hið ógurlegasta morðtól. Hreindýrin halda sig eingöngu á Austurlandi og það er svo mikið af þeim núna að í ár verður leyft að veiða allt að tvöþúsund dýr. En það nægir ekki að eiga einn .243 og taka sér flugvél austur. Þótt dýrin séu uppi í óbyggðum eiga bændur þar rétt yfir beitilandi og þar með þeim skepnum sem það nýta. Þótt á afrétti sé ráða því bændur hverjir leggja hreindýrin af velli. Margir þeirra leigja sér skotmenn sem gegna því hlutverki einu að fella dýrin, bændurnir sjá um restina. Venjulegir sportmenn mega ekki fara á hreindýraveiðar nema þeir fái til þess sérstakt leyfi viðkomandi bænda. Og það getur komið töluvert við pyngj- una, því eftir að hafa fellt dýrið verða þeir að kaupa það á markaðsverði, ef þeir ætla að fá sér hreindýrasteik. Sem vonlegt er eru ekki allir veiði- menn hressir með þetta fyrirkomulag. Framhald á bls. 66 65

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.