Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.07.2020, Qupperneq 6
Kjósa þarf nýjan forseta réttarins þegar Þorgeir Örlygsson lætur af embætti 1. september næstkomandi DÓMSTÓLAR Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, og Gréta Bald- ursdóttir hafa óskað lausnar frá embætti hæstaréttardómara frá 1. september næstkomandi. Mikil kynslóðaskipti hafa orðið við réttinn á undanförnum miss- erum. Markús Sigurbjörnsson, sem gegnt hafði embætti hæsta- réttardómara í aldarfjórðung, lét af embætti síðastliðið haust og á sama tíma Viðar Már Matthíasson eftir tæpan áratug. Fyrr í vor lét Helgi I. Jónsson af embætti eftir tæp átta ár í réttinum. Ingveldur Einarsdóttir var ein skipuð dómari í stað þeirra Mark- úsar og Viðars Más, vegna fækkunar dómara við Hæstarétt sem kveðið var á um í nýjum lögum um dóm- stóla sem samþykkt voru árið 2016. Í stað Helga I. Jónssonar var Sig- urður Tómas Magnússon, þá lands- réttardómari, skipaður við réttinn. Þegar Helgi lét af störfum í vor sóttu fimm um embættið, Aðal- steinn E. Jónasson landsréttardóm- ari, Davíð Þór Björgvinsson lands- réttardómari, Jóhannes Sigurðsson landsréttardómari, Sigríður J. Frið- jónsdóttir ríkissaksóknari og Sig- urður Tómas. Aðalsteinn og Davíð Þór drógu umsagnir sínar til baka. Þegar laus staða við réttinn var auglýst í fyrra sóttu einnig um þau Ása Ólafsdóttir prófessor, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttar- dómari. Gréta Baldursdóttir var skipuð dómari við Hæstarétt árið 2011 og hefur setið í réttinum í níu ár. Hún var um tíma eina konan í Hæstarétti þar til Ingveldur Einarsdóttir var skipuð hæstaréttardómari í fyrra. Nú eru tvær konur skipaðar við rétt- inn og fimm karlar. Þar sem skipa þarf í tvær stöður við réttinn nú er mögulegt í fyrsta skipti í sögu hans að kynjahlutföll verði eins jöfn og kostur er, með þremur konum og fjórum körlum. Þorgeir Örlygsson hefur setið jafnlengi Grétu í Hæstarétti, frá 1. september 2011. Hann var kjör- inn forseti réttarins 1. janúar 2017. Hann hefði gegnt því hlutverki út næsta ár hefði hann ekki kosið að óska lausnar frá dómaraembætti nú. Benedikt Bogason var kjörinn varaforseti Hæstaréttar þegar Helgi I. Jónsson hvarf úr réttinum í vor og má gera ráð fyrir því að hann verði kjörinn forseti réttarins þegar Þor- geir lætur af embætti. Sem fyrr segir hafa mikil kyn- slóðaskipti orðið við réttinn undan- farin ár. Af núverandi dómurum við Hæstarétt hefur Ólafur Börkur Þor- valdsson gegnt embætti langlengst en hann var skipaður árið 2003 og hefur því setið í réttinum í átján ár. Á eftir honum koma þau Gréta og Þorgeir sem nú hafa óskað lausnar en þau voru skipuð árið 2011. Samkvæmt stjórnarskrá geta dómarar við Hæstarétt óskað lausnar frá Hæstarétti við 65 ára aldur án þess að missa neins af eftirlaunum sínum. Flestir dóm- arar hafa nýtt þennan rétt sinn og farið á eftirlaun um 65 ára aldurinn. Af þeim dómurum sem nú sitja við réttinn, að frátöldum þeim Grétu og Þorgeiri, er Ingveldur elst en kemst þó ekki á leyfilegan eftirlaunaaldur fyrr en eftir fjögur ár. Því má ætla að mannabreytingum ljúki í bili við