Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 40

Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 40
Barnaverndarstofa Barnaverndarstofa hefur í aldarfjórðung verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin leitar nú að tveimur öflugum sérfræðingum til starfa. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Staða sálfræðings við Barnahús Sálfræðingurinn heyrir beint undir forstöðumann barnahúss. Um 100% stöðu er að ræða. Helstu verkefni og ábyrgð: • Meðferðarviðtöl við börn sem eru þolendur kynferðis-/líkamlegs ofbeldis. • Ráðgjöf við barnaverndarnefndir vegna meintra ofbeldisbrota. • Rannsóknarviðtöl við börn sem þolendur. • Skýrslu- og vottorðaskrif. • Önnur verkefni sem forstöðumaður Barnahúss ákveður. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um sálfræðing með löggildingu á Íslandi. • Reynsla á sviði meðferðar barna, af vinnu með þolendum ofbeldis, vinnu með foreldrum og af barnaverndarstarfi æskileg. • Krafa um mjög góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti. • Krafa um enskukunnáttu, kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg. Persónulegir eiginleikar: • Mikilvægt að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi til skjólstæðinga og samstarfsaðila. • Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað. • Mikilvægt er að geta starfað vel undir álagi í lengri eða skemmri tíma. Tímabundin staða sérfræðings í málefnum barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir Sérfræðingurinn heyrir beint undir sviðstjóra meðferðar- og fóstursviðs og mun meðal annars starfa með sérfræðingateymi sem skipað er af félags- og barnamálaráðherra en teymið er sveitarfélögum til ráðgjafar um viðeigandi þjónustu við umrædd börn skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Um tímabundna stöðu til eins árs er að ræða. Starfshlutfall 100%. Helstu verkefni og ábyrgð: • Kerfisbundið mat á upplýsingum um vanda og stuðningsþörf barns, greiningum og þjónustuáætlunum og hvaða viðbótarupp- lýsinga skal aflað fyrir viðeigandi málsmeðferð í sérfræðingateymi. • Samskipti og ráðgjöf við þverfagleg þjónustuteymi sveitarfélaga og kortlagning á framboði þjónustu og viðeigandi leiða til að samræma stuðning á landsvísu. • Öflun upplýsinga um framboð gagnreyndra aðferða og mat á möguleikum á innleiðingu nýrra aðferða í þjónustu á landsvísu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um meistarapróf í sálfræði, þroskaþjálfun, félagsráðgjöf eða sambærilega menntun sem að mati Barnaverndarstofu nýtist í starfi. • Þekking á sviði frávika í hegðun og þroska barna og unglinga, alvarlegum þroska- og geðröskunum og greiningarhugtökum. • Þekking, reynsla og hæfni til að meta og samræma upplýsingar mismunandi fagaðila og stofnana. • Þekking og reynsla af notkun kerfisbundinna matsaðferða, s.s. SIS mati á stuðningsþörf eða öðrum matsaðferðum sem að mati Barnaverndarstofu nýtast í starfi. • Æskileg reynsla af starfi í þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir og foreldra þeirra. • Krafa um þekkingu og áhuga á gagnreyndum aðferðum í þjónustu við börn og fjölskyldur. • Krafa um mjög góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti. • Krafa um enskukunnáttu, kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg. Persónulegir eiginleikar: • Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað. • Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum. • Mikilvægt að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi til skjólstæðinga og samstarfsaðila. Frekari upplýsingar um stöðu sálfræðings við Barnhús veitir forstöðumaður Barnahúss, Ólöf Ásta Farestveit, í síma 530 2500 eða olof@barnahus.is. Frekari upplýsingar um stöðu sérfræðings í málefnum barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir veitir sviðsstjóri meðferðar- fóstursviðs, Halldór Hauksson, í síma 530 2600 eða halldor@bvs.is. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Vakin er athygli á að Barnaverndarstofa aflar sjálf upplýsinga úr sakaskrá áður en viðkomandi hefur störf hjá stofnuninni. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum BHM og ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2020. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu á netfangið bvs@bvs.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma. Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Uppsetning og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík, útboð 14923 • Hverfið mitt 2020 - austur. Almenningssalernihús í Gufunesi, útboð nr. 14921. • Skógarhús við Funaborg – Alútboð nr. 14831 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Innkaupaskrifstofa Sími 411 1111 ÚTBOÐ Knattspyrnufélagið Haukar óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: Knattspyrnufélagið Haukar óskar eftir að ráða konu til starfa í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Um vaktavinnu er að ræða. Almennur starfskraftur (kona) Æskilegt er að umsækjendur séu reglusamir og tilgreini meðmælendur í umsókn. Knattspyrnufélagið Haukar óskar eftir starfsmanni í hlutastarf í almennar ræstingar og skyld verkefni. Ræstitæknir Umsóknir sendist á netfangið magnus@haukar.is Forstöðumaður í frístundaheimili Hauka Knattspyrnufélagið Haukar óskar að ráð forstöðumann fyrir frístundaheimili Hauka að Ásvöllum, Haukasel, fyrir komandi vetur. Leitað er að barngóðum einstaklingi sem hefur yndi af börnum, er glaðvær, reglusamur, og á gott með að starfa með öðrum. Umsækjandi um stöðuna þarf að hafa uppeldismenntun á háskólastigi. Í frístundaheimili Hauka er sérstök áhersla lögð á hreyfifærni barna, byggða á þroskaþáttum skv. aðalnámskrá grunnskóla, þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að þroska líkam- lega- og félagslega hæfileika sína með aðstoð fagmenntaðra einstaklinga. Umsóknir um starfið skal senda, eigi síðar en 10. júlí á netfangið magnus@haukar.is . Frekari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 665-8910. Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is Þarftu að ráða starfsmann? Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. 10 ATVINNUAUGLÝSINGAR 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.