Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 4

Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 4
 Þegar tvö stórfyrir- tæki sameinast á svona örmarkaði eins og á Íslandi, þá hlýtur það að bitna á þeim sem taka ekki jafn mikið pláss. Karl Ágúst Úlfs- son, formaður Rithöfundasam- bands Íslands ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI TÖLUR VIKUNNAR 28.06.2020 TIL 04.07.2020 92,2 prósent gildra atkvæða í forseta- kosningunum síðustu helgi, féllu í hlut Guðna Th. Jóhannessonar. 2.200 manns sóttu rafrænt ökuskírteini á sömu sekúndu á miðvikudags- kvöldið. Nokkuð álag var á kerfinu. 465 Teslu-bílar hafa selst á Íslandi það sem af er árinu. Er það næstmest selda bílategundin á eftir Toyota. 84 ár er meðalævilengd íslenskra kvenna. Íslenskir karlar lifa að meðaltali í 81 ár. 3 milljarða króna kosta endurbætur á Lundarskóla á Akureyri, eftir að mygla kom upp í byggingunni. Einar Hermannsson formaður SÁÁ var kosinn formaður samtakanna á aðalfundi á þriðjudag. Tvær fylkingar tókust á og fjöldi manna lýsti stuðningi við fram- boð Einars, sem sigraði Þór- arin Tyrfingsson, fyrrverandi formann SÁÁ, með miklum yfirburðum. Arnþór Jónsson, fráfarandi formaður, sóttist ekki eftir endurkjöri. Hall dóra Mo gensen þingmaður Pírata barðist hart fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Frumvarpið var fellt og í kjöl- farið brutust mikil mótmæli út á samfélagsmiðlum. Þá kallaði Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra frumvarpið ónothæft. Stjórnar- liðar hafa boðað annað frumvarp í opnu samráði. Sigrit Ericksdottir söngkona söng sig inn í hug og hjörtu heims- byggðarinnar með lagi um samnefndan heimabæ sinn Húsavík, í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem sýnd er á Netf lix. Myndin fær misjafna dóma og sitt sýnist hverjum. Þrjú í fréttum formaður, þingmaður og söngstjarna VIÐSKIPTI „Þetta var einróma afstaða,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, RSÍ, um harðorða ályktun stjórnar sambandsins vegna kaupa sænska fyrirtækisins Storytel á 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu Íslands. Kaup Storytel eru nú til skoðunar hjá samkeppnisyfirvöldum. Stjórn Rithöfundasambandsins kveðst hafa áhyggjur af „enn meira valda- ójafnvægi á bókamarkaði,“ ef kaup- in gangi eftir, því stærsta bókaút- gáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila.  „Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni, sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa,“ segir í ályktun stjórnarinnar. „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórn- endum þess, því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norður- löndunum,“ segir áfram í ályktun- inni. Greiðslur til þeirra sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi séu afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höf- undarverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbóka- markaði,“ segir áfram. Höfundar og útgefendur ytra hafi borið því vitni að frelsi þeirra og menn- ingarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB. „Slíkt vekur ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræða, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis.“ Fundur stjórnarinnar í gær stóð í yfir fjórar klukkustundir. Karl Ágúst segir að þurft hafi að fara yfir mikið af gögnum. „Meðal annars frá hinum Norðurlöndunum, þar sem hafa verið svipaðir hlutir að gerast. Við erum að reyna að læra af reynslu kollega okkar þar og líka reynslu smærri útgefenda á Norðurlöndum,“ útskýrir hann. Þar að auki hafi stjórnin rætt ýmis samningamál sambandsins við Félag bókaútgefenda. Aðspurður um stöðu annarra bókaútgefenda á Íslandi segist Karl Ágúst hafa þungar áhyggjur af litlu forlögunum. „Þegar tvö stórfyrir- tæki sameinast á svona örmarkaði eins og á Íslandi, þá hlýtur það að bitna á þeim sem taka ekki jafn mikið pláss. Þarna eru orðnir ákveðnir yfirburðir og í raun og veru fákeppni með svona sam- runa,“ segir hann. Þá undirstrikar Karl Ágúst að hlutverk Rithöfundasambandsins sé að standa vörð um kjör rithöf- unda. „Ef eitthvað gerist sem vekur hjá okkur áhyggjur um að til dæmis samningsstaða rithöfunda gæti versnað, andspænis svona stóru batteríi, verðum við að taka mark á því og láta þær áhyggjur í ljós.“ gar@frettabladid.is Höfundar vantreysta Storytel Fákeppni gæti ríkt í íslenskri bókaútgáfu, segir formaður Rithöfundasambandsins. Stjórn þess óttast að lítil samkeppni verði á íslenskum hljóðbókamarkaði með kaupum Storytel á meirihluta í Forlaginu. Stjórn Rithöfundasambands Íslands ræddi kaup Storytel á Forlaginu á löngum fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.