Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 13
sigtinu
stað með íslenzka kastlandsliðinu til
keppni í Danmörku, en þaðan ætluðu
svo landsliðsmennirnir í keppnisferða-
lag til Finnlands og Svíþjóðar.
- Þetta er allt í áttina hjá mér, sagði
Hreinn Halldórsson. - Reyndar verður
ekki annað sagt en að ósköp hægt miði
og ég geri mér grein fyrir því að það
mun taka langan tíma að byggja aftur
upp kraftinn í fótunum. Við vissar
hreyfingar finn ég til mikils sársauka og
það verður ekki fyrr en ég losna við
hann sem ég get beitt mér af fullum
krafti. Þótt meiðslin sem slík eigi ekki
að há mér þegar ég er að kasta, þá er
það svo, að ég hlífi mér ósjálfrátt.
Hreinn var frá æfingum um langan
tíma í vetur vegna meiðslanna, og sagði
hann að það hefði ekki verið fyrr en í
lok febrúarmánaðar sem hann gat farið
að æfa köst aftur, þá án atrennu. — Ég
kastaði þá um 15 metra, atrennulaust,
sagði hann, — en smátt og smátt fór
þetta að koma og í apríllok tók ég til
gamans þátt í innanhússmóti og kastaði
þá 18,98 metra. Fyrst eftir að ég fór að
kasta aftur með atrennu voru köstin um
17 metrar. Framfarirnar síðan hafa
verið hægar, en þó nokkrar.
Um möguleika í þátttöku í Evrópu-
meistaramótinu sagði Hreinn:
— Ég verð að játa að ég hef þetta mót
svolítið í sigtinu, þrátt fyrir allt, en ætla
hins vegar ekki að fara á það nema ég sé
alveg öruggur um að kasta 20—20,5
metra. Nái ég ekki þeim árangri hef ég
ekkert erindi á mótið. Eins og horfurnar
eru núna ætti að vera mögulegt að ég
næði þessum árangri, a.m.k. ef þróunin
verður áfram hjá mér sú hin sama og
verið hefur undanfarna mánuði.
Hreinn sagði, að til þess að kornast
áfram á Evrópumeistaramótinu þyrfti
að varpa kúlunni a.m.k. 19,5 metra.
Þeir átta sem varpa lengst í undan-
keppninni keppa svo til úrslita um
Evrópumeistaratitilinn.
Þá var Hreinn að því spurður hvort
hann teldi sig hafa fengið eins góða
meðhöndlun og mögulegt hefði verið.
— Það veit ég satt að segja ekki, sagði
Hreinn, — ég veit ekkert hvað er unnt að
gera við slík meiðsli erlendis, en ég er
hins vegar viss um að ég fékk allt það
bezta sem unnt var að gera hér heima.
Hitt er svo annað mál að varla er á því
vafi að ég hefði náð mér betur á strik
hefði ég getað einbeitt mér að því að
þjálfa mig upp. Það var ekki um það
eitt að ræða að bíða eftir því að verða
góður, heldur þurfti stöðugt að taka
léttar æfingar og vinnunar vegna gat ég
ekki sinnt þessu eins vel og skyldi.
— Verður sett nýtt kúluvarpsheiins-
met í ár?
- Ég hef trú á því að Austur-Þjóð-
verjinn Bayer fari nálægt heimsmetinu í
sumar, ef hann slær það þá ekki. Hann
setti Evrópumet innanhúss í vetur,
varpaði 21,10 metra og í fyrra varpaði
hann kúlunni 21,77 metra og var því
ekki langt frá metinu. Ég hef hins vegar
ekkert heyrt frá honum í vor. Þetta er
geysilega sterkur kastari sem hefur allt
til þess að setja heimsmet — maður sem
Framhald á bls. 66
13