Fréttablaðið - 04.07.2020, Page 10
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Vegagerðin
ætlar þannig
sjálf að
rannsaka
málið sem
hún ber
ábyrgð á.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Því hefur verið haldið fram að eftirlits-iðnaðurinn hér á landi sé fyrirferðar-mikill og sogi til sín of mikið fé. Það má rökstyðja það. En það má líka benda á að eftirlit sé nauðsyn, ekki síst þegar líf og limir eru undir.
Tvennt hefur nýlega gerst sem koma hefði mátt í veg
fyrir hefði eftirliti verið sinnt. Annars vegar er mann-
skæður bruni í Vesturbænum í Reykjavík í liðinni
viku þar sem þrír fórust. Hins vegar banaslys á Kjalar-
nesi þar sem tvennt fórst.
Í fjölmiðlum hefur verið rifjað ýmislegt upp um
sögu hússins sem brann. Það er dapurlegur lestur. Af
honum má ráða að árum saman hafi brunavörnum
verið áfátt og flóttaleiðir fátæklegar. Samt viðgekkst
að þar væri fólki búin vist, fólki sem hingað hafði
f lust. Upplýst var að fyrir skipulagsyfirvöldum lægi
erindi um að auka enn frekar ábúð í húsinu. Það
verður ekki. Það skortir ekki á fyrirmæli í byggingar-
reglugerðum um öryggi og aðbúnað þegar nýbygg-
ingar eiga í hlut. En það virðist auðvelt að taka löngu
byggð hús úr byggingarefnum sem þá tíðkuðust eða
hús sem ætluð voru til annarra nota og breyta þeim í
dauðagildrur og bjóða erlendu vinnuafli, sem hingað
leitar betra lífs, og leigja dýru verði. Jafnvel greiða
fyrir dvölina með lífi sínu. Þegar ekki má reisa pall,
girðingu eða saga niður tré án leyfis, hvernig getur
þetta þá gerst?
Víkur þá sögunni að Kjalarnesi. Vegagerðin fer
fyrir vegabótum og uppbyggingu vegakerfisins. Hluti
þeirra verkefna er boðinn út og lagt fyrir verktaka að
fylgja fyrirskrift stofnunarinnar um hvernig verkið
skuli innt af hendi, í því skyni að hámarka nýtingu
á takmörkuðu fé sem til ráðstöfunar er í nauðsynleg
verkefni. Síðla síðustu viku hafði verktaki malbikað
spotta á Kjalarnesi. Svo verður um helgina þetta
hörmulega atvik sem kostaði tvö mannslíf. Í Frétta-
blaðinu sagði umferðaröryggissérfræðingur að ljóst
væri að ekki hefði verið farið eftir uppskrift við gerð
malbiksins. Sambærileg blanda væri notuð til að
útbúa hálkusvæði við ökuskóla í öðrum löndum.
Í fréttum hafa fyrirsvarsmenn Vegagerðarinnar
sagt að stofnunin beri endanlega ábyrgð. Rannsaka
þurfi bikið og senda í greiningu, helst til útlanda.
Vegagerðin ætlar þannig sjálf að rannsaka málið sem
hún ber ábyrgð á.
En það er ekkert nýtt að hættulegt yfirlag sé lagt út
á íslenskar akbrautir. Í kjölfar kvartana varð niður-
staðan sú að fræsa ofan af f lughálu yfirlagi sem lagt
var á Hafnarfjarðarveg. Það var árið 2015.
Því fer fjarri að hægt sé að sætta sig við að ítrekað
sé notað bik sem veldur slysahættu. Hvers vegna var
þetta bik, sem öllum mátti vera ljóst að væri stórvara-
samt, notað enn og aftur – að fyrirmælum Vega-
gerðarinnar?
Beðið verður niðurstöðu rannsókna um hvers
vegna nýlagt bik varð dauðagildra. En það dugar ekki
að Vegagerðin rannsaki sjálf mál sem hún hefur lýst
yfir að bera ábyrgð á.
Til þess þarf einhvern annan.
Eftirlitið
Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir
Áður en ég vissi af var ég komin í faðminn á konunni. Hún hafði teygt út handleggina og í einfeldni minni hélt ég að hún væri að bjóða
mér faðmlag. Þegar ég greip um axlirnar á konunni
skynjaði ég að hún spenntist upp og steig til hliðar.
Í stað þess að fá innilegt faðmlag vorum við komnar
í einskonar glímu, COVID-glímu. Mér leið strax
kjánalega og sagði við sjálfa mig: „mikið geturðu verið
taktlaus, svona gerir maður ekki í ljósi aðstæðna.”
En það var of seint því snerting hafði átti sér stað.
Hið snarasta bryddaði ég upp á umræðuefni til að
taka athyglina af hinu vandræðalega „faðmlagi“.
Eftir þriggja mánaða stofufangelsi í Kaliforníu þyrsti
mig í félagsleg tengsl. Þau eru ekki auðsótt á þessum
tímum.
Sýklar á fyrsta farrými
Þó margt sé komið í eðlilegt horf hér á landi þá getur
það að heilsast verið snúið. Snerting hefur mikið
félagslegt gildi. Meira að segja dýrin nota snertingu
til að tengjast hvert öðru. Í okkar samfélagi hefur
tíðkast að heilsast með handabandi. Sagt er að það
sé ekki einungis kurteisi heldur veki það traust og
styrki félagsleg tengsl. Juliana Schroeder við Berkeley
háskóla hefur rannsakað handabandið og segir menn
ná meiri árangri í viðskiptum takist þeir í hendur:
„Það breytir ekki einungis hvernig þú skynjar hinn
aðilann, heldur hvernig þú lítur á aðstæðurnar. Þú
segir við sjálfan þig: Nú erum við að vinna saman en
ekki gegn hvor öðrum.”
Kostir og gallar
Handabandið hefur kosti og galla. Þar sem hendur eru
notaðar til að bora í nef, skeina rass og plokka leifar úr
tönnum, þá ferjum við sýkla á fyrsta farrými til næsta
manns. Kannanir sýna að margir þvo hendur illa eða
alls ekki eftir salernisferðir. Rannsókn frá 2011 sýndi
að handþvottur með sápu dregur mikið úr saurbakt-
eríum en tryggir samt ekki að þær hverfi með öllu.
Síðustu ár hafa menn þó bent á að með handabandi
fáum við einnig nytsamlegar bakteríur sem verja
okkur gegn skaðlegum sýklum.
Hvaðan kemur handabandið?
Móðir mín kenndi mér að heilsa. Því þéttingsfastara
og ákveðnara handaband, því meira mark er tekið á
manni. Og ég kenndi sonum mínum slíkt hið sama.
Út frá handabandi ályktum við gjarnan um persónu-
leika þess sem snertir lófa okkar. En hvaðan kemur
sá vani að heilsast með því grípa um hönd annarra?
Sú kenning sem hefur líklega notið mestrar hylli er
að handaband sé tákn friðar. Með því að rétta fram
höndina sýndirðu að þú bærir ekki vopn og þegar
þú hristir höndina hressilega vissir þú að handa-
bandsfélaginn hefði ekkert að fela í erminni. Sú iðja
að takast í hendur sést á ævafornum grafreitum og
steinhellum, m.a. á myndum af guðum að gera með
sér samning. Það teygir sig meira að segja aftur til
Ódysseifskviðu Hómers frá um 750 f. Kr.
Nýjar leiðir
Íslendingar hafa þó nýtt sér aðrar leiðir til að heils-
ast. Í sögubókum er sagt frá því að menn hafir hér
áður fyrr lyft hatti eða hneigt sig. Eitt er ljóst að það
er eðlilegt að við setjum handabandið í hlé, en það
væri hjálplegt ef við kæmum okkur saman um hátt
til að heilsast án handabands. Hvort heldur með því
að horfast í augu, brosa og kinka kolli, eða reka út
tunguna eins og tíðkast í Tíbet. Fyrir mér má handa-
bandið hverfa, en án faðmlagsins mun tilveran tapa
hlýju.
COVID-glíman
Opin fræðsla fyrir alla sem nýlega
hafa greinst með krabbamein fer
fram í Ljósinu, Langholtsvegi 43,
næstu mánudaga milli 10:30 -
12:00:
6. júlí: Líðan, virkni og stuðningur
13. júlí: Þreyta - Orkusparandi
aðferðir
20. júlí: Sjálfstyrkur, sjálfsmynd
27. júlí: Slökun
10. ágúst: Streita og bjargráð
17. ágúst: Fjölskyldan og
samskipti
24. ágúst: Markmiðasetning
4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN