Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 45
Hvemig
er
aösta&a
þeirra?
Akureyri
íþróttavöllur Akureyrar
við Hólabraut
Hluti íþróttavallar Akureyrar, eða
hlaupabrautirnar, var tekinn í notkun 17.
júní 1951 og grasvöllurinn í ágúst 1953 á-
samt litlum malarvelli kast- og stökkað-
stöðu. Lokið var smíði vallarhúss og áhorf-
endasvæðis á þaki þess árið 1962. Gras-
völlurinn er 100x70 m, hlaupabrautir eru 4,
400 m langar.
Spurningar fþróttablaðsins:
1 Hvaða íþróttamannvirki eru þegar á staðnum, hvernig er ástand þeirra og eru þau fullnægjandi
1 fyrir íþróttastarfiðí í bæjarfélaginu.
2 Hefur verið íþróttaaðstaða til þess að nemendur grunnskólastigsins fengju lögboðna íþrótta-
kennslu?
3 Hverjar hafa verið helztu framkvæmdir vió íþrótta- mannvirki undanfarin tvö ár?
4 Hvað er framundan hjá bæjarfélaginu í gerð íþróttamannvirkja?
Á vetrum hefur íþróttavallarhúsið vefið
notað til íþróttaæfinga, einnig hefir farið
þar fram ýmis æskulýðsstarfsemi á vegum
bæjarins (æskulýðsráðs).
Starfsmenn á vellinum yfir sumarmán-
uðina eru þrír auk lausráðins fólks við
kappleiki.
íþróttavöllur Akureyrar hefur mjög oft
verið notaður sem aðalhátíðarsvæði bæjar-
ins á 17. júní.
Sanavöllur. bráðabirgða malarvöllur á
Oddeyri, 60x95 m. aðallega notaður haust
og vor fvrir knattspyrnuæfingar og einstaka
kappleiki. Nokkuð mikið notaður af hópum
úr fyrirtækjum. Engin búningsaðstaða er
við völlinn en búningsklefar og böð í-
þróttaskemmunnar notuð þegar rnikið
liggur við.
Hermann Sigtryggsson,
íþróttafulltrúi
svarar spurningum
íþróttablaðsins
íþróttavöllur Akureyrar er aðalkeppnis-
völlur bæjarins fyrir knattspyrnu og frjálsar
íþróttir. einnig fara þar fram æfingar í sömu
greinum og stundum er keppt í handbolta.
Búnings- og baðaðstaða er nokkuð góð, á-
haldaherbergi frekar lítið, herbergi eru fyrir
vallarverði og dómara. Tilfinnanlega vantar
húsnæði fyrir stærri áhöld og verkfæri vall-
arins, eins og traktor, sláttuvél o.fl.
% hlutar fyrirhugaðs áhorfendasvæðis er
enn óbyggt, einnig er mikill hluti af lóð
vallarins enn ófrágenginn.
45