Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 21
lagsins segir að tilgangur félagsins sé að
vinna að eflingu skotíþróttarinnar á
hinn fjölhæfasta hátt. Hér er ekki ein-
ungis átt við það að fá sem flesta til að
skjóta heldur einnig og jafnvel fremur
að menn auki hæfni sína með þátttöku í
skipulegum æfingum með aðstoð
reyndra manna. Rík áherzla er lögð á
öryggis- og umgengnisþáttinn. Þeir sem
stunda æfingar félagsins verða að fylgja
ströngum öryggisreglum, sem verða
fljótlega ósjálfráðar hvar sem menn
handleika skotvopn.
Starfsemi Skotfélags Reykjavíkur
Skotfélag Reykjavíkur hefur um
árabil haft til afnota dalverpi við Graf-
arholt sem heitir Leirdalur. Er þetta
einkasvæði fyrir félaga Skotfélagsins,
og aðgangur að því ekki heimilaður
öðrum en félögum. Þarna er sæmileg
aðstaða til iðkunar skotfimi, en nokkuð
hefur umgengni á svæðinu verið á-
bótavant undanfarin ár. Hafa Skotfé-
lagsmenn fullan hug á að gera þar
bragarbót og hafa aukið mjög aðhald.
Starfsemi á útisvæðinu skiptist í tvær
deildir. Annars vegar er haglabyssu-
svæðið, þar sem kastvélar fyrir flug-
skífur eru. Hins vegar er rifflasvæðið
með grindum fyrir skífur á 25—300
metra færi, ásamt skotborðum og upp-
hækkuðum grasbakka til að liggja á.
Þessi svæði eru aldrei notuð samtímis
og óheimilt er með öllu að skjóta annars
staðar á svæðinu, eða í aðrar áttir. Æf-
ingar með haglabyssum eru auglýstar
sérstaklega á ákveðnum tímum. Á öðr-
um tímum er rifflasvæðið opið, en ekki
er þó heimilt að skjóta þarna eftir kl.
23.00, vegna nágrannabyggðar.
Rifflasvæðið
Yfirleitt eru ekki haldnar skipulegar
æfingar á rifflasvæðinu, heldur koma
menn að eigin frumkvæði. Æfinga-
stjórar þar eru meðlimir rifflanefndar
eða stjómar. Séu þeir ekki á svæðinu
skulu menn ávallt koma sér saman um
æfingarstjóra.
Á æfingarsvæðinu er ávallt skylt að
hafa vopnið óhlaðið og lás þess opinn
nema rétt á meðan verið er að skjóta.
Ekki má hlaða í skotgeymi heldur skal
nota öll skotvopn sem einskota. Ekki
má hlaða skotvopn fyrr en æfingarstjóri
Framhald á bls. 66
21