Íþróttablaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 27
Meistaraflokkur FH sumarið 1989.
Ólafur spurður hvort hann væri
ánægður með árangur FH þegar á
heildina er litið?
„Já, ég er mjög ánægður, annað er
ekki hægt. í upphafi móts stefndum
við að því að halda sæti okkar í deild-
inni. Um miðbik mótsins, þegar Ijóst
var að við vorum lausir við falldraug-
inn settum við stefnuna á titilinn.
Annað kom ekki til greina þegar við
sáum hvernig mótið þróaðist."
— Hvað veldur því að FH-liðið
sem hefur nánast leikið í 1. og 2. deild
til skiptis á undanförnum árum tekur
svo miklum stakkaskiptum að það
verður topplið á einu ári?
„Þegar ég tók við liðinu í 2. deild
settist ég niður með stjórnarmönnum
þess og við veltum fyrir okkur
hvernig við gætum búið til heiIsteypt
lið. Við tókum þá afstöðu að byggja
allt á þeim mannskap sem var fyrir
hendi og byrja á því að aga strákana.
Það verður að segjast eins og er að
liðið hafði ekki verið nógu agað. Við
sigruðum 2. deildina mjög auðveld-
lega og notuðum tímann til þess að
búa mannskapinn sem best undir
slaginn í 1. deild. Til liðs við okkur
gengu Birgir Skúlason og Guðmund-
ur Valur Guðmundsson, báðir úr Þór
og styrktu þeir hópinn verulega.
Keppnistímabilið byrjaði síðan með
keppnis- og skemmtiferð til Kara-
bíska hafsins, sem tókst einstaklega
vel, ogsíðan hófstslagurinn. Það sem
skipti líka sköpum fyrirokkur í sumar
var að við sluppum algjörlega við
OPIÐ virka daga til kl. 19
og alla laugardaga kl. 10 -14
Ýmsar vörur fyrir
íþróttafólk
Lyf og efnavörur
Hjúkrunar- og
hreinlætisvörur
Sjúkrakassar
Lyf jakistur í bóta,
skip og á vinnustaði.
Upplýsingar um vaktþjónustu
ísíma 51600 (símsvari)
STRANDGÖTU 34, SÍMAR 51600 - 50090
27