réttinn þegar skipað hefur verið í stöður þeirra Grétu og Þorgeirs. adalheidur@frettabladid.is Kynjahlutföllin gætu jafnast við Hæstarétt Tveir nýir dómarar verða skipaðir við Hæstarétt í haust þegar Þorgeir Örlygs- son og Gréta Baldursdóttir láta af embætti. Mikil endurnýjun hefur orðið í réttinum og nokkur ár gætu liðið áður en næsti dómari lætur af embætti. Sjö dómarar skipa Hæstarétt eftir að hann fékk nýtt hlutverk með nýjum dómstólalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Aldur og skipunartími n Ólafur Börkur Þorvaldsson (f. 1961) skipaður 1. septem- ber 2003 n Benedikt Bogason (f. 1965) skipaður 1. september 2012 n Karl Axelsson (f. 1962) skipaður 1. október 2015 n Ingveldur Einarsdóttir (f. 1959) skipuð 1. janúar 2020 n Sigurður Tómas Magnússon (f. 1960) skipaður 18. maí 2020 n Tveir dómarar verða skipaðir 1. september 2020 CARNIVAL ÞÉR ER BOÐIÐ Í CARNIVAL Á FIMMTUDAGINN Amabadama, Dj Goggi, Bríet, Auður, Dj Dóra Júlía, Sirkus Íslands, Gógó Starr, Einar Mikael, Carnival drottningin Josy Zareen og fleiri frábærir gestir halda uppi sjóðheitri stemningu. Borðapantanir á sushisocial.is og í síma 568 6600 ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSU! SMÁRÉTTIR Avókadó franskar 1.290 kr. Laxa ceviche 1.890 kr. Japönsk BBQ Baby back rif 2.490 kr. Kjúklinga Yakitori 2.390 kr. Social style nauta carpaccio 1.990 kr. Nautaspjót Anticucho 2.390 kr. DJÚSÍ SUSHI Surf‘n turf – 4 bitar 1.690 kr. Samba – 4 bitar 1.590 kr. Lax – 4 bitar 1.490 kr. EFTIRRÉTTUR Karamellu fudge 1.490 kr. Tónlistgleði ogglimmer-barinn Matur og dr ykkur á hát íðar- verði @SushiSocialReykjavik KÓPAVOGUR Farið verður í fram- kvæmdir við heilsuleikskólann Kór í Kórahverfi í Kópavogi í sumar eftir að mygla fannst í austur- og suður- hluta skólans. Þetta kom fram á opnum fundi með foreldrum í gær. Skólinn er rekinn af Skólum ehf. en byggingin er í eigu Kópavogsbæjar. Samkvæmt tölvupóstum, sem ræddir voru á fundinum, kom fram að stjórnendur Skóla ehf. fengu vitneskju um leka- og rakavanda- mál í skólanum í janúar. Starfs- maður skólans tók sýni í vor sem send voru á Náttúrufræðistofnun Íslands og kom þá í ljós mygla. Þeir foreldrar sem tóku til máls á fundinum voru nokkuð reiðir og fullyrtu margir að börn hefðu sýnt mikil einkenni sem rekja mætti til myglunnar. Fram kom í máli Gunnars Más Karlssonar, deildarstjóra fasteigna bæjarins, að farið yrði í fram- kvæmdir í sumarlokun leikskólans. Hefði bærinn verið beðinn að bíða með vinnuna til sumarlokunar. Rifnir verða upp dúkar undir gluggum á austurhliðinni og heil- brigðiseftirlit mun taka skólann út áður en starfsemi hefst í ágúst. Sagði hann að margt hefði mátt gera betur en málið væri ekki sambærilegt því sem kom upp í húsnæði Íslands- banka við Kirkjusand. „Auðvitað er hægt að læra af öllum mistökum sem gerð voru en ekkert benti til þess að þetta væri eitthvað hættulegt fyrir starfsmenn eða börn,“ sagði Gunnar. – ab Vissu af rakavandamálunum í janúar Foreldrar fullyrtu á fundinum að börn hefðu sýnt einkenni sem rekja mætti til myglunnar. 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.