Fréttablaðið - 04.07.2020, Page 42
Háskóli Íslands óskar eftir áhugasömum rekstraraðila til að taka að sér rekstur kaffihúss í Veröld – húsi
Vigdísar. Í Veröld fer fyrst og fremst fram kennsla á háskólastigi en þar eiga sér einnig stað ýmsir viðburðir
á vegum Háskólans, Vigdísarstofnunar og annarra aðila.
Rekstraraðilinn sem sér um rekstur kaffihúss í Veröld
þarf að geta boðið daglegum gestum upp á fjölbreyttar
veitingar auk þess að þjónusta viðburði af ýmsum toga.
Við val á umsækjendum verður horft til þeirrar þjónustu
sem þeir geta veitt og gæða hennar.
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2020.
Umsækjendur eru beðnir um að senda inn umsóknir á netfangið valgerdur@hi.is og sil@hi.is.
Þess skal getið að telji Háskólinn enga umsókn fullnægjandi áskilur hann sér rétt til að hafna þeim öllum. Gert er ráð
fyrir að fyrsti leigusamningur verði til eins árs. Til greina kemur að framlengja samning að ári liðnu ef vilji er fyrir hendi
af hálfu beggja aðila.
Nánari upplýsingar veitir Valgerður Jónasdóttir,
valgerdur@hi.is, sími: 525 4191
Almennt þarf að gera ráð fyrir að opnunartími sé frá 08-
16 virka daga og 10-14 á laugardögum frá ágúst til maí.
Lokað er á sunnudögum. Takmörkuð eldhúsaðstaða er
á staðnum. Umrætt rými (afgreiðsla og vinnuaðstaða) er
35 m2.
KAFFIHÚS Í VERÖLD - HÚSI VIGDÍSAR
Útboð
Skólaakstur í Húnavatnshreppi
Húnavatnshreppur
hunavatnshreppur.is
Nánari upplýsingar
hunavatnshreppur@hunavatnshreppur.is,
eða hjá Einari Kristjáni Jónssyni
sveitarstjóra í síma 455 0010 / 842 5800
Áhugasamir skili inn umsóknum fyrir
mánudaginn 23. júlí nk.
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kt. 420106-1300, Húnavöllum,
541 Blönduós, leitar hér með eftir tilboðum í akstur skólabarna
í Húnavatnshreppi. Boðinn er út samningur um skólaakstur
fyrir skólaárin 2020/2021, 2021/2022 og 2022/2023.
Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og eru
afhent þar.
Í úboðsgögnunum er skilgreint það aksturskerfi sem áætlað er
að aka eftir á skólaárinu 2020/2021, 2021/2022 og 2022/2023.
Um er að ræða eina akstursleið; Blönduós Húnavellir.
Tilboðum ásamt þeim gögnum sem beðið er um í
útboðslýsingunni skal skila á skrifstofu Húnavatnshrepps eigi
síðar en kl. 11:00, 23. júlí 2020 og verða tilboðin þá opnuð.
Bjóðendum er heimilt að vera viðstaddir.
Sveitarstjórn áskilur sér allt að 15 daga frest til að vinna úr
tilboðunum.
Húnavatnshreppi 3. júlí 2020
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík
Sími 563 9300 | www.landsnet.is
ÚTBOÐ
Landsnet óskar eftir
tilboðum í jarðvinnu,
byggingu og fullnaðar-
frágang tengivirkja
á Hólasandi og
Rangárvöllum.
Opnun tilboða verður fimmtudaginn
13. ágúst 2020 kl. 14:00 hjá Landsneti
að Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar eru á
útboðsvef Landsnets, utbod.landsnet.is
Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar
2018-2030 – breyting vegna
efnistökusvæðis á Bíldsárskarði
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum
19. júní sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi
Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis í landi
Kaupangs á Bíldsárskarði skv. 31. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Breytingin felst í að efnistökusvæði með 30.000
rúmmetra efnistökuheimild er fært inn á skipulag.
Efnistökusvæðið verður notað við byggingu Hólasandslínu 3.
Gerð er grein fyrir efnistökusvæðinu í umhverfismati vegna
framkvæmdarinnar, sjá samþykkta matsskýrslu dags. 19.
september 2019.
Skipulagsbreytingin nær til framkvæmda sem tilgreindar eru
í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er gerð
grein fyrir umhverfisáhrifum efnistökunnar í skipulagstil-
lögunni.
Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu mun liggja frammi
á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 6. júlí og 17. ágúst
2020 og verður einnig á heimasíðu sveitarfélagsins esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til
mánudagsins 17. ágúst 2020. Athugasemdir skulu vera skrif-
legar og skulu berast í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is eða
í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa
Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Erum við
að leita að þér?
12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R