Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 11
Reykjavíkurmeistarar í sundknattleik 1955, og héldum þeim titli óslitið í sex ár, til ársins 1960. Á þessum árum lék ég einnig knattspyrnu með KR og var í marki - yfirleitt sem varamarkvörður, en hætti svo alveg 1957 og helgaði mig handknattleiksmarkinu í KR eftir það. Það var svolítið merkileg tilviljun sem réði því að ég lenti í handknattleiks- markinu. Félagi minn og stórvinur um áraraðir, sem varði KR-markið í 2. flokki slasaðist á auga í miðju íslands- móti og bað mig að standa í markinu í hans stað. Því hefst handknattleiksferill minn inni á Hálogalandi, þar sem ég varði markið í leik á móti Ármenning- um, án þess að hafa nokkurn tíma mætt á handknattleiksæfingu. Þetta varð óskaleikur hjá okkur KR-ingum, og við unnum hann með 10 mörkum gegn 2. Þetta ár urðum við íslandsmeistarar í 2. flokki. Upp úr þessum öðrum flokki fórum við svo fjórir yfir í meistaraflokk KR, sem er KR-liðið sem var og hét - þetta fræknasta KR-lið í handknattleik, sem lék svo oft til úrslita við Hafnfirð- ingana. Þetta lið var stanzlaust Reykja- víkurmeistari frá 1955—1960, og á sömu árum lékum við alltaf til úrslita í ís- landsmótinu við FH en hlutum þó tit- ilinn aðeins einu sinni, en það var eftir jafnteflisleik við FH. Þessir úrslitaleik- ir, og þá ekki hvað sízt jafnteflisleikur- inn eru mér það minnisstæðasta frá handknattleiksferli mínumm — En hvað um landsliðið? — Jú, ég lék 7 landsleiki fyrir Island, — Ekki hef ég orðið vör við að skól- inn yrði út undan. Ég var í 8. bekk í Langholtsskóla í vetur og gekk það á- gætlega. Óneitanlega þá verður lítill tími aflögu fyrir önnur áhugamál. Dagskráin er fullskipuð með sundi og skóla. Þó kemst ég nokkrum sinnum yfir veturinn á skíði, og hef mjög gaman af. Mér finnst allt í lagi að lítill tími sé aflögu fyrir önnur mál, því ánægjan af sundinu er svo mikil að ég sakna einskis. Að vísu koma stundum tímabil þegar ég fæ léið á þessu öllu saman, en það er sem betur fer sjaldgæft. í heild- Framhald á bls. 65 Guðjón, Guðný og Ágústa láta fara vel um sig þegar næði gefst frá önnum starfs og æfinga. Guðjón, Guðný og Ágústa í lauginni. Bæði eru þau Guðjón og Ágústa sundþjálfarar hjá Ármanni. og það má geta þess hér til gamans að ég var í marki íslenzka liðsins þegar það vann sinn fyrsta sigur í innanhúss- landsleik. Það var í heimsmeistara- keppninni 1957, þegar ísland vann Rúmeníu 15—13. Meðan við vorum að spjalla við Guðjón kom yngsti fjölskyldumeðlim- urinn heim. Þorsteinn, 9 ára. Hann segist hvorki vera sundkaþpi né hand- knattleiksmaður, en mamma hans segir að hann eigi örugglega eftir að koma til, hann fari bara svona rólega af stað. Þó segist Þorsteinn halda með Ármanni í sundi og KR í handknattleik og hann hlýtur að launum viðurkenningar- augnaráð frá föður sínum. Heimasætan, Guðný, er ung að ár- um, aðeins 15 ára síðan í marz, en þrátt fyrir það hefur hún nú þegar náð frækilegum árangri í sundi og sett fjölda telpnameta. — Ég hóf sundæfingar þegar ég var 10 ára, sagði hún. — Að vísu þá byrjaði ég einnig í öðrum íþróttagreinum, svo sem í handknattleik og frjálsum íþrótt- um, en fljótlega kom í ljós, að það var sundið sem átti hug minn. Þetta er lík- lega í ættinni, því mín aðalsundgrein er líka 100 metra skriðsund. — Hvað ert þú búin að setja mörg met? — Núna á ég metin í 50, 100 og 200 metra skriðsundi fyrir 14 ára og yngri og metið í 200 metra fjórsundi. Ég hef. sett fleiri met, bæði í 400 metra fjór- sundi og 50 metra baksundi, en þau hafa nú verið slegin. — Hvernig gengur að sinna skólan- um og öðrum áhugamálum, jafnhliða öllum þessum sundæfingum? 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.