Fréttablaðið - 04.07.2020, Qupperneq 8
TYRKLAND Réttarhöld vegna morðs-
ins á sádi-arabíska blaðamanninum
Jamal Khashoggi, hófust í Tyrklandi
í gær. Tuttugu Sádar eru ákærðir,
en enginn sakborninganna er við-
staddur réttarhöldin.
Khashoggi var myrtur í október
árið 2018 á ræðisskrifstofu Sádi-
Arabíu í Istanbúl. Hann hafði lengi
verið gagnrýninn á stjórnvöld Sádi-
Arabíu, meðal annars á krónprins-
inn Mohammad bin Salman og
konunginn Salman af Sádi-Arabíu.
Tveir af sakborningunum eru nánir
aðstoðarmenn krónprinsins.
Í fyrstu neituðu sádi-arabísk
stjórnvöld að hafa nokkuð með
hvarf Khashoggis að gera, en viður-
kenndu síðar meir að hann hefði lát-
ist á skrifstofunni. Lík hans fannst
aldrei, en talið er að hann hafi verið
bútaður niður.
Réttarhöld vegna málsins fóru
fram í Sádi-Arabíu í fyrra, þar sem
átta manns voru dæmdir fyrir
morðið. Þar af voru fimm dæmdir
til dauða fyrir að taka þátt í morð-
inu, en þrír til fangelsisvistar fyrir
að breiða yfir það. Enginn sakborn-
inganna hefur verið nafngreindur
og hafa margir kallað réttarhöldin
í Sádi-Arabíu farsa.
Meðal vitna í réttarhöldunum í
gær var starfsfólk sem starfaði við
ræðismannsskrifstofu Sáda í Istan-
búl um það leyti sem Khashoggi var
myrtur. Þau sögðust hafa fengið fyr-
irmæli um að halda sig fjarri skrif-
stofunni þann dag. – atv
Réttarhöld vegna Khashoggis eru hafin í Tyrklandi
Khashoggi var myrtur á ræðisskrif-
stofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2018.
VINNUM ARK AÐUR Vinnumála-
stofnun greiddi út um 5,4 milljarða
króna í atvinnuleysisbætur fyrir
nýliðinn júnímánuð. Þar af voru
1,3 milljarðar vegna hlutabóta-
leiðarinnar. Þetta kemur fram í
svörum stofnunarinnar við fyrir-
spurn Fréttablaðsins.
Til samanburðar voru um 8,6
milljarðar greiddir út vegna maí, en
rúmur helmingur fjárhæðarinnar
þá, eða 4,4 milljarðar, var vegna
hlutabóta.
Vinnumálastofnun hefur aldr-
ei afgreitt f leiri umsóknir um
atvinnuleysisbætur en undan-
farnar vikur og mánuði.
„Þrátt fyrir það er afgreiðslu-
tími stofnunarinnar í sumum
málum of langur. Það má því
segja að afgreiðsla á umsóknum
hafi almennt gengið vel, en samt
hefur ekki tekist að afgreiða allar
umsóknir á viðunandi tíma,“ segir
í svari Vinnumálastofnunar.
Brugðist hefur verið við stöðunni
með enn frekari fjölgun starfsfólks
sem sinnir úrvinnslu umsókna
og móttöku gagna. Nærri allir
einstaklingar sem hafa fengið
umsóknir sínar samþykktar, hafa
fengið greitt fyrir júní. Í svari
stofnunarinnar segir að misræmi í
skráningu, eða leiðrétting á tíma-
bili, kunni í einhverjum tilvikum
að tefja greiðslur.
Þrjár hópuppsagnir voru til-
kynntar til Vinnumálastofnunar í
júnímánuði. Alls misstu 147 manns
vinnuna í þessum uppsögnum. Í til-
kynningu frá stofnuninni segir að
þar með virðist sú hrina hópupp-
sagna sem hófst í tengslum við
COVID-19, vera gengin niður.
Í hópuppsögnum síðustu mánaða
misstu um 7.400 manns hjá 110 fyr-
irtækjum vinnuna. Stærsta hópupp-
sögnin í júní var hjá PCC á Bakka
þar sem um 85 misstu vinnuna.
