Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 55
ÞJÓÐHETJAN
Ef nokkur knattspyrnumaður
hefur orðið að þjóðhetju þá er
það Mario Kempes, sem tví-
mælalaust var maður leiksins í
úrslitum heimsmeistarakeppn-
innar í knattspyrnu í Argentínu.
Þessi 24 ára leikmaður var mað-
urinn á bak við flestar hættuleg-
ustu sóknaraðgerðir Argentínu-
manna og sjálfur skoraði hann
tvö mörk í leiknum á 37. og 103.
mínútu. Sú gagnrýni sem haldið
var uppi á argentínska iandsliðs-
þjálfarann fyrir keppnina að
kalla á Kempes frá Spáni breytt-
ist því í ótvíræðar traustsyfirlýs-
ingar.
andstæðinga sinna með hraða sínum og
óbilandi kjarki. Þeir höfðu því ákveðið
fyrirfram að hafa sérstakar gætur á
Kempes, og segir sagan að hollenzku
leikmennirnir hafi fengið þau fyrirmæli
að „láta Kempes finna fyrir því“ strax
frá upphafi leiksins. En allt kom fyrir
ekki. Kempes smaug frá mótherjum
sínum, stökk upp úr „taklingum“ þeirra
og var illviðráðanlegur.
— Var sigur Argentínu verðskuldað-
ur? spurðu blaðamennirnir á fundin-
um.
— Eftir gangi leiksins tel ég að svo
hafi verið, sagði Kempes. — Þegar
Ardiles var tekinn út af í seinni hálf-
leiknum náðu Hollendingar reyndar
betri tökum á leiknum um tíma. Var
varla við öðru að búast þar sem Ardiles
hefur stjórnað spili okkar meira og
minna í keppninni og verið feiknalega
dugmikill leikmaður. En þrátt fyrir allt
áttum við fleiri góð tækifæri í leiknum
en Hollendingar og áttum því að vinna,
sem við og gerðum.
Þegar harka leiksins var rædd við
Kempes sagði hann:
— Hollendingarnir voru alltof grófir
og hugsuðu oft um það eitt að sparka
okkur niður. Þegar við tókum á móti
var ekki við öðru að búast en leikurinn
yrði nokkuð grófur.
Nú blandaði hollenzkur blaðamaður
sér í viðræðurnar við Kempes og sagði:
— Hvar hafa argentínsku leikmenn-
irnir lært að detta svo fagurlega og
sannfærandi sem þeir gerðu í úrslita-
leiknum?
— Hefðir þú leikið knattspyrnu vissir
þú hvað þessi spurning er heimskuleg,
svaraði Kempes og bandaði blaða-
manninum frá sér.
— Varstu ánægður með dómarann?
var spurt.
— Hann hefði átt að reka verstu
Hollendingana útaf, svaraði Kempes
og bætti því við að það væri haugalygi í
Hollendingum að Argentínumenn
hefðu viljandi slegið þá í andlitið.
— Það verður hátíð í Argentínu
næstu vikurnar, sagði Kempes í lok
fundarins. — Við, leikmennirnir, gleðj-
umst yfir því að hafa breytt svita og
erfiði undanfarinna æfingavikna í gull.
Það var það bezta sem við gátum hugs-
að okkur.
Á blaðamannafundi sem haldinn var
eftir úrslitaleikinn var Kempes mið-
punkturinn og virtist hann kunna því
vel. Allar auglýsingar koma honum til
góða, og hjálpa honum að ná því
markmiði að vinna sér inn sem allra
mesta peninga sem atvinnumaður í
íþróttinni. Hann leikur nú með spánska
liðinu Valencia, og sagði á umræddum
fundi, að frammistaða sín í keppninni
yrði væntanlega til þess að hann gæti
aukið kaupkröfur sínar þar, og haft það
betra fjárhagslega eftir en áður.
— Hvernig var að skora tvö mörk í
úrslitaleiknum? spurðu blaðamennirnir
Kempes.
— Það var dásamleg reynsla. En ég
hefði ekki skorað tvívegis ef félagar
mínir hefðu ekki hjálpað mér. Þetta var
sigur Argentínu, ekki einstakra leik-
manna liðsins.
Mario Kempes skoraði bæði mörkin
í leiknum með vinstri fótar skotum, en
fyrir þau er hann frægur. Hann getur
þó einnig skotið með hægri fætinum og
hefur gert mörg mörk þannig. Líkist
hann að þessu leyti hollenzka snill-
ingnum Johan Cruyff, þótt þeir eigi
raunar afarfátt sameiginlegt annað.
Hollendingar vissu fyrirfram að
Kempes kynni að verða þeim hættu-
legur. í fyrri leikjum sínum með
Argentínu í keppninni hafði hann hvað
eftir annað gert mikinn usla í vörnum
Mario
Kempes
55