Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 49
Vetraríþróttamiðstöðin í Hlíðarfjalli
Skíðahótelið:
Skíðahótelið er byggt á árunum
1955—1964. Rekstur hófst 1962. Húsið er
2450 rúmmetrar á þrem hæðum.
Gistiaðstaða í tveggja manna herbergjum
fyrir 22 gesti, í svefnskálum fyrir 70 manns.
Eldhús, borðsalur fyrir 80 manns, setustofa,
gufubaðstofa, böð, fata- og skógeymslur,
skíðaleiga o.fl.
Stólalyftan:
Stólalyftan er byggð 1967, hún er 1000 m
löng, hæðarmunur 200 m. Afköst 580
manns á klst.
Stromplyftan:
Stromplyftan er byggð 1974, hún er 500
m löng, hæðarmunúr 200 m og afköst 520
manns á klst.
Hjallabraut (togbraut):
Byggð 1975, 400 m löng og hæðarmunur
er 100 m. Afköst hennar eru 1430 manns á
klst.
Hólabraut (togbraut):
Byggð 1964, endurbyggð 1974. Hún er
320 m löng, hæðarmunur 45 m. Afköst eru
1500 manns á klst.
Önnur mannvirki, tæki og annað sem til-
heyrir eða er í tengslum við vetraríþrótta-
miðstöðina er sem hér segir:
Vegur, upphaflega byggður 1953—1955,
endurbyggður og breytt um vegarstæði
1970-1972.
Háspennulínur: Frá Lögmannshlíð að
Skíðahóteli lögð 1955 og frá Skíðahóteli á
Stromphæð (700 m hæð yfir sjó) lögð árið
1964.
Flóðlýsing á skíðabrekkum sett upp á ár-
unum 1970—1975.
Snjótroðari kom til bæjarins 1974.
Skíðastökkbraut ca. 50 m braut við Ásgarð.
Unnið hefur verið að endurbyggingu henn-
ar s.l. 2 ár.
Skíðaskóli er starfræktur á hverjum vetri í
Hlíðarfjalli.
Rekstrartími Vetraríþróttamiðstöðvar-
innar er frá 15. janúar til 1. maí ár hvert, þó
geta snjóalög valdið því að rekstur sé eitt-
hvað lengur eða skemúr. Tveir menn eru
fastráðnir allt árið við miðstöðina og tveir
menn í hálfu starfi auk lausafólks í Skiða-
hóteli, lyftum og kennslu þá mánuði sem
aðalskíðatíminn stendur yfir. Auk þess að
vera almennur skíðastaður er Vetrarí-
þróttamiðstöðin notuð mikið af skólum og
dvelja skólabekkir 1 til 3 sólarhringa í
Skíðahótelinu við skíðaæfingar. Er dvöl
þeirra nokkuð samfelld meðan skíðatíminn
stendur yfir.
Strýta heitir skáli í eigu Skíðaráðs Akur-
eyrar. Hann er staðsettur við efri enda
stólalyftunnar við rætur aðal keppnisbrekku
svigmanna. Skálinn er 4x12 m með risi. í
honum er aðstaða til smá veitingasölu, af-
drep fyrir skíðafólk, og uppi á loftinu er
herbergi fyrir starfsmenn móta, þar sem
tímataka fer fram.
Ofar í fjallinu eru tveir litlir skúrar við
ræsimark í svigi og stórsvigi.
49