– sar, bdj
5,4 milljarðar í
bætur fyrir júní
Birt m
eð fyrirvara um
m
ynd- og textabrengl.
Reykjavík
Krókhálsi 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opið
Virka daga 9–18
Laugardaga 12–16
opel.is
FRÁBÆR FERÐAFÉLAGI
Opel Grandland X – takmarkað magn
Verð 4.490.000 kr.
Sjálfskiptur
1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020
Atvinnuleysi hefur aukist mikið í kjöl-
far COVID. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI „Þetta er einn af stærri
samningum í okkar geira og afar
stór viðurkenning fyrir okkar starf.
Með þessum samningi erum við
orðin þátttakendur á stóra sviðinu,“
segir læknirinn Tryggvi Þorgeirs-
son, framkvæmdastjóri og annar af
stofnendum Sidekick Health.
Pfizer er eitt stærsta og öflugasta
lyfjafyrirtæki heims en í einfölduðu
máli snýst samstarfið við Sidekick
Health um að bæta þjónustu við
fólk með ýmsa langvinna sjúk-
dóma með stuðningi í gegnum fjar-
heilbrigðiskerfi á sviðum sem lyfin
hafa ekki áhrif á.
Í byrjun árs 2018 var íslenska
fyrirtækið valið úr stórum hópi
umsækjenda til tilraunasamstarfs
við Pfizer.
„Sú samvinna hefur gengið afar
vel. Sjúklingaprófanir sem við
gerðum á fyrri helmingi ársins
2019 komu afar vel út og ánægja
sjúklinga var mikil,“ segir Tryggvi.
Í kjölfarið vildi Pfizer útvíkka sam-
starf fyrirtækjanna og nú er ráðgert
að lausnin sem Sidekick Health
hefur þróað verði innleidd í fimm
sjúkdómaf lokkum í 5-10 Evrópu-
löndum á næstu misserum.
„Mikill meirihluti allra sjúkdóma
sem við glímum við eru langvinnir
sjúkdómar þar sem lífsstíll getur
haft afgerandi áhrif.“
Sidekick Health hefur því þróað
lausn í gegnum fjarheilbrigðiskerfi
sem veitir sjúklingum margskonar
stuðning. „Sá ávinningur sem Pfizer
sér í samstarfi við okkur er að auka
Milljarðasamstarf við Pfizer
Bandaríski lyfjarisinn tilkynnti um tímamótasamning við íslenska fyrirtækið Sidekick Health í vik-
unni. Umsvif íslenska fyrirtækisins munu stóraukast og starfsmannafjöldi gæti tvöfaldast næsta árið.
Meira á frettabladid.is
Tryggi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Sidekick Health.
líkurnar á því að meðhöndlun sjúk-
dóma með lyfjagjöf beri tilætlaðan
árangur,“ segir Tryggvi.
Ly f jarisar heimsins hor fa í
auknum mæli til tæknilausna sem
geti hjálpað til við lyfjameðferðina.
Þar kemur Sidekick Health til skjal-
anna en rannsóknir og sjúklinga-
prófanir hafa sýnt að með því að
bæta lausn fyrirtækisins inn í hefð-
bundna meðferð megi bæta ýmsar
útkomur svo sem þyngdar- og blóð-
sykurstjórn, streitueinkenni, þung-
lyndis- og kvíðaeinkenni, lífsgæði
og dánarlíkur.
Þá hjálpar tæknin einnig til við
lyfjaheldni sjúklinga sem er afar
mikilvægt enda deyja um 300
þúsund manns árlega í Evrópu og
Bandaríkjunum vegna þess að lyf
eru ekki tekin með reglubundnum
hætti. „Að auki hjálpum við fólki að
skilja og takast á við sjúkdóm sinn
í daglegu lífi, svo sem með fræðslu
og samskiptum við aðra sjúklinga.
Loks býður kerfið upp á fjareftirlit
og fjarstuðning heilbrigðisstarfs-
fólks.“ Virði samningsins er áætlað
um 8 milljónir evra á næstu tveimur
árum eða um 1,3 milljarðar króna.
Stöðugildi hjá Sidekick Health
eru 25 en Tryggvi reiknar með að
sú tala tvöfaldist á næstu tólf mán-
uðum. bjornth@frettabladid.is
4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð