Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 5
i blaóinu
íþróttafjölskyldan:
íþróttablaðið brá sér í heimsókn til íþróttafjölskyld-
unnar Ágústu Þorsteinsdóttur, Guðjóns Ólafssonar
og Guðnýjar Guðjónsdóttur. Ágústa var á sínum tíma
ókrýnd sunddrottning íslands og setti hvert íslands-
metið af öðru í sundi. Guðjón var landsliðsmarkvörð-
ur í handknattleik og nú fetar dóttirin, Guðný, ífótspor
móður sinnar og er orðin ein fremsta sundkona
landsins.
Hreinn Halldórsson
Hinn frábæri frjálsíþróttamaður Hreinn Halldórsson,
hefur átt við meiðsli að stríð að undanförnu, en er nú
að ná sér á strik og segir í viðtali við íþróttablaðið að
hann vonist eftir því að geta orðið meðal þátttakenda
á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Prag íTékkó-
slóvakíu í sumar. Er vonandi að Hreinn nái sér á strik
því víst má telja að hann verði í fremstu röð í Prag ef
hann gengur sæmilega heill til skógar.
Ingi Björn skrifar:
Ingi Björn Albertsson skrifar um menn og málefni
knattspyrnuíþróttarinnar eins og í síðasta blaði. Fjall-
ar Ingi Björn aðallega um landsleikinn við Dani á
dögunum og um 1. deildar keppni íslandsmótsins.
Kemur fram í grein hans m.a. það álit að óþarfi sé að
sækja leikmenn til annarra landa til þess að leika
landsleiki. Segir Ingi Björn að það séu aðeins tveir
leikmenn sem leika erlendis sem séu sjálfsagðir í
landsliðið, þeir Ásgeir Sigurvinsson og Jóhannes
Eðvaldsson.
Ragnar Ólafsson skrifar:
Ftagnar Ólafsson, einn fremsti íslenzki kylfingurinn
mun í sumar skrifa greinar um íþrótt sína fyrir
íþróttablaðið og birtist fyrsta grein hans að þessu
sinni. í henni fjallar Ragnar almennt um stöðu golf-
íþróttarinnar og það sem framundan er hjá íslenzkum
kylfingum á þessu keppnistímabili.
Þeir gömlu — frægu:
Þeir lögðu heiminn að fótum sér, nefnist grein um
nokkra fræga knattspyrnukappa er mikið bar á fyrir
um það bil áratug. Má þar nefna menn eins og Uwe
Seeler, Jashin og fleiri. Þetta voru kappar sem komu
oft við sögu þegar fjallað var um afreksíþróttamenn
þessa tímabils, og vafalaust muna margir eftir þeim
enn þann dag í dag.
Akureyri
Iþróttablaðið kynnir nú íþróttamannvirki og íþrótta-
aðstöðu á Akureyri og er það hinn kunni íþróttafröm-
uður þar, Hermann Sigtryggsson sem aðstoðaði
blaðið við þessa grein. íþróttir hafa jafnan staðið í
miklum blóma í höfuðstað Norðurlands, og mikið
hefur verið þar gert til þess að hlú að íþróttaæskunni
og skapa henni aðstöðu.
Heimsmeistarakeppnin:
Heimsmeistarakeppninni í Argentínu er nú lokið með
sigri heimamanna. Var keppnin stundum kölluð þriöja
heimsstyrjöldin og milljónir manna — ef ekki tugmill-
jónir fylgdust með því sem gerðist í Argentínu. Því er
við hæfi að fþróttablaðið drepi á nokkra atburði sem
gerðust í keppninni og kynni helztu stjörnur hennar.
Annað
Af öðru efni í blaðinu má nefna grein Jóhannesar
Sæmundssonar um almenningsíþróttir og er ástæða
til þess að hvetja sem flesta til þess að kynna sér
hana, og kynnast líkamsástandi sínu með tilliti til
þeirra taflna sem fram koma í greininni. Þá er og viðtal
við Sigurð Geirdal, framkvæmdastjóra UMFf, örn
Eiðsson, formann Frjálsíþróttasambandsins og fleira
efni er svo í blaðinu.
5