Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 17
Jóhannes hefur herforingjahugsunarhátt í landsleikjum og gefur aldrei tommu eftir. Ingi Björn skrifar svo nú. Leikmenn þeir sem léku með landsliðinu voru fimm daga fyrir leik- inn frá félögum sínum, síðan kom leik- urinn og loks það að landsliðsmenn sleppa við æfingar daginn eftir lands- leik. Þannig leið nú heil vika sem landsliðsmennirnir gátu ekki æft með félögunum, og gefur auga leið hversu slæmt það er þegar tekið er tillit til þess að níunda umferð íslandsmótsins var leikin alveg ofan í landsleiknum. Teitur Þórðarson lék í þessum leik. Já, og ég hefði raunar gjarnan viljað sjá Matthías í landsliðinu að þessu sinni. Er sannfærður um að hann átti meira erindi í það nú en t.d. í fyrra. Það er t.d. afskaplega erfitt að skilja hvers vegna Jón Gunnlaugsson var ekki í liðinu, og hann hlýtur að hafa mikið langlundargeð að geta alltaf látið sér lynda það að sitja á bekknum. Þegar ljóst var að Marteinn Geirsson myndi ekki ekki geta tekið þátt í leiknum þá datt manni satt að segja ekki annað í hug en að Jón tæki þá stöðu — en hvað gerist. Það er sóttur leikmaður til Sví- þjóðar og honum stillt upp í liðinu. Enginn má skilja orð mín þannig að ég sé alfarið á móti því að fá íslendinga sem leika með erlendum liðum til þess að koma hingað heim og taka þátt í landsleikjum. Síður en svo. En það er skoðun mín að þeir verði þá að vera jafngóðir eða betri en leikmennirnir sem við eigum hér heima. Og sem stendur eru aðeins tveir leikmenn er- lendis sem standa framar, þeir Ásgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eðvaldsson. Það er hafið yfir alla gagnrýni að velja þá til landsleikja, meðan þeir eru jafn- góðir knattspyrnumenn og raun ber vitni. En að velja menn með lokuð augun, fyrir það eitt að þeir leika með erlendum liðum — ég ítreka að það skil ég ekki. Landsliðsþjálfarinn, dr. Yuri Ili- tchev, virðist hafa gjörbreytt um af- stöðu í sambandi við undirbúning landsliðsins fyrir leiki. í fyrra, þegar Tony Knapp var landsliðsþjálfari, gagnrýndi hann Tony og KSÍ fyrir að halda mönnum of lengi við landsliðs- æfingar. Taldi dr. Yuri þá að fyrir vin- áttulandsleiki ætti KSÍ ekki að hafa mennina nema einn dag. Hvað gerist Svo ég víki að leikaðferð íslenzka liðsins í landsleiknum þá virtist mér hún vera svipuð og dr. Yuri var með þegar hann þjálfaði Val, en hins vegar gekk hún fremur illa upp í þessum leik og sóknir landsliðsins voru mjög svo tilviljunarkenndar. Auðvitað var Ás- geirs Sigurvinssonar saknað af vallar- miðjunni, og er ekki gott að segja hvernig farið hefði, ef hann hefði verið Staða Blikanna er nú orðin mjög slæm og liðið líklegur fallkandidat í deildinni. Þarna hafa Blikarnir fengið enn eitt markið á sig. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.