Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 43
Þekkir þú
landið þitt?
{ síðasta íþróttablaðið birtum við mynd
af sex fögrum stöðum á íslandi og
spurðum lesendur hvort þeir þekktu þá.
Sjálfsagt hafa margir víðförlir kannast
við þessa staði en þeir voru eftirtaldir.
Efst til vinstri á bls. 8: Karl og Kerling í
Jökulsárgljúfrum; í miðið á bls. 8:
Múlafoss i Fjarðará. Neðst á bls. 8:
Barði. Efst á bls. 9: Tungustapi. í miðið
á bls. 9: Gýgjarfoss og neðst á bls. 9:
Flosagjá.
Bobby of dýr
Svo sem sagt var frá í síðasta íþrótta-
blaði gerði danska 3. deildarliðið
Herning samning við Bobby Moore,
fyrrverandi fyrirliða enska knatt-
spyrnulandsliðsins, um að hann léki
með liðinu í sumar. Átti Moore að fá
800 pund fyrir leik, og að auki flugfar-
gjöld fram og til baka, þar sem hann
ætlaði aðeins að koma til leikjanna, en
ekki æfa með Herning. Sú varð fljótt
raunin á að samningur þessi var danska
liðinu ofraun og tókst því að fá honum
riftað. Bobby Moore, sem þarna sést í
Herning-búningnum, olli líka áhang-
endum Herning-liðsins vonbrigðum og
var alls ekki sá töframaður, sem þeir
voru búnir að gera sér vonir um að
hann væri.
Þrír fengu úr
Fyrirtæki eitt er framleiðir arm-
bandsúr ákvað að gefa þeim leik-
mönnum sem fyrstir yrðu til að skora
í leikjum HM gullúr og þau reyndar
ekki af verri endanum. Úrin fengu
þeir Bemard Lacombe frá Frakk-
landi sem skoraði eftir 38 sekúndur í
leik Frakklands og Ítalíu, Elasques
frá Perú sem skoraði eftir 1,51 mín-
útu í leik Perú og íran og Austurrík-
ismaðurinn Schacher sem skoraði
eftir 9,17 mínútur í leik liðs síns við
Spánverja.
Hollenska knattspyrnustjarnan Joyan
Cruyff hefur nú lagt skóna á hilluna,
a.m.k. í bili, eftir 12 ára keppnisferil,
fyrst með hollenzka liðinu Ajax og síðar
með spánska liðinu FC Barcelona. Ekki
eru allir jafn ánægðir með þá ákvörðun
Johans að hætta í knattspyrnunni, og
enginn er þó óánægðari en tengdafaðir
hans, sem verið hefur nokkurs konar
framkvæmdastjóri tengdasonarins
undanfarin ár, og séð um alla samninga
fyrir hann. Lét karl hafa það eftir sér
þegar Cruyff hætti, að hann skildi ekk-
ert í þessu. Cruyff væri enn á bezta aldri
og gæti vafalaust haft mikla fjármuni í
viðbót fyrir knattspyrnuþátttöku sína.
Gaf karl í skyn að fjárhagur Cruyff væri
ekki alltof góður, en hið sanna mun
vera að Johan Cruyff er nú orðinn
vellauðugur og þarf ekki að hafa neinar
áhyggjur af framtíðinni.
Leikreyndir
Vestur-
Þjóöverjar
í Vestur-Þýzkalandi leika nú átta leik-
menn sem leikið hafa meira en 400 leiki
í 1. deildar keppninni. Leikjahæsti
maðurinn er Sepp Maier sem leikið
hefur 437 leiki, en síðan koma Horst
Höttges (Werder Bremen) 421 leikur,
Heinz Simmet (Köln) 417 leikir, Berti
Vogts (Borussia Mönchengladbach)
411 leikir, Wolfgang Overath (Köln)
409 leikir, Gerd Múller (Bayern Mún-
chen) 406 leikir, Michael Bella (Duis-
burg) 402 leikir og Klaus Zaczyk (HSV)
400 leikir. Flestir þessara leikmanna
eru enn í fullu fjöri og bæta vafalaust
mörgum leikjum enn í safn sitt.
Búbbi markhæstur
Jóhannes Eðvaldsson var markhæsti
leikmaður Celtic-liðsins á síðasta
keppnistímabili, en þá skoraði hann
samtals 12 mörk í úrvalsdeildarkeppn-
inni og í skozku bikarkeppninni.
Markhæsti leikmaðurinn í Skotlandi á
siðasta keppnistímabili var hins vegar
Johnstone (Rangers) sem skoraði 25
mörk í úrvalsdeildinni, 6 mörk í bikar-
keppninni og 6 mörk í deildarbikar-
keppninni. Næst markhæsti leikmað-
urinn var Harper (Aberdeen) sem
skoraði 27 mörk, Smith (Rangers) 26
mörk og McLeod (Hiberian) og
McGarvey (St. Mirren) sem skoruðu 20
mörk. Afrek Jóhannesar er þeim mun
athyglisverðara þegar það er tekið með
í reikninginn að hann leikur stöðu
varnarmanns í liði sínu.
Eftirsóknar-
verðar stöður
Það er ekki nema von að enskir knatt-
spyrnuþjálfarar sækist eftir að fá stöður
í arabaríkjunum, a.m.k. ef þeir hafa
það eins og Ronnie Allen, fyrrverandi
framkvæmdastjóri West Bromwich
Albion. Hann starfar nú sem landsliðs-
þjálfari í Saudi-Arabíu, þar sem hann
ekur um í Pontiac-bifreið af stærstu
gerð — auðvitað með loftkælingu, býr í
stóru einbýlishúsi, þar sem m.a. er sér-
stakur salur fyrir borðtennis, og í garð-
inum er auðvitað stór útisundlaug.
Þjónaliðið er samtals 10 manns, auk
tveggja matsveina og bifreiðarstjóra
því ekki má stjórinn hafa fyrir því að
aka Pontiac-bifreiðinni sjálfur. „Þetta
er eins og í ævintýrinu þúsund og ein
nótt,“ sagði Allen í viðtali við brezkan
blaðamann sem heimsótti hann í sæl-
una fyrir skömmu.
Givens hættir
Allar líkur eru á því að hinn þekkti
knattspyrnumaður Queens Park Rang-
ers og írska landsliðsins, Don Givens,
skipti um félag áður en næsta keppnis-
tímabil hefst. Givens sem nú er orðinn
28 ára hefur samning við Q.P.R. sem
rennur út í sumar, og hefur hann fullan
hug á að breyta til. Helzt vill hann þó
búa í London áfram, og sagt er að hann
hafi mikinn hug á að komast til
Tottenham Hotspur, og að það félag
hafi einnig mikinn áhuga á að fá þenn-
an frækna garp til sín.
43