Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 16
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir dag-
skrárgerðarkona segir þessa helgi
alltaf frátekna fyrir Írska daga á
Akranesi.
Hvað á að gera um helgina?
Ég bý á Akranesi og þessi helgi er
alltaf frátekin fyrir Írska daga. Ég
verð því heima hjá mér með fjöl-
skyldu, vinum og nágrönnum. Ég
ætla reyndar að renna mér alla leið
í borgina í fertugsafmæli hjá stór-
vini mínum Audda Blö á laugardag.
Ertu vön að ferðast fyrstu helgina
í júlí?
Nei. Maður svíkur ekki lit á Írsk-
um dögum.
Ertu tjaldkona eða þarftu rúm til
að sofa í?
Mig langar svo að vera tjaldkona,
en ég er það ekki. Ég vil bara brak-
andi hrein sængurföt, almennileg
gluggatjöld og dúnkodda. Ég var
samt að kaupa mér tjaldvagn í fyrra-
dag af því ég er umkringd fólki sem
elskar útilegur. Það var annaðhvort
að láta sig hafa þetta eða vera ein í
allt sumar. Ég hlýt að geta lært að
elska þetta.
Eru stór ferðaplön þetta sumarið?
Já og nei. Ég er búin að fara norður
til Akureyrar og til Eyja, labba inn í
Reykjadal, leika túrista í Reykjavík
og f leira. Vík í Mýrdal og nágrenni
er næst á dagskrá, útilega í Skorra-
dal og svo eru háleit markmið um
að taka hringinn í lok mánaðarins.
Er ætlunin að nýta sér tilboð
ferðaþjónustuaðila innanlands?
Já, ég er þegar búin að kaupa
hótelgistingar hér og þar, en langar
í hellaskoðun eða ferð upp á jökul
einhvers staðar. Á eftir að leggjast
aðeins betur yfir það.
Fyrsta helgin í júlí
Ein stærsta ferðahelgi sumarsins stendur yfir og Íslendingar hafa
svo sannarlega tekið vel í að ferðast innanlands. Við forvitnuð-
umst um ferðaplön nokkurra skemmtilegra einstaklinga.
Sigrún Ósk býr á Akranesi og segist
ekki svíkja lit á Írskum dögum sem
fara þar fram um helgina.
Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðar-
maður ríkisstjórnarinnar, leggur
í hann í hringferð um landið á
morgun, hún er ekki mikill ferða-
langur og er ekki laust við að hún
kvíði ferðinni.
Hvað á að gera um helgina?
Ég legg af stað í hringferð um
landið á sunnudaginn með fjöl-
skyldunni og kvíði því meira en öllu.
Ertu vön að ferðast fyrstu helgina
í júlí?
Nei. Mér er aldrei boðið neitt,
þannig að …
Ertu tjaldkona eða þarftu rúm til
að sofa í?
Ég bið bara um að lifa nóttina af.
Annars sama.
Eru stór ferðaplön þetta sumarið?
Við ætlum að keyra hringinn eins
og áður sagði. Förum suðurleiðina
og svo á Austfirði en þar var einmitt
spáð þriggja stiga hita og þoku síðast
þegar ég fór inn á vedur.is. En ætli
það skipti nokkru máli því náttúru-
fegurðin bætir upp fyrir smá kulda.
Svo stoppum við að sjálfsögðu fyrir
norðan þaðan sem ég er ættuð í
báðar ættir. Kelduhverfið, Húsavík,
Akureyri, þaðan er mitt fólk.
Er ætlunin að nýta sér tilboð ferða-
þjónustuaðila innanlands?
Ég mun elta hvert einasta tilboð
sem ég finn, allt frá afslætti á ís upp
í slakandi ilmkjarnanudd ofan á ein-
hverjum jöklinum.
Í hvað mun ferðaávísunin þín fara?
Sósur á allan mögulegan grillmat.
Ég bið bara um að
lifa nóttina af
Atli Fannar Bjarkason, samfélags-
miðlastjóri RÚV, ætlar að verja
helginni í að f lytja með systur sinni
en er þó búinn að rölta upp á hæð á
Snæfellsnesi svo innra með honum
leynist fjallgöngumaður sem langar
í húsbíl.
Hvað á að gera um helgina?
Ég gæti sagt þér að ég sé búinn
að eyða vikunni í að pakka ofan
í töskur og kortleggja sólríkustu
staði landsins, út frá gögnum Veður-
stofunnar, reynslu forfeðra okkar,
hyggjuviti frænda míns og spálíkani
fólksins sem hélt að þríeykið væri
að gera tilraunir á fólki með við-
brögðum sínum við kórónaveir-
unni, en ég verð að hryggja lesendur
þessa dálks með grámyglulegum
sannleikanum: Ég er að fara að
hjálpa systur minni að flytja.
Ertu vanur að ferðast fyrstu helg-
ina í júlí?
Ekkert endilega. Ég vann samt
í makalottóinu fyrir nokkrum
árum þar sem henni fylgdi ekki
bara fall egt bros og frjósemi: fjöl-
skylda hennar á sumarbústað sem
við notum reglulega. Ég var reyndar
bitinn svo rosalega síðast að ég læt
örugglega ekki sjá mig þar aftur fyrr
en í nóvember.
Ertu tjaldmaður eða þarftu rúm
til að sofa í?
Ég gisti í tjaldi á Hróarskeldu árin
2005 og 2006. Árið 2007 ætlaði ég að
endurtaka leikinn en vaknaði eftir
fyrstu nóttina með höfuðið í polli.
Við brunuðum á hótel og mér hefur
ekki tekist að vinna almennilega úr
þessari reynslu, þannig að svarið er
nei, ég er ekki tjaldmaður. Langar
samt pínu í húsbíl.
Eru stór ferðaplön þetta sumarið?
Ég er búinn fara í Grímsnes og
á hótel á Nesjavöllum. Svo er ég
nýkominn frá Hellnum á Snæfells-
nesi þar sem ég rölti upp á hæð. Og
sumarið er varla hálfnað, þannig
að já, ég myndi segja að ég sé Vil-
borg Arna minnar kynslóðar – ef
hún væri minna í að klífa hæstu
fjöll heims og meira í að klóra sér
í hausnum yfir hvernig sé best að
hámarka nætursvefn þriggja ára
barns á ferðalagi.
Í hvað fer ferðaávísunin þín?
Ég er búinn að vera að reyna að
gera upp við mig hvort ég eigi að
taka nokkrar nætur á hóteli úti á
landi, með morgunverði og nuddi
eða húsbíl í viku eða tvær, bruna
hringinn og nota afganginn í að
borða á skemmtilegum veitinga-
stöðum víðs vegar um landið.
Hvað var þetta aftur mikið sem við
fengum?
Ég er Vilborg Arna minnar kynslóðar
Ævar Þór Benediktsson rithöfundur
ætlar að halda sig heima um helgina
enda reynir hann að forðast að vera
á ferðinni stærstu ferðahelgarnar.
Hvað á að gera um helgina?
Ég ætla að vera heima um þessa
miklu ferðahelgi og hafa það gott.
Það er afmæli sem ég ætla að kíkja í
úti á Kjalarnesi en annars ætlum við
fjölskyldan bara að taka því rólega.
Ertu vanur að ferðast fyrstu helg-
ina í júlí?
Nei, þegar ég fer út á land reyni
ég meðvitað að forðast stóru ferða-
helgarnar.
Ertu tjaldmaður eða þarftu rúm
til að sofa í?
Tjalddagar mínir eru löngu liðnir,
en nú þegar maður er orðinn pabbi
grunar mig að það styttist í að þeir
hefjist aftur.
Eru stór ferðaplön þetta sumarið?
Stefnan er tekin norður á Akur-
eyri í júlí þar sem við ætlum að vera
í viku og ferðast um svæðið. Dalvík,
Mývatn og Húsavík verða alveg
örugglega heimsótt, sem og auð-
vitað Jólahúsið. Það er skylda, eins
og allir vita.
Er ætlunin að nýta sér tilboð ferða-
þjónustuaðila innanlands?
Mamma mín er nýbyrjuð að bjóða
upp á geitalabb á Gufuá í Borgar-
firði fyrir alla sem vilja og ég mun
vafalaust nýta mér þann fáránlega
skemmtilega valkost sem oftast. Þá
mun ég örugglega sökkva mér í hin
ýmsu tilboð þegar norður er komið.
Tjalddagar mínir eru
löngu liðnir
Ég hlýt að geta lært að elska þetta
Búast má við að Íslendingar verði á ferðinni innanlands nú fyrstu helgina í júlí. MYND/GETTY
Lára Björg er ekki mikið fyrir tjald-
ferðalög en er á leið í hringferð og
þorir varla lengur að skoða vedur.is.
Atli Fannar rölti upp á hæð á Snæ-
fellsnesi nýlega með son sinn Tind á
bakinu. MYND/LILJA KRISTJÁNS
Ævar ætlar að vera heima um helg-
ina en útilokar ekki að gefa tjaldinu
nýjan séns. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN