Íþróttablaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 26
Ólafur Jóhannesson þjálfari meistaraflokks FH ásamt Davíð syni sínum sem sló pabba sínum við með því að
verða íslandsmeistari með 5. flokki FH.
Á TOPPNUM
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH í knattspyrnu
Það lið sem vakti hvað mesta at-
hygli í 1. deildinni í knattspyrnu síð-
astliðið sumar ásamt KA var FH. Ný-
liðarnir í deildinni skutu „stóru" lið-
unum ref fyrir rass, losuðu sig við
„jó-jó" stimpilinn og höfnuðu í 2.
sæti sem tryggir þeim sæti í Evrópu-
keppni félagsliða að ári. í raun geta
strákarnir í FH sjálfum sér um kennt
að varðveita ekki íslandsbikarinn í
eitt ár því þeir áttu alla möguleika á
því að tryggja sér titilinn í síðustu
umferðinni. En FH-ingar eru þolin-
móðir og reynslunni ríkari og bíða
væntanlega óþreyjufullir eftir næsta
keppnistímabili.
Sá sem á hvað mestan þátt í vel-
gengni FH á árinu, að mati undirrit-
aðs, er þjálfari liðsins, Ólafur Jóhann-
esson, en hann leikur jafnframt með
liðinu. Ólafur hefur verið þjálfari
þriggja liða og öll hafa þau unnið sig
upp um deild. Sumarið 1981 vann
Einherji sig upp úr 3. deild og stjórn-
aði hann liðinu einnig eitt ár í 2.
deild. Sumarið 1983 kom hann
Skallagrími sömuleiðis upp úr 3.
deild og lék liðið undir hans stjórn
árin 1984 og 1985. Síðara árið í 2.
deild hafnaði liðið í4. sæti f 2. deild.
Árið 1986 lék Ólafur með FH en með
Val sumarið 1987. Hann tók síðan
við FH-liðinu í 2. deild 1988 sem
sigraði í deildinni og setti glæsilegt
stigamet, hlaut44 stig. Árangur FH í
ár hefur þegar verið tíundaður og
dylst engum að Ólafur er mjög hæfur
þjálfari. Hann nær alla vega góðum
árangri og það skiptir mestu máli.
Ólafur er fæddur árið 1957 og lék
ýmist með Haukum eða FH á sínum
yngri árum. Hann var ekki nema 24
ára gamall þegar hann réð sig sem
þjálfara á Vopnafjörð og þá var ekki
aftur snúið. „Það er öllum nauðsyn-
legt að búa úti á landi um tíma og var
afskaplega gott að vera á Vopnafirði.
Maður var laus við allt stress og ró-
legheitin áttu vel við mig."
Nýafstaðið keppnistímabil er um-
ræðuefnið að þessu sinni og var
26