Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 18
með. Einu mennirnir sem virtust með á
nótunum hvað leikkerfið viðkom voru
Valsmennirnir sem vanir eru sama kerfi
— aðrir leikmenn virtust ekki átta sig
nægjanlega vel á því.
Vörn íslenzka landsliðsins stóð sig
reyndar vel í leiknum með Jóhannes
sem sterkan og ákveðinn herforingja
sem hafði góð tök á sínum mönnum, en
að öðru leyti var tæpast hægt að hrósa
liðinu né samvinnu þess og samteng-
ingu varnar og sóknar.
Við verðum að viðurkenna það að
danska liðið var greinilega betra á fles-
tum sviðum knattspyrnunnar. Allir
leikmennirnir voru mjög „tekniskir“ og
fóru fallega með boltann. Ég held að
aðalgalli liðs þeirra hafi verið sá að þeir
reyndu alltof mikið stutt spil — þrí-
hyrningsspil úti á vellinum. Slíkt hefur
litla þýðingu ef það er ekki notað sem
liður í því að sækja að marki andstæð-
inganna. Sem sagt: Danska liðið var
ágætlega leikandi lið úti á vellinum
með góða vörn og góða miðju, en afar
slakan sóknarleik. Ég hef reyndar ekki
séð mörg dönsk landslið leika, en er þó
nokkurn veginn viss um að við eigum
tæpast eftir að sjá svo lítið ógnandi
danskt landslið í náinni frmatíð.
VORUR
SEM VANDAÐ ER TEL
SERVERSLUN
FYRIR
FJALLA- OG
FERÐAMENN.
SNORRABRAUT 58 SÍMI 12045 Rekin af Hjálparsveit Skáta Reykjavík
Stefnir í einvígi
Vals og ÍA
Vík ég þá máli mínu að 1. deildar
keppni íslandsmótsins sem nú er vel á
veg komin. Svo virðist sem baráttan um
íslandsmeistaratitilinn muni verða ein-
vígi milli Vals og Akraness og ég vona
sannarlega að þetta sé ekki upphafið að
tveggja liða einokun á toppnum í ís-
lenzkri knattspyrnu, rétt eins og einok-
un Celtic og Rangers hefur verið í
Skotlandi. Slíkt væri allt annað en gott
fyrir íslenzka knattspyrnu og örugglega
ekki henni til framdráttar.
Vestmannaeyingar eru í 3. sæti í
keppninni þegar þetta er skrifað og ég
held að þeir verði þar, þegar upp verður
staðið í haust. Þeir eru greinilega að
sækja í sig veðrið eftir óvænt tap fyrir
Víkingum i fyrsta leik sínum í mótinu
sem fram fór í Vestmannaeyjum. Ósigri
þessum fylgdi góður útisigur yfir ÍBK,
þá öruggur heimasigur yfir FH, úti-
jafntefli við Þrótt, erfiður heimasigur
fyrir UBK, útijafntefli við KA og loks
heimatap fyrir ÍA. Á þessum úrslitum
má sjá að Eyjamenn eru óútreiknan-
legir en ég spái því að þeir muni leika
enn betur en þeir hafa gert þegar líður á
sumarið og jafnvel heyja harða baráttu
um annað sætið í íslandsmótinu.
Ég leyfi mér að setja Víking og Fram
undir sama hattinn. Það er afskaplega
erfitt að reikna út hvað þessi lið gera.
Það eina sennilega er að þau haldi
áfram að gera hið óvænta — þ.e. þegar
Úr leik Vals og Víkings í 1. deildinni í sumar.
Valsmenn trjóna núna á toppnum, en staða
Víkinga er svipuð og áður.
18