Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 30
Alfredo di Stefano — Garrincha
1. maí 1971 lék hann sinn síðasta leik á
Volkspark, og var þá samankomið mikið
úrval knattspyrnumanna á vellinum:
George Best, Bobby Moore, Bobby Charlt-
on, Gordon Banks, Eusebio, Gianni Rivera
og fleiri.
Þegar leiknum lauk ruddist fjöldi áhorf-
enda inn á leikvöllinn, tók Uwe Seeler á
gullstól og hljóp þannig með hann hring
eftir hring.
Jashin vildi verða
sóknarleikmaður
Það sem Uwe Seeler var fyrir Þjóðverjana
var Lev Jashin fyrir Sovétmenn. Hann átti
þann draum í æsku að verða miðframherji í
knattspyrnuliði, en skipti um skoðun eitt
sinn er hann hlustaði á útvarpslýsingu frá
leik milli Chelsea og Dynamo Moskva, sem
fram fór í London, en í leik þeim var
markvörður sovézka liðsins, Alexei Khom-
ich aðalhetja leiksins og varði mark
Dynamo stórkostlega. Upp frá því dreymdi
Jashin um að verða jafnfrægur markvörður
og Khomich.
Og svo skemmtilega vildi til að Jashin
fylgdi nokkurn veginn í fótspor þessa leik -
manns, ekki aðeins hjá sovézka landsliðinu,
heldur lék hann einnig með sama félagsliði.
Munurinn var aðeins sá að Jashin var miklu
betri. Englendingar kölluðu hann „svarta
pardusinn“, vegna þess að þegar hann lék
var hann jafnan svartklæddur og hreyfingar
hans voru í senn ótrúlega snöggar og
mjúkar.
Annars vakti Jashin fyrst á sér athygli
sem íshokkíleikmaður, en þegar hann hafði
orðið sovézkur meistari í þeirri íþróttagrein
söðlaði hann alveg yfir í knattspyrnuna og
átti öðrum fremur þátt í því að Dynamo
Moskva vann sovézka meistaratitilinn fimm
sinnum á sjötta áratugnum.
Sína fyrstu landsleiki fékk Jashin árið
1956, en þá lék hann með sovézka liðinu
sem hreppti gullverðlaun á Ólympíuleik-
unum. Árið 1963 var hann kjörinn „knatt-
spyrnumaður ársins í Evrópu" og er hann
eini markvörðurinn sem þann titil hefur
hlotið. Það sama ár sýndi hann stórkostleg-
an leik er hið svokallaða heimslið mætti
Englendingum á Wembley-leikvanginum í
London.
Jashin lék kveðjuleik sinn með Dynamo
árið 1970 og var þá fengið úrvalslið skipað
mörgum frægum knattspyrnumönnum til
að leika við liðið. Áhorfendur að leik þess-
um sem fram fór á Leninleikvanginum voru
103.000 talsins, og var auðséð að Jashin átti
miklum vinsældum að fagna meðal þeirra.
Eftir að Jashin lagði keppnisskóna á hilluna
tók hann við stjórn mála hjá Dynamo
Moskvu og þótti standa sig vel þar, þótt ekki
ætti hann ef til vill eins mikilli velgengni að
fagna þar, og á milli markstanganna.
Puskas fékkst fyrir
smápening
Það var með hálfum huga sem spánska
félagið Real Madrid gekk frá samningum
sínum við ungverska knattspymumanninn
Ferenc Puskas árið 1958. Ekki vegna þess
að um háa fjárupphæð væri að tefla, ( —
þvert á móti fékkst Puskas fyrir upphæð
sem ekki þótti umtalsverð í herbúðum þessa
fræga liðs, eða um 35 milljónir króna), —
heldur fremur vegna þess að hann var orð-
inn 32 ára að aldri, þótti feitur, og hafði
leikstíl sem talið var að ekki myndi henta
Real Madrid-liðinu. Að auki hafði hann
harla lítið tekið þátt í knattspymu í þau tvö
ár sem liðin voru frá þvi hann flúði
Ungverjaland.
En það sýndi sig fljótt að Puskas var enn
maður fyrir sínu, leikmaður sem gat til-
einkað sér hvaða leikkerfi sem var, gert
hvað sem var á vellinum.
Góð frammistaða hans átti þátt í því að
Real Madrid vann Evrópubikar meistara-
liða fimmta árið í röð, og hann lék með
liðinu í fimm keppnistímabil og varð
markhæsti leikmaður spænsku knattspyrn-
unnar í fjögur ár. Var það raunar ekki nýtt
fyrir hann að skora mörg mörk, og má
nefna sem dæmi um hæfni hans á því sviði
að hann skoraði 85 mörk í 84 landsleikjum
sínum með Ungverjalandi.
