Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 2
Ég vissi ekki að
þetta yrði svona
stuðandi, það hafa margir
verið að pirra sig á þessu.
Ólöf Bóadóttir, listamaður
Veður
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s,
en 8-13 með suðurströndinni.
Skýjað með köflum og stöku skúrir
á Suður- og Vesturlandi, og sums
staðar þokubakkar austan til, en
bjartviðri norðanlands. Hiti 10 til
18 stig, hlýjast í innsveitum fyrir
norðan. SJÁ SÍÐU 30
Róður í rjómablíðu
„Hafið, bláa hafið...“ söng skáldið forðum og dróg ef til vill huga þessara ungu ræðara til þess sem liggur bak við ystu sjónarrönd. Siglinganám-
skeið hjá Siglingaklúbbnum Þyti fór fram í blíðviðrinu í Flensborgarhöfn í gær. Hefur þú heimsótt æskudraumalönd í sumar? MYND/ERNIR
ÍÞRÓTTIR „Við spáðum að þetta
yrði eitt stærsta golfsumar í manna
minnum, því ef landið yrði lokað
þyrfti fólkið að finna sér eitthvað
að gera og okkur sýnist að það sé að
verða raunin,“ segir Brynjar Eldon
Geirsson, framkvæmdastjóri Golf-
sambands Íslands.
Brynjar sér mikla aukningu í
eftirspurn eftir því að gerast með-
limur í golfklúbbunum. „Einhverjir
klúbbar eru fullir og geta ekki tekið
við f leirum, en svo eru aðrir sem
eru ennþá með laus pláss, bæði úti
á landsbyggðinni og á höfuðborgar-
svæðinu,“ segir hann.
Að sögn Brynjars voru samtals
skráðir um átján þúsund félagar í
rúmlega sextíu golf klúbba lands-
ins. „Við erum spennt fyrir því að fá
í hús á næstu vikum tölur frá klúbb-
unum og sjá hvernig aukningin er.
Aðspurður hvort þessi staða þýði
ekki að mun erfiðara sé að komast
að á golfvöllum en áður, segir Brynj-
ar það ekki endilega vera svo.
„Það er augljóslega meiri traffík á
golfvöllum landsins og í einhverjum
tilfellum þýðir það að erfiðara sé að
komast að. Vellirnir voru opnaðir á
mismunandi tímum í vor og þar
af leiðandi myndaðist töluverður
þrýstingur á þeim völlum sem var
búið að opna. En það er örugglega
mismunandi eftir golf klúbbum
hvernig umferðin hefur þróast,
segir Brynjar. – gar
Golfklúbbar fá
fjölda umsókna
Brynjar Eldon Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Golfsambandsins.
MENNING Listaverk á horni Freyju-
götu og Óðinsgötu er horfið í annað
sinn á stuttum tíma. Í fyrra skiptið
var það fjarlægt af borgarstarfs-
mönnum, en fyrir heppni tókst að
bjarga því frá förgun.
„Ég vissi ekki að þetta yrði svona
stuðandi. Það hafa margir verið að
pirra sig á þessu, nágrannar hafa
kvartað og aðrir leikið sér á því.
Ég er búin að þurfa að gera við það
nokkrum sinnum. Nú er það bara
horfið,“ segir Ólöf Bóadóttir, lista-
maður.
Verkið heitir Ferró skiltagerð og
var tómt vindskilti með langa fætur,
sem skorðaðir voru undir bekki á
torginu. Það er hluti af sýningunni
Skúlptúr í formi hárbolta sem fer
fram í sýningarrými Harbinger,
hinum megin við götuna. „Vind-
skiltin eru út um allt og það er allt í
lagi ef þau eru neytendavæn: verkið
inniheldur engan kapítalískan
áróður. Mér finnst svo fyndið að
jafn klossaður hlutur og vindskilti
er, sé notaður til að stýra hegðun
fólks í dag þegar upplýsingaöf lun
gerir algóriþmum kleift að sinna
því á mun hlédrægari hátt.“
Verkið var sett upp fyrir þremur
vikum og átti að standa fram yfir
helgi, en þetta er síðasta sýningar-
helgin. Skúlptúr í formi hárbolta
er opin á föstudag, laugardag og
sunnudag á milli klukkan 14 og 17
í Harbinger á Freyjugötu 1.
