Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 66

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 66
Útilíf - Framhald af bls. 65 Þetta hefur þó þann kost að yfirleitt eru ekki nema vanir menn og góðar skyttur sem fara á hreindýraveiðar. Fyrr á árum, þegar annað gilti, voru allskonar kónar þjótandi upp um fjöll og firnindi, með allskonar byssur sem þeir kunnu misjafnlega mikið að fara með. Það var því töluvert um særð hreindýr. Þó annað fyrirkomulag en það sem nú gildir væri æskilegt, er þetta þó skárra en láta særð dýr dragast um fjöllin. Sambúðin við bændur Og fyrst verið er að tala um bændur í sambandi við hreindýr er líklega rétt að halda aðeins áfram að fjalla um þá heiðursmenn, því þeir koma einnig við sögu flestra annarra veiða. f annarri grein fyrsta kafla í lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun, segir svo: „Landeiganda einum eru heimilaðar fuglaveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra í landareign sinni, nema lög mæli öðru- vísi fyrir.“ Mörg undanfarin ár hefur verið hálf- gert stríð milli sumra skotmanna og sumra bænda. Veiðimenn eru orðið illa séðir í mörgum sveitum og talað um þá sem „gikkóðar borgarblækur." Þarna er fámennum hópi „veiði- manna" um að kenna. Engum góðum veiðimanni dettur í hug að vaða skjót- andi inn á annars land án þess að tala við kóng eða prest. En það eru því miður alltof margir „miður góðir“ veiðimenn með byssur í höndunum. Þetta eru menn sem skjóta á hvað sem er, hvar sem er og gæta ekki einfaldasta öryggis. Ef bóndi er búinn að fá nokkra slíka inn á sitt land, er ekki von að hann bjóði veiðimenn yfirleitt velkomna. Sem betur fer eru jafn mörg, ef ekki fleiri dæmi um hið gagnstæða. Veiði- menn koma sumir ár eftir á á sömu slóðir. Þeir hegða sér kurteislega, gæta fyllsta öryggis og bindast oft vináttu- böndum við bóndann og hans heima- fólk. Jafnvel þótt bóndi gefi þér leyfi til að skjóta í sínu landi; „Flvenær sem þú vilt,“ er ekki nema sjálfsögð kurteisi að heimsækja hann í hvert skipti sem þú kemur til veiða. Ef veiðin hefur gengið vel er líka sjálfsagt að bjóða honum hlutdeild í henni. Margir veiðimenn hafa líka lagt frá sér byssuna til að taka til hendi við bú- störfin, ef við hefur legið. Slíkir menn eru alltaf velkomnir til veiða. Skráð lög og óskráð 1 fimmtu grein fuglafriðunarlaganna segir: „Öllum íslenskum ríkisborgurum eru fuglaveiðar heimilar í afréttum og almenningum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra.“ Þarna þurfa menn að vísu ekki að hafa áhyggjur af bændum, en þar gilda hinsvegar áfram „boðorðin tíu“ og aðrar siðferðilegar skyldur sem á veiðimönn- um hvíla. Sérstaklega skyldu menn fara varlega ef þeir eru á gæsaveiðum með stóra riffla. Þótt fjölmargir noti haglabyssur á gæs eru líka margir sem nota riffla. Oft- ast eru það ..22 Ffornet, eða .222, en það er líka til að menn fari með .243. Þessi vopn draga óhemju langt og það er mikilvægt að vita að skotið lendi á hættulausum stað, ef það skyldi geiga. Þetta gildir raunar um öll skotvopn. Það eru ekki nema fífl sem dúndra á fugl á hæðarbrún, eða standa öðrum megin við hæð og skjóta á fugla sem eru að fljúga yfir hana. Þótt Island sé strjálbýlt og fámennt, veit maður aldrei hvenær einhver er á gangi hinum megin við hæðina, annað- hvort í sama tilgangi og maður sjálfur, eða þá til að svipast um eftir kindum af næsta bæ. Það er því best að fara varlega, því það yrði ömurlegur endir á góðri ferð að særa eða jafnvel drepa einhvern sak- lausan fjallafara. Ef hinsvegar menn fylgja bæði lands- lögum og óskrifuðum siðareglum skot- mannsins, eignast þeir ógleymanlegar minningar sem fáar, ef nokkur, íþrótta- grein getur „ yfirboðið.“ —ÓT. Heimsbikar- keppnin — Framhald af bls. 29 hópnum. Merrill, Bragina, Waitz og Bruns, fóru í fararbroddi, en fulltrúar Ameríku, Ástralíu, Afríku og Asíu drógust aftur úr. Um þetta leyti var sem Merrill hafði fengið nóg af því að halda forystunni. Hún dró úr hraðanum og ætlaði greinilega að láta aðra um að „leiða“ hlaupið. En enginn vildi taka að sér það hlutverk og var mjög lítill hraði í hlaupinu um stund, eða þar til Merrill tók sprettinn aftur. Hélzt röðin síðan óbreytt unz bjallan hringdi og einn hringur var eftir. Þá var komið að upp- gjörinu. Bragina herti ferðina og Grete og Merrill fylgdu henni fast á eftir. Mátti ekki á milli sjá fyrr en um 200 metrar voru eftir af hlaupinu, en þá tók norska stúlkan á öllu sínu og geystist fram úr keppinautum sínum, við gífurleg fagn- aðarlæti áhorfenda. Enginn var þó æst- ari og glaðari en Norðmaður einn, sem var efst í áhorfendastúkunni og hafði haft sig mikið í frammi allt frá því að hlaupið hófst. Hann bókstaflega gekk af göflunum þegar Grete tók forystuna og um leið og hún kom í mark ruddist hann framhjá öllum vörðum, hljóp til Grete, faðmaði hana að sér, og kallaði svo hátt að það heyrðist um allan völl- inn: Það tókst — það tókst — það tókst. Maður þessi var Jack Waitz, eiginmaður Grete og þjálfari hennar. Ekki er ofsögum af því sagt að sigur Grete hafi vakið þjóðargleði í Noregi. Töldu Norðmenn þetta mesta afrek frjálsíþróttamanns frá því að Egil Dani- elsen vann til gullverðlauna í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Jafnframt voru svo blöðin sammála að Grete Waitz væri helzta von Norð- manna á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980, en sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar, að Grete hefur í hyggju að hætta keppni. „Legg ikke opp naa, Grete“ voru risafyrirsagnir norsku blaðanna eftir heimsbikarkeppnina, og voru á einu máli að skapa yrði kennslu- konunni í Bjölsen skóla þá aðstöðu í framtíðinni að hún gæti einbeitt sér meira að æfingum en til þessa, í von um endurgjald frá hennar hendi á Ólympíuleikunum í Moskvu. Tími Grete Waitz í hlaupinu í Diiss- eldorf var reydnar ekki sérstakur 8:43,5 mín., en Ludmila Bragina sagði eftir þetta hlaup að hún teldi að heimsmet sitt yrði bætt á næstunni og það myndi Grete Waitz gera. Sjálf er Bragina ákveðin að hætta þátttöku í hlaupum, segist ekki orka lengur að hlaupa 180—200 kílómetra á viku, en slíkt sé nauðsynlegt ef vænta megi árangurs. 66

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.