Puskas var kornungur drengur þegar
menn komu auga á einstaka knattspyrnu-
hæfileika hans. Hann lék þá með strákaliði í
Kipest í Ungverjalandi og enginn af jafn-
öldrum hans hafði roð við honum. Sagt var
að faðir hans hefði aðeins haft efni á því að
kaupa eitt par af skóm handa sonum sínum
tveimur, að Puyskas hefði fengið skóinn á
hægri fótinn, og vegna þess hve skórinn var
fínn og dýrmætur, þorði hann ekki að nota
hann til þess að spyrna knetti með og vandi
sig því á að skjóta með vinstra fæti.
Hann var aðeins 17 ára að aldri þegar
hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ung-
verjaland, gegn Austurríkismönnum, sem
voru þá „erfðafjendur" Ungverja í þessari
íþróttagrein. Puskas fékk peysuna með töl-
unni 10 á bakinu, og þeirri tölu hélt hann í
þau 11 ár sem hann lék með landsliðinu,
þau 11 ár sem minnzt er sem bezta tímabils
Ungverjalands í knattspymunni, tímabils
þegar liðið vann heimsmeistaratitilinn í úr-
slitaleik við Vestur-Þjóðverja í Bem. í þeim
leik var Puskas meiddur og gat ekki beitt sér
sem skyldi, en það talar gleggstu máli um
hæfileika hans, að þótt hann væri ekki
nema hálfur maður í úrslitaleiknum var
hann hafður inná allan leikinn.
Árið áður hafði Puskas kennt Englend-
ingum eftirminnilega lexíu, er hann og fé-
lagar hans unnu Englendinga 6—3 á
Wembley leikvanginum í London, að við-
stöddum 100.000 áhorfendum. Var það
jafnframt fyrsti ósigur Englendinga í leik
við lið frá Austur-Evrópu. Ensku blöðin
sem höfðu það á orði að svo stór sigur
Ungverja hefði verið tilviljun urðu að taka
þau orð aftur, er liðin mættust skömmu
síðar í Budapest, þar sem Ungverjamir
sigruðu 7—1.
Bóndasonurinn sem
varð milljóneri
Þótt Puskas væri mikilvægur leikmaður
hjá Real Madrid var það þó argentínski
bóndasonurinn Alfredo di Stefano, sem lék
þar lengi aðalhlutverkið. Hann lék alls 510
leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 428
mörk.
„Evrópubikarinn ... ? Ég á hann ..var
eitt sinn haft eftir di Stefano og þóttu þetta
djarfmannleg ummæli. En það var fyrst og
fremst vegna hans miklu hæfileika að Real
Madrid hreppti þennan bikar í fimm fyrstu
skiptin sem keppt var um hann. Ótrúlegur
kraftur og dugnaður hans í leikjunum og
hæfileikar hans til þess að skora mörk,
færðu honum viðurnefnið „hvíta örin“.
Fimm sinnum varð hann markhæsti
leikmaður spænsku knattspyrnunnar og
tvisvar sinnum var hann kjörinn knatt-
spymumaður ársins í Evrópu. Hann lék sjö
landsleiki fyrir Argentínu og 31 landsleik
fyrir Spán. I þeim leikjum skoraði hann 23
mörk. I Evrópubikarkeppninni lék hann
alls 58 leiki og skoraði í þeim 49 mörk, þar
af þrjú í úrslitaleik Real Madrid og Ein-
tracht Frankfurt sem fram fór á Hampden
Park í Glasgow'. Real Madrid sigraði í þeim
leik 7—3!
Di Stefano lauk ferli sínum sem knatt-
spyrnumaður hjá spánska liðinu Espanol og
gerðist síðan framkvæmdastjóri hjá Val-
encia og gerði það lið að spænskum
meistara.
Kunni ekki að lesa —
en skoraði mörk
Já, og svo má auðvitað minnast brasilíska
knattspyrnumannsins Garrincha, sem var
svo hjólbeinóttur að undrum sætti, rang-
eygður og kunni hvorki að lesa né skrifa. En
að leika knattspyrnu — það var hans fag, og
það var sagt, að mótherjar hans yrðu jafnvel
enn rangeygðari en hann sjálfur, þegar þeir
voru að eiga við hann á knattspymuvellin-
um. Þessi maður gat allt. Hann lék and-
stæðinga sína upp úr skónum, hafði óþrjót-
andi orku og fáir knattspyrnumenn hafa
getað skotið fastara en hann.
Nafnið Garrincha þýðir „lítill fugl sem
erfitt er að veiða“ og þótti það hæfa honum
vel. Hann kvæntist þegar hann var 14 ára og
eignaðist 17 dætur með konu sinni. Þá var
það að hann kynntist dansmær á nætur-
klúbbi, og gaf þá konuna sína og knatt-
spyrnuna endanlega upp á bátinn.
30