Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 62

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 62
Almenningsiþróttir Hvar stendur þú? í síðustu grein var fjallað um stiga- gjöf fyrir ákveðnar iþróttagreinar og settar fram spumingar, sem þú ert nú búinn að svara. Svarið við spurningun- um hefur gefið þér hugmynd um hvaða flokki (I—V) þú tilheyrir og með tilliti til þess, getur þú fundið hve mikið þú átt að æfa — trimma á hverri viku. Coopers hlaupapróf Ef þú ert viss um að ekkert ami að þér og ef þig langar að fá öruggari niðurstöður en þær, er fengust er þú svaraðir spumingunum í síðustu grein á undan, þá er tilvalið að þú takir svokallað Coopers-próf. Prófið er kennt við Dr. Cooper þann, er samdi þetta æfingakerfi, sem hér er fjallað um. Prófið er fólgið í því, að reynt er að komast eins langa vegalengd á 12 mín. og kostur er, gangandi og hlaupandi. Bezt er að taka prófið á hlaupabraut, en þó er ekkert, sem mælir á móti því að hlaupa á víða- vangi eða á götum úti, ef landslagið og brautin er slétt. Veður og vindar hafa áhrif á nákvæmni niðurstaðanna. Brautin þarf að vera slétt og veður gott, svo að niðurstöður verði sem nákvæmastar. Áður en prófið er tekið, á að hita upp með léttu skokki og leikfimiæfingum í 8— lOmín. Fariðekki geyst í byrjun og varizt að taka spretti. Jafn hraði er beztur. Ef þið getið ekki hlaupið allan tímann, gangið þá inn á milli. I flokkur— mjög lélegt Ef þið tilheyrið þessum flokki, er ykkur lífs- nauðsyn að æfa ykkur. Að komast ekki lengri vegalengd á 12 mín., bendir til, að þolið sé hættulega lítið. Hámark súrefnis, sem þið getið tekið til ykkar við erfiði og þá um leið hámarks- orka, sem þið getið myndað í líkamanum er ekki miklu meiri en sú, sem líkaminn þarfnast í hvíld. í þessum flokki eru þeir, sem reykja of mikið, borða of mikið, sitja of mikið og yfirleitt reyna aldrei á sig líkamlega. Þetta eru þeir, sem aka í bíl, fremur en að ganga nokkra metra og þetta eru þeir, sem hugsa sem svo: því í ósköpunum skyldi ég þurfa meira þol, ekki ætla ég að fara að keppa í íþróttum. Þetta eru þeir, sem oft kvarta undan þreytu og Jóhannes Sæmundsson, fræðslufulltrúi ÍSI skrifar: sleni, þeir sem oft eru fjarverandi úr vinnu eða námi vegna lasleika og jafnframt þeir, sem myndu finna hvað mesta breytingu á líkams- og heilsufari sínu, ef þeir aðeins hugsuðu um að veita eigin líkama þá hirðu, sem hann þarfnast. Ef þú ert í þessum flokki og hefur hug á að bæta um, er ráðlegt að þú byrjir hægt og rólega 3-8 stig fyrstu 6 vikumar (sjá fyrri greinar). Safnaðu stigum með því að ganga, skokka og/ eða synda. Síðar þegar þú ert kominn vel af stað, getur þú tekið til við aðrar íþróttir eða haldið áfram því, sem þér bezt hentar. II. flokkur — lélegt 1 þessum flokki eru þeir, sem trimma um helg- ar, þeir sem leika golf á laugardögum eða fara í laugamar við og við á sumrin, veiðitúr á haustin, eða skíði um helgar og gera sama sem ekkert þess á milli. Það sorglega við þennan flokk er það, að þeir sem í honum em, standa oft í þeirri trú að þessi áreynsla, sem þeir fá haldi þeim í góðu formi og þetta, sem þeir geri, sé þeim til heilsubótar. Ef þú ert í þessum flokki og vilt stunda lík- amsrækt, þá þarftu að gera þér grein fyrir hve margra stiga þú aflar þér á viku með þeirri á- reynslu, sem þú nú færð. Ef þú leikur t.d. golf um helgar, þarftu að bæta við 2 æfingatímum á viku, t.d. góð gönguferð og léttar leikfimiæfingar eða eitthvað annað. 12 mínútna próf KARLAR 40 ára 40 ára FLOKKUR 1 mjög lélegt 1600 m 1300 m n lélegt 1600—2000 m 1300—1700 m in nokkuð gott 2000—2400 m 1700—2100 m IV gott 2400—2800 m 2000—2400 m V mjög gott 2800 2400 KONUR 40 ára 40 ára FLOKKUR i mjög lélegt 1200 m 1000 m ii lélegt 1200—1600 m 1000—1400 m iii nokkuð gott 1600—1800 m 1400—1600 m IV gott 1800—2200 m 1600—2000 m V mjög gott 2200 m 2000 m 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.