Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 32

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 32
íslandsmeistarar í 5. flokki FH „GULLIT BESTUR" Arnar Viðarsson, Isiandsmeistari með 5. flokki FH Arnar Viðarsson. Arnar ásamt félögum sínum í 5. flokki, Ólafi, Trausta og Jóhanni. Einn af framtíðarmönnum FH í knattspyrnu og íslandsmeistari í 5. flokki er Arnar Viðarsson. Arnar á ekki langt að sækja knattpspyrnu- hæfileikana því hann er sonur Viðars Halldórssonar, fyrrum leikmanns FH og íslenska landsliðsins. Arnar er 11 ára og er í 5. bekk í Engidalsskóla í Hafnarfirði. Hann segist hafa mest gaman af stærðfræði í skólanum og segir ennfremur að það sé fullt af sætum stelpum í bekknum hans. Arnar byrjaði að sparka bolta 3 ára gamall og var það án efa pabbinn sem kom honum á bragðið. Hann hefur tvisvar sinnum orðið íslands- meistari í fótbolta en auk þess að hljóta titilinn í sumar sigraði FH í 6. flokki fyrir tveimur árum. Á Tomma- móti 6. flokks í Vestmannaeyjum í fyrra var Arnar kjörinn besti leikmað- urinn og er það mikil viðurkenning. Hann var spurður hvort hann hefði búist við að vera valinn sá besti. „Nei, eiginlega ekki. Ég hélt að GuðmundurSævarsson FH eða Eiður Smári Guðjohnsen yrðu valdir." — í hvaða stöðu leikur þú? „Ég hef stundum verið „center", stundum á miðjunni en oftast varnar- maður. Ég lék í vörninni í sumar." — Töpuðu þið mörgum leikjum í sumar? „Nei, bara einum gegn ÍR á ESSO- mótinu og svo gerðum við jafntefli við Breiðablik á íslandsmótinu. Úr- slitaleikinn á íslandsmótinu unnum við 4:0 og var sá leikur á móti ÍR." Arnaræfir handbolta með 5. flokki FH en hann hefurorðið fslandsmeist- ari með 6. flokki fgreininni. „Fótbolt- inn er samt skemmtilegri en það er fínt að vera í handbolta á veturna." — Hver er uppáhalds fótbolta- maðurinn þinn? „Steve Nichol í Liverpool." — En hver er bestur í heimi? „Gullit, það er engin spurning. Pabbi sá hann um daginn á hóteli í Hollandi." — Leikur þú þér stundum með pabba þínum í fótbolta f stofunni? „Nei, við megum aldrei vera í stof- unni því mamma verður svo rosalega reið. Við erum stundum í fótbolta á ganginum en samt er ég búinn að brjóta einn vasa og eina mynd. Jú, auðvitað varð mamma líka reið þá." 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.