Í fyrra skiptið sem verkið hvarf
höfðu starfsmenn borgarinnar
verið að verki, þó svo að listaverkið
sé með leyfi frá borgaryfirvöldum.
„Þeir tóku það niður,“ segir Ólöf og
hlær hátt. „Ég fékk símtal frá Stein-
unni Önnudóttur sem rekur sýning-
arrýmið og fór í gegnum fimm skref
sorgarinnar á augnabliki.“
Hafði kunningi Ólafar fyrir til-
viljun séð borgarstarfsmenn saga
verkið niður með slípirokk. „Verkið
stóð í bútum við gám fyrir málma.
Reiðin rann samt f ljótt af mér, þar
sem þeir voru sérlega indælir. Við
drifum verkið inn á verkstæði til
þeirra þar sem ég sauð það aftur
saman.“
Í svari frá umhverfis- og skipu-
lagssviði borgarinnar segir að mis-
tökin séu afskaplega leiðinleg.
Ólöf fékk góðar sárabætur frá
borginni, þar á meðal aðstoð við
að laga verkið og koma því aftur
fyrir. „Ég innti eftir því hvort ekki
vantaði starfskraft á verkstæðið og
fékk símtal klukkutíma síðar, þar
sem mér var boðin staða. Ég vinn
nú við að gera borgina snyrtilega
yfir sumartímann.“
Nú er búið að taka verkið niður
aftur, í þetta skipti var það ekki
borgin. Ólöf hefur engan ákveðinn
grunaðan, en er með kenningar.
„Líklegt er að einhverjum nágrann-
anum hafi ekki þótt mikið til
verksins koma og tekið málin í eigin
hendur.“ arib@frettabladid.is
Listaverk Ólafar hefur
verið fjarlægt tvisvar
Listaverk á horni Freyjugötu og Óðinsgötu er horfið í annað sinn á stuttum
tíma. Í fyrra skiptið söguðu starfsmenn borgarinnar það niður fyrir mistök.
Listamaðurinn segir marga hafa pirrað sig á verkinu og nágrannar kvartað.
Listaverkið Ferró skiltagerð hefur staðið á horni Freyjugötu og Óðinsgötu.
GÓÐA FERÐ INNANLANDS
TAX FREE*
af förðunarvörum, ilmvötnum
og völdum húðvörum
*19,35% verðlækkun
Gildir 15. júní - 27. júlí 2020
í verslunum og í netverslun Ly VIÐSKIPTI Samið hefur verið um
að dótturfélög Brims í Asíu sem
starfa í Japan, Hong Kong og Kína,
geti notað vörumerkið Icelan-
dic við sölu og markaðssetningu
íslenskra sjávar afurða. Í samræmi
við ákvörðun sem tekin var þegar
Framtakssjóður Íslands af henti
ríkissjóði vörumerkin Icelandic og
Icelandic Seafood árið 2018, hefur
Íslandsstofa nú umsjón með vöru-
merkjunum.
Þá hefur einnig verið gengið frá
samningi við bandaríska dreifing-
arfyrirtækið Greenwood Group
um sölu á fiskolíum undir nafninu
Icelandic Wild Fish Oil, sem Sag-
aNatura framleiðir.
„Árangursríkir samningar um
notkun Icelandic vörumerkisins
hafa legið fyrir um árabil við High
Liner Foods í Norður-Ameríku.
Iceland Seafood og Ibérica á Spáni
og Suður-Evrópu nýta einnig vöru-
merkið,“ er haft eftir Þorkeli Sigur-
laugssyni, formanni stjórnar Icel-
andic í tilkynningu. – bþ
Icelandic til Asíu
4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð