Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 56
Þeir kunna ekki r
, Perubua eftir
að skammast sin I
Það fór ekki á milli mála hvaða
lið voru vinsælust í heims-
meistarakeppninni í Argentínu.
Auðvitað átti heimaliðið hug og
hjörtu áhorfendanna, en þess ut-
an voru Perúbúar hylltir sem
þjóðhetjur, sérstaklega eftir að
þeir töpuðu fyrir Argentínu-
mönnum 0—6, í undanúrslitun-
um.
Strax eftir leikinn voru Perúbúarnir
fluttir á bezta hótelið í Buenos Aires,
Hótel Liberdador, og þar söfnuðust
þúsundir manna strax saman, köstuðu
blómum og sælgæti að hótelinu og
hrópuðu í takt: Þökk fyrir leikinn
Perúbúar!
Lögreglan í Buenos Aires var óvið-
búin þessum fagnaðarlátum. Reyndi
hún fyrst í stað að halda uppi reglu við
hótelið, og umferðinni gangandi, en
gafst fljótlega upp við það, og tóku
lögregluþjónarnir síðan virkan þátt í
pappírskastinu og fagnaðarhrópunum.
En aumingja Perúbúarnir voru ekki
jafnvinsælir af öllum. í Brasilíu voru
þeir teknir í gegn, enda þýddi hinn stóri
ósigur þeirra í leiknum við Perú það, að
Brasilíumennirnir — eina liðið sem
ekki tapaði leik í keppninni — komst
ekki í úrslitin.
Brasilísk útvarpsstöð sagði t.d. að
leikur þessi hefði verið svartasti knatt-
spyrnuleikur sögunnar, og því var bætt
við að hefðu Argentínumenn þurft að
skora níu mörk til þess að komast í úr-
Þessir glaðlegu Perúbúar virtust ekki taka það nærri sér þótt landar þeirra hlytu skell á
knattspyrnuvellinum, enda voru þeir vinsælli eftir en áður.
Mark
hæstir
Krankl — meðal þeirra markhæstu
Eftirtaldir leikmenn urðu markhæst-
ir í heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu í Argentína 1978:
6 MÖRK:
Mario Kempes, Argentínu
5 MÖRK:
Rob Rensenbrink, Hollandi
Teofilo Cubillas, Perú
4 MÖRK:
Leopoldo Luque, Argentínu
Hans Krankl, Austurríki
3 MÖRK:
Roberto, Brasilíu
Dirceu, Brasilíu
Karl-Heinz Rumenigge, V-Þýzka-
landi
Johnny Rep, Hollandi
Paolo Rossi, Ítalíu
2 MÖRK:
Nelinho, Brasilíu
Dieter Miiller, V-Þýzkalandi
Heinz Flohe, V-Þýzkalandi
Ernie Brandts, Hollandi
Arie Haan, Hollandi
Roberto Bettega, Ítalíu
Grzegorz Lato, Póllandi
Zbigniew Boniek, Póllandi
Archie Gemmill, Skotlandi
Bertoni, Argentínu
1 mark skoruðu svo 40 leikmenn og
þrjú sjálfsmörk voru skoruð í keppn-
inni.
56