Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 61

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 61
Dick Nanninga var leynivopnið Leynivopn Hollendinga í úrslita- leiknum við Argentínumenn átti að vera Dick Nanninga, leikmaður sem í Hollandi er oft kallaður „skalla- kóngurinn frá Roda“. Það var þó ekki fyrr en eftir stundarfjórðungs leik í seinni hálfleik sem Ernst Happel kallaði Johnny Rep útaf og setti Nanninga inn á. Nanninga hafði lítil tækifæri fengið í keppninni fram að þessu. Hann var reyndar settur inn á í leik Hollands og Vestur- Þýzkalands, en var þá fljótlega rek- inn af velli, þar sem dómarinn, Ram- on Barreto frá Uruguay hélt að hann væri að gera grín að sér. Nanninga var fljótur að sýna að hann átti erindi inn á völlinn í úr- slitaleiknum, þar sem hann skoraði níu mínútum fyrir leikslok, og auð- vitað með skalla. — Það var auðvitað gaman að skora, en jafnleiðinlegt var að tapa þessum leik, sagði Dick Nanninga eftir leikinn. — Ég mun aldrei gleyma Argentínumanninum sem ég átti mest í höggi við í leiknum, Passarella. Það er óheiðarlegasti knattspyrnumaður sem ég hef komist í kynni við. AHtaf þegar dómarinn sneri baki við okkur, gaf hann mér olnbogaskot eða barði mig. Ég reyndi að vekja athygli dómarans á þessu, en það var eins og að skvetta vatni á gæs. „Hann er blóðugur r a höndunum“ — þjálfari Brasilíu: Claudio Coutinho borinn þungum sökum Þjálfari Brasilíumanna, Claudio Coutinho, var borinn þungum sökum meðan á HM í Argentínu stóð. Eitt stærsta blaðið sem út er gefið á ensku í S-Ameríku „Latin America“ birti langa grein um þjálfarann, undir fyrirsögn- inni: „Hann er blóðugur á höndunum“, og kom fram í henni að Coutinho hefði á sínum tíma verið böðull yfir pólitískum föngum í Brasilíu. Claudio Coutinho var fallhlífarher- maður í Brasilíuher um tíma og hefur allt frá unga aldri verið atvinnuher- maður. Sagði hann fyrst stöðu sinni í hernum lausri í fyrra, er hann tók við þjálfun landsliðsins. 1963 studdi hann Carlos Lacereda og tók þátt í uppreisn sem gerð var í Brasilíu ári síðar. í framhaldi af því er sagt að honum hafi verið falið að yfir- heyra pólitíska fanga í fangelsum í Brasilíu og þar hafi hann staðið sig þannig, að böðlar frá öðrum ríkjum hafi verið sendir til þess að læra af honum. Umrætt blað segir að Coutinho hafi fengið fanga sína til þess að játa hvað sem var með pyntingum sínum, og segja hann sérfræðing í pyntingarað- ferð þeirri sem kölluð er „síminn“, en hún felst í því að böðullinn slær með flatri hendi á eyra píslarvottsins. Þegar ummæli blaðsins voru borin undir þjálfarann svaraði hann því einu til að slík fréttamennska væri ekki svara verð og dæmdi sig sjálf. En hvort sem ásakanir blaðsins eru réttar eða ekki, er víst að Coutinho hafði sannkallaðan heraga í herbúðum knattspyrnuliðs Brasilíumanna. Hann setti leikmönnunum 19 boðorð og hik- aði ekki við að hegna þeim, brytu þeir út af þeim. Meðal boðorðanna 19 voru eftirtalin: Leikmenn mega ekki vera síðhærðir. Leikmenn mega ekki taka þátt í pen- ingaspili. Leikmenn mega ekki drekka áfengi. Leikmenn mega ekki gagnrýna félaga sína. Leikmenn mega ekki setja fram fjárkröfur. Leikmenn mega ekki koma fram í auglýsingum. Leikmenn verða að hlýða dómara og línuvörðum skilyrðislaust á vellinum. Leikmenn verða að hlýða boðum þjálfara síns, hvort sem hann gefur þeim skipanir á nóttu eða degi. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.