Íþróttablaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 34
Fimleikastúlkur úr fimleikafélaginu Björk Hafnarfirði.
BETRI TÍÐ
Hlín Árnadóttir, þjálfari hjá
fimleikafélaginu Björk
Þegar Hlín Árnadóttir, fimleika-
þjálfari í Hafnarfirði, var sjálf í fim-
leikum hjá Ármanni, þá 18 ára göm-
ul, voru fimleikar á íslandi töluvert
frábrugðnir því sem tíðkast í dag.
„Þaðerekki hægtað líkjafimleikum í
dag saman við hvernig þeir voru í
„gamla daga". Þegar ég var ung fór-
um við bara aftur á bak í brú og gerð-
um svoleiðis æfingar. Ég man að við
sýndum eitt sinn fimleika uppi á
borðum í gamla Claumbæ. Þá var
aðalmáliðað vera liðugur íbakinu og
kúnstin var sú að fetta sig nógu mikið
aftur á bak og ná í blómið, sem var á
borðinu, með munninum. Þetta vakti
mikla kátínu. En nú er öldin önnur
enda aðstöðumunurinn gífurlegur."
Hlín hefur þjálfað fimleikafólk hjá
fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði í
19 ár og segir þróunina f greininni
hafa verið ákaflega hraða og já-
kvæða. „Sérstaklega hefur þróunin
verið hröð undanfarin ár. Fyrir 19 ár-
um lékum við okkur, nokkrar stelpur,
í frúarleikfimi og smám saman
þróaðist áhuginn í að kenna stúlkum
fimleika. Fimleikar voru ekki hátt
skrifaðir í þá daga en með stofnun
Fimleikasambands íslands var byrjað
að keppa eftir norska fimleikastigan-
um. Við fylgdum þróuninni í þeim
stiga í mörg ár en ólympíuæfingarnar
komu síðar til sögunnar. í kjölfar
þeirra voru gerðar meiri kröfur og
þeir, sem kenndu fimleika, viðuðu að
sér meiri þekkingu. JónasTryggvason
kom vel menntaður frá Sovétríkjun-
um. Gerpla réði Rússa til að þjálfa og
Björk og Ármann fengu Kínverja til
liðs við sig. Með tilkomu þessara
manna var komin meiri alvara í fim-
leika á íslandi. Nú er svo komið að
verið er að senda keppendur á
heimsmeistaramót og Evrópumeist-
aramót og er það sannarlega spor í
rétta átt. Þrátt fyrir að hafa frétt af
heimsmeistaramótinu með mjög
34